Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Qupperneq 8
föstudagur 2. mars 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Bretar frá Bosníu Bretar tilkynntu í dag að þeir 600 hermenn sem enn eru eftir í Bosníu, eftir stríðið á Balkan- skaganum, verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs. Þetta fylgir stefnu annarra Evrópusam- bandslanda, sem eru að endur- skipuleggja og draga úr herafla sínum á svæðinu. Gagnrýn- israddir risu þó umsvifalaust í Bretlandi, þar sem sagt var að ríkisstjórnin væri að „klóra saman“ hermönnum til þess að senda í önnur verkefni, þeirra á meðal 1.400 manna fjölgun í Afganistan. Þjóðarstoltið sést ekki Vísindamenn við kínverska geimháskólann staðfestu nýlega að Kínamúrinn væri ekki sjáan- legur af sporbaugi með berum augum. Því hefur verið hald- ið fram að Kínamúrinn sé eina mannvirkið á jörðinni sem sé sjáanlegt utan úr geimnum en eftir að þrír kínverskir geimfar- ar höfðu leitað en ekki fundið, fékkst það staðfest að múrinn er ekki greinanlegur nema með öfl- ugum geimsjónauka. Sérfræðingar hafa varað við því að svartamarkaðsbrask á net- inu með pillur sem bæla matarlyst kyndi undir megrunaræði og stofni lífum í hættu. Viðvörunin kemur meðal annars eftir að brasilíska fyr- irsætan Ana Carolina Reston lést, 21 árs að aldri. Hún þjáðist af anorexíu og talið er að hún hafi neytt bæði megrunarpilla og verkjalyfja. Lyfj- um af þessu tagi hefur verið ávís- að til langt leiddra offitusjúklinga en læknar hafa mjög strangt eftirlit með þeim. Eiturlyfjaeftirlitsstofnun Samein- uðu þjóðanna kallar eftir strangara eftirliti og fræðsluherferðum gegn misnotkun læknadóps, þar á með- al verkjalyfja og róandi lyfja. Stofn- unin greinir frá því að notkun ávís- unarskyldra lyfja hafi sums staðar í heiminum tekið fram úr neyslu heróíns og kókaíns, meðal annars vegna þess að fólk áttar sig ekki á hættunni ef lyfin eru úr apóteki. Ekki er víst hversu mikill vandinn er en bresk rannsókn frá í fyrra sýndi að helmingur kvenna í úrtakinu hafði neytt megrunarpilla. Til eru 14 mismunandi viður- kenndar tegundir lystardeyfandi lyfja, sem einnig hafa í sumum til- fellum verið notuð gegn öðrum sjúk- dómum. Breskir læknar hafa hins vegar varað við því að það sé eng- in trygging fyrir því að það sem fólk kaupir á netinu sé einu sinni viður- kennt lyf og í öllu falli sé hættulegt að nota þessi lyf án eftirlits læknis. – ávísað til offitusjúklinga en fást einnig á netinu Pillur sem bæla matarlyst valda megrunarþráhyggju: Hættulegt megrunar- pilluæði Tískuvikan í London Vaxtarlag fyrirsæta komst enn einu sinni í hámæli á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. fyrirsæturnar þóttu þvengmjóar. Þrýstingur frá tískuheim- inum ýtir mörgum út í megrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.