Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Page 8
föstudagur 2. mars 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Bretar frá Bosníu Bretar tilkynntu í dag að þeir 600 hermenn sem enn eru eftir í Bosníu, eftir stríðið á Balkan- skaganum, verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs. Þetta fylgir stefnu annarra Evrópusam- bandslanda, sem eru að endur- skipuleggja og draga úr herafla sínum á svæðinu. Gagnrýn- israddir risu þó umsvifalaust í Bretlandi, þar sem sagt var að ríkisstjórnin væri að „klóra saman“ hermönnum til þess að senda í önnur verkefni, þeirra á meðal 1.400 manna fjölgun í Afganistan. Þjóðarstoltið sést ekki Vísindamenn við kínverska geimháskólann staðfestu nýlega að Kínamúrinn væri ekki sjáan- legur af sporbaugi með berum augum. Því hefur verið hald- ið fram að Kínamúrinn sé eina mannvirkið á jörðinni sem sé sjáanlegt utan úr geimnum en eftir að þrír kínverskir geimfar- ar höfðu leitað en ekki fundið, fékkst það staðfest að múrinn er ekki greinanlegur nema með öfl- ugum geimsjónauka. Sérfræðingar hafa varað við því að svartamarkaðsbrask á net- inu með pillur sem bæla matarlyst kyndi undir megrunaræði og stofni lífum í hættu. Viðvörunin kemur meðal annars eftir að brasilíska fyr- irsætan Ana Carolina Reston lést, 21 árs að aldri. Hún þjáðist af anorexíu og talið er að hún hafi neytt bæði megrunarpilla og verkjalyfja. Lyfj- um af þessu tagi hefur verið ávís- að til langt leiddra offitusjúklinga en læknar hafa mjög strangt eftirlit með þeim. Eiturlyfjaeftirlitsstofnun Samein- uðu þjóðanna kallar eftir strangara eftirliti og fræðsluherferðum gegn misnotkun læknadóps, þar á með- al verkjalyfja og róandi lyfja. Stofn- unin greinir frá því að notkun ávís- unarskyldra lyfja hafi sums staðar í heiminum tekið fram úr neyslu heróíns og kókaíns, meðal annars vegna þess að fólk áttar sig ekki á hættunni ef lyfin eru úr apóteki. Ekki er víst hversu mikill vandinn er en bresk rannsókn frá í fyrra sýndi að helmingur kvenna í úrtakinu hafði neytt megrunarpilla. Til eru 14 mismunandi viður- kenndar tegundir lystardeyfandi lyfja, sem einnig hafa í sumum til- fellum verið notuð gegn öðrum sjúk- dómum. Breskir læknar hafa hins vegar varað við því að það sé eng- in trygging fyrir því að það sem fólk kaupir á netinu sé einu sinni viður- kennt lyf og í öllu falli sé hættulegt að nota þessi lyf án eftirlits læknis. – ávísað til offitusjúklinga en fást einnig á netinu Pillur sem bæla matarlyst valda megrunarþráhyggju: Hættulegt megrunar- pilluæði Tískuvikan í London Vaxtarlag fyrirsæta komst enn einu sinni í hámæli á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. fyrirsæturnar þóttu þvengmjóar. Þrýstingur frá tískuheim- inum ýtir mörgum út í megrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.