Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Síða 42
föstudagur 2. mars 200742 Helgarblað DV Hvað er leiðinlegasta starf sem þú Hefur unnið? Flestir hafa einhvern tíma á lífsleiðinni þurft að sætta sig við að vinna störf sem voru þeim ekki að skapi. Oft eru það fyrstu störfin sem viðmælendur DV voru ekki hrifnir af og virðist unglingavinnan ekki vekja upp góðar minningar hjá fólki. Viðmælendur DV voru þó á einu máli um að þeir hefðu fundið sitt rétta starf á endanum. margrét Lára viðarsdóttir, knattspyrnukona „Leiðinlegasta vinnan sem ég hef verið í var vörutalning í skipalyftunni í Vestmannaeyjum. Þar var ég að telja skrúfur, bolta og annað líkt. Ég var í þessu þegar ég var svona 16 til 18 ára en þetta var auðvitað bara þegar það var vörutalning. annars finnst mér bara yfirhöfuð gaman að vinna þannig að ég man ekki eftir fleiri störfum.“ LiLLý vaLgerður pétursdóttir, fréttakona „Leiðinlegasta vinna sem ég hef unnið, er þegar ég var 18 ára og vann í spilatækjasal í Noregi við að skipta peningum. svo vann ég einu sinni á bar og fannst það sérstakt.“ Bóas HaLLgrímsson, tónListarmaður „Ég hef yfirleitt verið í vinnu sem mér hefur líkað vel í. Ég er búinn að vera í sömu vinnunni í mörg ár og ef mér hefði líkað illa, þá hefði ég bara hætt. reyndar líkaði mér ekki vel í unglingavinnunni, ég átti við viðhorfsvandamál að stríða og kom mér viljandi upp á móti öllum. Það kom oft til tals að reka mig, en það var foreldrum mínum að þakka að svo varð ekki. Nú vinn ég hjá Ítr og miðla reynslu minni til unglinga með því að láta þá slást þar til þeir þreytast.“ eyjóLfur kristjánsson, tónListarmaður „Ég er búinn að vera tónlistarmaður í 25 ár og þar áður var ég skíðakennari, þannig að mitt líf er ótrúlegt. unglingavinnan þegar ég var 13 ára var reyndar ekkert spennandi. Ég var látinn moka skarna í beð sem er mjög illa lyktandi. Ég lét þó vel að stjórn, enda var þetta bara partur af því að alast upp. Nokkurn veginn síðan þá hafa hæfileikar mínir leyft mér að velja mér vinnu og ég er rosalega ánægður með það.“ HeLena óLafsdóttir, knattspyrnuþjáLfari og kennari „Það var þegar ég starfaði í fisknum á mínum yngri árum úti á granda og þurfti að skera úr. reyndar slapp ég stundum í önnur verk en þetta var það leiðinlegasta.“ þorkeLL máni pétursson, umBoðs- maður, útvarpsmaður og knatt- spyrnuþjáLfari „Ég vann einu sinni í viku í deres í Kringlunni. Það var hræðilegt. Kjánalegasta sem ég hef upplifað á ævinni. Yfirmaðurinn var fínn en allt annað var kjánalegt og fólkið var skrítið. Ég átti bara engan veginn heima þarna, en get sagt um leið að ég hafi aldrei komist eins nálægt því að vera hnakki og þessa einu viku sem ég vann í deres. svo að öðru leyti má segja að ömurlegasta vinnan hafi verið sjónvarpsþátturinn Jing Jang. Ég vil biðja þá sem sáu þáttinn afsökunar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.