Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Qupperneq 4
föstudagur 2. mars 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Nú er gaman að lifa
Einhverjar niðurrifsraddir munu
finna að því að nammið lækki mest,
en það er nú þannig að sumir verða
aldrei glaðir. Ekki einu sinni þeg-
ar nammið hefur lækkað meira en
allt annað. Aðrir þeir sem kunna að
gleðjast, gleðjast og minnast þess
sem Páll Vilhjálmsson sagði um árið;
lakkrís lækki, lýsi hækki. Gleymum
því að fjandans lýsið lækkar líka,
þetta snýst hvort eð er ekkert um lýsi.
Það er nammið sem er aðalmálið.
Nú er bara að bíða eftir að fram-
leiddar verði stærri skálar, nammi-
skálar. Eins er upplagt að bæta við
nammidögum, hafa þá tvo jafnvel
þrjá, frá fösturdegi til sunnudags.
Þetta er lífið, hið sanna líf. Ráðherr-
ar sem leggja allt undir og lækka
nammið og gosið svo um munar,
þeir verða kosnir aftur. Jafnvel Fram-
sóknarráðherrar. Þannig er þetta allt
saman.
Ekki er annað hægt en að vor-
kenna fýlupúkunum. Ekkert er hægt
að gera til að gleðja suma, ekki einu
sinni með því að lækka nammið. Til
að freista þess að gera fúla glaða hef-
ur verð á öðru, ekki eins mikilvægu,
líka lækkað. Kannski dugar það til
að hrista ólundina af þeim leiðinleg-
ustu. Hver veit.
Umfram allt skal þess gætt að
nú er lag til að borða meira nammi.
Meðan þess er beðið að gerðar verði
verðugar nammiskálar mun margur
notast við vaskaföt eða bala. Eitt er
víst að þjóð sem býr á hjara verald-
ar bjargar sér, bjargar sér jafnvel þeg-
ar nammi er annars vegar, og ekki
síst þá. Þessi mikla ákvörðun mun
þjappa þjóðinni saman, gera hana
að einni einingu, einingu sem ekkert
fær rofið, ekki einu sinni þó úrtölu-
raddir heyrist héðan og þaðan.
Fáum okkur nammi, það kostar
lítið.
dagfari
Nýr slökkvibíll á
Egilsstöðum
Nýr slökkvibíll Flugstoða
ohf og Brunavarna á Héraði
var tekinn í notkun á Egils-
staðarflugvelli í gær. Bíllinn
verður staðsettur á flugvellin-
um en mun sinna almennum
útköllum á Héraði. Bílinn mun
vera í viðbragðsstöðu vegna
flugumferðar á flugvellinum
og uppfyllir hann alla staðla
Alþjóðaflugmálastofnunarinn-
ar og almennra slökkvistarfa.
Náttúruverndar-
sinnar gagnrýna
RÚV
Saving Iceland hefur sent frá
sér harðorða fréttatilkynningu
vegna fréttaflutnings Ríkisút-
varpsins þann 21. febrúar sl., af
skemmdarverkum ELF, Earth
Liberation Front, í Hafnarfirði í
janúar. Skemmdarverkin voru
unnin á þremur vinnuvélum á
byggingarsvæði þar sem fram-
kvæmdir við skólpdælustöð
standa yfir, en munu hafa verið
ætluð álveri Alcan í Straumsvík.
Saving Iceland gagnrýnir RÚV
harðlega fyrir að segja ELF bera
ábyrgð á heimasíðunni Saving-
Iceland.org. Auk þess sem Saving
Iceland segist ekki vita betur en
að ELF hafi fram að þessu haldið
sig einkum við Bandaríkin.
Tekin á 136 km
hraða
Á miðvikudagskvöldið stöðv-
aði lögreglan í Reykjavík 17 ára
gamla stúlku fyrir ofsaakstur.
Hún mældist á 136 km hraða.
Stúlkan fékk bílprófið síðasta
haust. Nú á stúlkan hins vegar
von á því að missa ökuleyfið í
einn mánuð auk þess að fá 75
þúsund krónur í sekt. Þetta er í
annað sinn á tveimur vikum sem
17 ára stúlka er tekinn fyrir ofsa-
akstur í Ártúnsbrekkunni. Sú fyrr
mældist á 130 km hraða.
Símhringingum og tölvupóstum rigndi yfir Neytendastofu og Neytendasamtökin í gær
þegar fólk benti á fjölda fyrirtækja sem ekki höfðu lækkað vöruverð. Stór sem smá fyr-
irtæki lækkuðu ekki verð sem skildi en einkum varð þess vart hjá söluturnum og minni
verslunum.
Brynjólfur Þ. Guðmundsson
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Talsvert var um að fyrirtæki lækk-
uðu ekki vöruverð sitt í gær þó virðis-
aukaskattur lækkaði úr 14,5 eða 14.5
prósentum í sjö prósent. Neytendur
voru vel á verði og létu vita af þeim
fyrirtækjum sem lækkuðu verðið
ekki.
„Við erum búin að vera í síman-
um í allan dag,“ sagði Anna Birna
Halldórsdóttir, hjá Neytendastofu,
síðdegis í gær. Þá höfðu neytendur
verið duglegir við að tilkynna um fyr-
irtæki sem ekki höfðu lækkað vöru-
verð þrátt fyrir lækkun virðisauka-
skatts. Þetta gátu þeir gert hvort
tveggja með því að hringja í Neyt-
endastofu og senda inn tilkynningar
á vef stofunnar. Til marks um hversu
mikið var að gera birtist tilkynning á
tölvuskjá Önnu Birnu í miðju símtali.
Þá tilkynnti árvakur neytandi um að
pylsuverð hefði ekki lækkað á einum
stað.
„Fólk er mikið að benda á staði
þar sem verð hefur ekki lækkað,
allt frá mötuneytum til minni versl-
ana og söluturna,“ segir Anna Birna.
Starfsmenn Neytendastofu áttu í
fullu fangi með að taka við tilkynn-
ingum í gær. Í framhaldinu taka þeir
til við að hafa samband við fyrirtæk-
in og leita skýringa á því hvers vegna
vöruverðið hefur ekki lækkað.
skýringa óskað
Álagið var líka mikið á starfs-
mönnum Neytendasamtakanna.
„Það er mikið búið að hringja,“ seg-
ir Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna. „Einnig höf-
um við fengið mjög mikið af tölvu-
póstum frá almenningi, frá neytend-
um. Það segir okkur að neytendur
eru mjög vakandi þessa dagana og
neytendur ætlast til að þessar lækk-
anir skili sér á réttan stað, í vasa neyt-
enda.“
Jóhannes segir að allar kvartanir
og ábendingar sem Neytendasam-
tökin fái verði send á viðkomandi fyr-
irtæki og óskað eftir skýringum. Fáist
ekki fullnægjandi skýringar að mati
Neytendasamtakanna áskilja þau sér
fullan rétt til að aðhafast frekar.
„Í sumum tilvikum hefur eitthvað
klikkað í kerfinu hjá aðilum. Í fram-
haldi af okkar ábendingum eru hlut-
ir lagaðir,“ segir Jóhannes þannig
að ekki er alltaf um það að ræða að
kaupmenn ætli að stinga skattalækk-
uninni í eigin vasa. Mistök geta líka
valdið því að verðið lækkaði ekki
strax.
Viðbrögðin í gær færa heim sann-
inn um að neytendur eru meðvitað-
ir um rétt sinn segir Jóhannes. „Ég er
búinn að vera lengi í þessum bransa,
hef starfað lengi við neytendamál,
og held því fram að neytendur hafi
aldrei verið jafn vakandi og eins virk-
ir og þeir eru í dag.“
Gamla og nýja verðið
Sums staðar mátti sjá tvö verð
á vörum í verslunum. Þá var skráð
gamla verðið sem gilti fyrir skatta-
lækkan og nýja, lægra verðið sem
gildir eftir hækkun. Þannig gátu
neytendur séð hversu mikið einstak-
ar vörur lækkuðu í verði. Sums stað-
ar var afgreiðslufólk fast í verðum og
þurfti að leiðrétta sjálft sig þegar það
nefndi dagsgömul verð. Átti það ekki
síst við í söluturnum og bakaríum
þar sem afgreiðslufólk slær inn upp-
hæðir á afgreiðslukassa frekar en að
láta skynjara nema strikamerkingar.
„Fólk er mikið að benda
á staði þar sem verð
hefur ekki lækkað, allt
frá mötuneytum til
minni verslana og sölu-
turna.“
Margir héldu eftir
skattalækkuninni
Verðunum breytt
Kaupmennirnir í Kjötborg stóðu vaktina
og breyttu verðum þannig að skatta-
lækkanirnar skiluðu sér til neytenda.
Gamla og nýja verðið
margar vörur í Nóatúni voru merktar með bæði gamla og nýja verðinu.
Bubbi vann
Hæstiréttur dæmdi í gær fyr-
irsögnina „Bubbi fallinn“ dauða
og ómerka. Þessi fyrirsögn birtist
í tölublaði Hér og nú sem kom út
í byrjun sumars 2005, með mynd
af söngvaranum með sígarettu í
hönd. Héraðsdómur Reykjavíkur
komst að sömu niðurstöðu í maí
á síðasta ári og gerði Garðari Erni
Úlfarssyni, fyrrverandi ritstjóra
blaðsins, að greiða Bubba Mor-
tens 700 þúsund krónur í miska-
bætur og málskostnað.