Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Page 38
Árni Heimir Ing-
ólfsson er yngsti
dósentinn við Lista-
háskóla Íslands.
Hann er líka eini
Íslendingurinn sem
lokið hefur doktors-
námi í tónlistar-
fræði frá hinum
virta Harvard-
háskóla. Hann er
flottur í kjólfötun-
um þar sem hann
stjórnar kór; hann
er góður kennari en
innra með honum
leynist diskófíkill
sem missir sig á
dansgólfinu ef svo
ber undir.
föstudagur 2. mars 200738 Helgarblað DV
Þ
ótt hann búi nánast
beint á móti vídeó-
leigunni þar sem
auglýst er stórum
stöfum „Stærsta
DVD safn lands-
ins!“ fer hann nánast
aldrei þangað inn.
Þegar Árni Heimir Ingólfsson sest nið-
ur til að horfa á DVD-myndir eru það
yfirleitt langar myndir um píanóleik,
kórsöng eða óperur.
„Við erum svo miklir nördar, vinirn-
ir!“ svarar hann skellihlæjandi fyrstu
spurningunni um hvort hann nýti sér
návistina við vídeóleiguna. Hann tek-
ur á móti mér á listrænu og fallegu
heimili sínu í Laugarneshverfinu á
sólríkum vetrarmorgni. Hann kenn-
ir við Listaháskóla Íslands og segist
aldrei fá leið á því að miðla áhuga sín-
um á tónlist til nemenda sinna.
Listræn systkini
Árni Heimir er aðeins 33 ára að
aldri, en lauk doktorsnámi í tónlist-
arfræðum fyrir fimm árum. Það hefði
verið óskaplega skemmtilegt að geta
sagt í þessu viðtali að Árni Heimir
hafi vitað hvað hann vildi verða frá því
hann var lítill strákur en svo er ekki.
„Nei, blessuð vertu, ég vissi ekkert
hvað ég vildi læra,“ segir hann þeg-
ar hann hefur borið fram kamillute,
enda segist hann aldrei drekka kaffi.
„Lögfræði, bókmenntafræði, sálfræði,
guðfræði... Þetta og margt fleira kom
til greina á fyrstu árum mínum við
Menntaskólann í Hamrahlíð. Það var
hálfsystir mín, Þorgerður Ingólfsdóttir
kórstjóri, sem vísaði mér veginn.“
Árni Heimir er sonur Sigrúnar
Árnadóttur og Ingólfs Guðbrandsson-
ar söngstjóra. Mörgum finnst liggja
í hlutarins eðli að áhugann á tónlist
hafi hann erft frá föður sínum.
„Reyndar ekki, þótt máltækið segi
að fjórðungi bregði til fósturs,“ seg-
ir hann. „Það var mamma sem byrj-
aði að fara með mig á tónleika og þar
fékk ég áhugann. Mamma ber ábyrgð-
ina á því hver ég er í dag. Þótt hún sé
sjálf ekki tónlistarmanneskja er mik-
ið af tónlistarfólki í hennar ætt. Fyrstu
tónleikarnir sem ég sótti voru haldn-
ir í Austurbæjarbíói – en það bíó var
í eigu móðurafa míns Árna Kristjáns-
sonar – og ég varð alveg hugfanginn.
Þar lék undrabarnið Dimitri Sgouros
á píanó.“
Árni Heimir segir mér af afa sínum
í Austurbæjarbíói þar sem ég, eins og
svo margir, hafði haldið að móðurafi
hans væri Árni Kristjánsson, píanó-
leikari.
„Elín Sigríður systir mín er fimm
árum yngri en ég, og þótt hún sé mjög
músíkölsk er hún meira með leik-
listina í blóðinu. Hún hefur unnið á
Broadway sem pródúsent í nokkur ár.“
Broadway í New York eða Broad-
way í Ármúla?
„Broadway í Ameríku!“ svarar hann
og hlær glaðlega. „Hún lauk masters-
Listrænn ljúflingur
Árni Heimir á einstak-
lega fallegt og listrænt
heimili. Hann setur innri
frið í fyrsta sæti...
Fylgir
og eltir draumana
sannfæringunni