Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Page 2
þriðjudagur 6. mars 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ekið var á átta ára dreng á Akranesi á miðvikudag. Ökumaðurinn stakk af án þess að huga að barninu. Móðir drengsins varð vitni að atburðinum. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla, segir þetta áfall enda skólinn leiðandi í umferðaröryggi barna. Varðstjóri lögreglunnar segir drenginn skelkaðan en heilan á húfi. Keyrði á barn og flúði á brott „Það er mikið áfall að menn skuli gera svona lagað,“ segir Guðbjart- ur Hannesson, skólastjóri Grunda- skóla á Akranesi, en síðastliðinn miðvikudag var ekið á átta ára dreng þar sem hann gekk yfir gangbraut á leið í skóla. Ökumaðurinn, sem ók gegn rauðu ljósi þegar barnið gekk yfir gangbrautina ásamt þremur öðr- um börnum, ók utan í drenginn með þeim afleiðingum að hann tognaði á hné. Móðirin var nýbúin að kveðja hann og varð vitni að ódæðinu. Það var síðastliðinn miðvikudag sem móðir kvaddi átta ára son sinn við gangbrautina á Innnesvegi á Akranesi. Hann fór eftir öllum um- ferðarreglum, leit til beggja hliða og beið eftir græna gangbrautakarlin- um. Þegar hann kom gekk drengur- inn út á gangbrautina ásamt þrem- ur skólasystkinum í góðri trú um að þau kæmust klakklaust yfir götuna. Þá kom skyndilega hvítur fólksbíll aðvífandi en umferðarljósin sýndu augljóslega rauða stöðvunarskyldu. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki verið vel vakandi og ók ótrauð- ur áfram. Hann keyrði á barnið með þeim afleiðingum að það tognaði á hné. Maðurinn stakk af frá vettvangi og er ófundinn. Móðir varð vitni Móðir barnsins varð vitni að at- burðinum en gat ekki gefið greina- góða lýsingu á bifreiðinni. Enda brá henni talsvert þegar ekið var á barn- ið hennar. Hún fór upp á heilsugæslu þar sem gert var að meiðslum sonar- ins. Meiðslin voru minniháttar en það er ekki hægt að þakka ökumann- inum. „Við erum alltaf að berjast fyrir því að fólk hjálpi okkur að auka umferð- aröryggi barnanna,“ segir Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla. Skólinn er leiðandi í umferðarfræðslu og heldur reglulega námskeið fyr- ir grunnskólabörn. Því er mikið lagt upp úr umferðaröryggi enda nýbú- ið að lækka hámarkshraða í grennd við skólana niður í þrjátíu kílómetra á klukkustund. Sofandi ökumaður „Það er hugsan- legt að ökumaðurinn hafi ekki tekið eftir því sem hann gerði,“ segir Guðbjartur en það hljómar nokkuð harðsvírað að hann hafi ekið á barnið og stungið svo af frá vett- vangi vitandi hvað hann gerði. Að sögn Guðbjarts sýna ökumenn yfirleitt fyrirmyndarhegð- un í grennd við skól- ann. Aft- ur á móti verða slysin og svo virð- ist sem þessi ökumaður hafi verið þreyttari en gengur og gerist. Nokkuð öflugt eftirlit hefur verið með gangbrautinni en unglingar úr efsta árgangi skólans sáu um gang- brautargæslu í svartasta skamm- deginu. Þau aðstoðuðu yngstu börn- in við að komast yfir klakklaust og kenndu þeim umferðarreglurn- ar. Að sögn Guðbjarts gekk það framar vonum en það eftirlit var ekki þegar ekið var á barnið. Skelkaður en heill á húfi „Drengurinn er heill á húfi en nokkuð skelkað- ur eftir atburðinn,“ segir Jó- hanna Gestsdóttir varðstjóri hjá lögreglunni á Akra- nesi. Hún segir atvikið vissulega óhugn- anlegt þar sem maðurinn stoppaði ekki einu sinni eft- ir að hann ók á barnið. Hún segir það hugs- anlegt að hann hafi ekki áttað sig á því að hann keyrði á barnið. Atvikið átti sér stað snemma um morgun en það réttlætir þó ekki gáleysi manns- ins. Að sögn Jóhönnu kemur fyrir að menn séu fullsofandi þegar þeir aka framhjá skólanum. Þá eru umferðar- ljósin einnig nokkuð nýtilkomin og sumir hafa ekki vanist þeim til fulls. Menn verða þó að hafa aðgát í um- ferðinni, hvar sem þeir eru, að sögn Jóhönnu. Leita að vitnum „Við höfum engar nýjar upplýs- ingar og bendum vitnum á að hafa samband við okkur,“ segir Jóhanna en lýsingin á bílnum er afar tak- mörkuð. Móður barnsins var að von- um brugðið þegar hún varð vitni að atvikinu. Hún náði hvorki númerinu né tegund bílsins. Bíllinn er að öllum líkindum hvítur fólksbíll en meiri upplýsingar eru ekki fyrir hendi. „Það líður örugglega smá tími þar til pollinn treystir ljósunum á ný,“ segir Jóhanna en barninu var veru- lega brugðið vegna árekstursins en sem betur fer fór betur en á horfðist. vaLur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „drengurinn er heill á húfi en nokkuð skelk- aður eftir atburðinn.“ „Reykjavíkurborg og SÁÁ hafa rætt um búsetuúrræði fyrir fólk sem er illa statt,“ segir Þórarinn Tyrfings- son yfirlæknir á Vogi. Hann og vel- ferðarsvið Reykajvíkurborgar hafa rætt sín á milli um að koma á fót bú- setuúrræði fyrir fók sem er illa fé- lagslega statt vegna vímuefnaneyslu eða af öðrum ástæðum. Hugmyndin er sú sama og Byrgið var en ef samkomulag næst þá mun það heyra undir heilbrigðisstofnun. Málefni Byrgisins voru á könnu fé- lagsmálaráðuneytis áður en það var lagt niður en mun með þessu heyra undir heilbrigðisráðuneytið. „Það hefur ekki verið rætt um að fara á Efri-brú,“ segir Þórarinn að- spurður hvort húsnæðið sem heyrði undir Byrgið verði notað ef sam- komulag næst. Hann segir málið vera á algjöru byrjunarstigi og ekk- ert hefur verið rætt um staðsetningu eða fyrirkomulag. Þórarinn lítur á úrræðið sem framtíðarmöguleika en nokkur skortur hefur verið á búsetu- úrræðum eftir að Byrgið var slegið af eftir að meint kynferðisbrota og fjár- málaóreiða komu upp. „Þetta hefur ekki verið rætt innan verlferðarnefndar en ég tel eðlilegt að það verði gert ef einhversskonar samningaviðræður eru hafnar,“ seg- ir Björk Vilhelmsdóttir borgarfull- trúi Samfylkingarinnar. Hún hafði ekki heyrt neitt um málið og var ekki kunnugt um drætti þess. valur@dv.is Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og SÁÁ í samningaviðræðum: SÁÁ finni leið fyrir Byrgisfólk Byrgið Hugsanlega gengur Byrgið í endurnýjun lífdaga ef sÁÁ nýtir húsnæðið undir hugsanlegt búsetuúrræði fyrir þá sem eiga félagslega erfitt. Keyrði fram af vegbrún Nokkur umferðaróhöpp urðu á Vestfjörðum í síðustu viku. Ti- lkynnt var um umferðaróhapp á Ennishálsi laust upp úr klukk- an tvö á föstudaginn. Þar hafði jeppabifreið farið fram af brattri vegbrún. Fimm voru í bifreiðinni en enginn slasaðist alvarlega. Flytja þurfti bifreiðina á brott með kranabíl. Þann sama dag og um svipað leyti valt bifreið á Stein- grímsfjarðarheiði í hálku og miklu hvassviðri. Þrír voru í þeirri bif- reið og fóru þeir allir til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hólmavík. Bifreiðin var mikið skemmd og flutt af vettvangi með vörubifreið. rallíhraði á Suðurnesjum Ökumaður var stöðvaður á 175 kílómetra hraða á Suðurnesj- um síðdegis í gær. Lögreglan færði hann á lög- reglustöðina þar sem hann var sviptur ökuréttindum enda all- nokkuð yfir leyfilegum hámarks- hraða. Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suð- urnesjum. Þá voru þrjú ökutæki boðuð til skoðunar vegna van- rækslu á að færa bifreiðarnar til endurskoðunar. Annars varð eitt minniháttar óhapp í umdæm- inu. Mikið um árekstra í hálkunni Mikið var um árekstra á höfuðborgarsvæðinu í morg- un þar sem ökumenn gættu sín ekki nægilega á lúmskri hálku. Eitthvað var um meiðsl á fólki en þegar DV fór í prent- un var ekki vitað til þess að nokkur hefði slasast alvarlega. Sex árekstrar höfðu ver- ið tilkynntir til lögreglu um klukkan átta og er það talsvert meira en lögreglumenn eiga að venjast. Meiðsl urðu á veg- farendum í alla vega tveimur tilfellum en óljóst var hversu alvarleg þau væru. Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grunda- skóla segir það mikið áfall að ekið var á barn við skólann. Gangbraut Barnið var á leið yfir götu á gangbraut þegar ekið var á það. lífið er dásamlegt Málþing Handarinnar verður haldið í neðri sal Áskirkju í kvöld en það eru alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök sem leitast við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrk- ingar og samhjálpar. Forskrift málþingsins er Lífið er dásamlegt, en margir þekktir verða kallaðir til. Þar má nefna Margréti Frímannsdóttur alþingiskonu Guð- laug Þór Þórðarson alþingismann og Siguð Þ. Ragnarsson veðurfræðing. Þingið hefst klukkan hálf níu í kvöld. Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.