Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Síða 15
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar:
Landbúnaðarkerfi
„Mér þykir trúlegast að það verði
landbúnaðarkerfið, atvinnumál og
umhverfismál. Það er svo augljóst
að fólki er mjög tíðrætt um matar-
verð og að þarna eigi eftir að taka
hitt vandamálið í gegn. Það er búið
að lækka virðisaukaskattinn en
síðan þarf að taka fyrir kerfið sem
slíkt. Svo eru atvinnumálin, fólk er
orðið góðu vant, það hefur verið
gott atvinnuástand í langan tíma
en ég held að umræðan hljóti að
snúast um atvinnumálin líka. Svo
er almenn og aukin umræða í þjóð-
félaginu um umhverfismál. Það eru
virkjanamálin sem brenna á fólki en
eins líka umhverfismál og umhverf-
isvernd almennt.“
Þóra Helgadóttir, hagfræðingur:
Stefna efnahags-
mála mikilvæg
„Ég tel mjög mikilvæg að vita hvert
flokkarnir stefna í efnahagsmálum,
hvort þeir hafi einhverjar stórtækar
breytingar í huga. Mér finnst mjög
mikilvægt að við höldum sam-
keppnishæfni okkar í skattamál-
um fyrirtækja og þar þurfum við að
laga okkur betur að því sem hefur
verið að gerast í Evrópu. Það þarf
að einfalda skattkerfið og gera það
skilvirkara. Það þarf einnig meiri
samhæfingu á milli fjármála- og
peningamálastefnu það er að segja,
ríkisvaldið og seðlabankinn þurfa
að vinna betur saman.
Málefni innflytjenda eru líka mjög
mikilvæg. Þar þarf að taka skyn-
samlegar ákvarðanir og hafa þarf í
huga að við erum að hagnast mikið
á innflytjendum. Því þurfum við að
taka vel á móti þeim, taka vel á mál-
efnum strax í upphafi til að koma
í veg fyrir möguleg samfélagsleg
vandamál sem til dæmis hafa látið
á sér kræla á Norðurlöndunum.
Ég horfi líka á stefnu stjórnvalda
í álversmálum. Þar þarf að stíga
varlega til jarðar því vafasamt er að
ana út í miklar álversframkvæmdir
í ljósi uppgangs sem verður í kring-
um þær. Það þarf að ná tökum á
þenslunni.“
DV Fréttir föstudagur 2. mars 2007 15
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður:
Framfarirnar þurfa að halda áfram
„Það sem skiptir öllu máli er ein-
faldlega að halda áfram þeim gíf-
urlegu framförum sem orðið hafa
á íslensku samfélagi í upphafi 21.
aldarinnar og í lok þeirrar síðustu,
en það er mesta framfaraskeið
íslensku þjóðarinnar. Það er hollt
fyrir kjósendur að huga að því hvar
við stæðum ef Samfylkingin eða
vinstri grænir hefðu haldið um
stjórnartaumana á þessum tíma,
þá værum við nánast á steinöld.
Lykillinn að öllum þessum breyt-
ingum er þátttaka í Evrópska
efnahagssvæðinu og einkavæðing
ríkisfyrirtækja og allar þær huga-
farsbreytingar sem orðið hafa við
Evrópuvæðinguna. Mikilvægasta
verkefni er ekki bara að viðhalda
heldur að halda áfram og ganga
miklu lengra. Það er algjörlega
kýrskýrt að ef kjósendur velja
Frjálslynda lúseraflokkinn, um-
ræðustjórnmálaflokk Samfylking-
arinnar eða talibanaflokk vinstri
grænna, þá mun þessi góða þróun
á Íslandi taka u-beygju. Þannig að
það er lífsspursmál að Sjálfstæðis-
flokkurinn haldi áfram um stjórn-
artaumana.“
Amal Tamimi, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna:
Málefni innflytjenda
„Ég hlýt auðvitað að nefna mál-
efni innflytjenda fyrst. Það mun
hafa áhrif á umræðuna nú þegar
innflytjendur eru komnir inn á
framboðslistana. Það fólk er líka
vonandi komið þarna inn á listana
til þess að láta til sín taka, því ef
það er bara þarna inni til skrauts,
þá gerist ekki mikið.
Önnur velferðarmál verða einnig
mikið í umræðunni, sérstaklega
málefni aldraðra og fatlaðra. Við
þurfum að hugsa betur um fólkið
sem þarf á okkar aðstoð að halda.
Það er til dæmis ómögulegt að
aldrað fólk sem er búið að vinna
allt sitt líf fyrir Ísland geti ekki
fengið íbúðir þegar það þarf á því
að halda. Málefni fatlaðra verða
líka að vera eitt af kosningamálun-
um. Það gengur ekki að foreldrar
fatlaðra barna geti ekki sinnt vinnu
sinni vegna þess að það það eru
ekki til úrræði fyrir börnin.“
um Hvað verður kosið?