Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Side 10
þriðjudagur 6. mars 200710 Fréttir DV Skuldum við Írak? Gagnrýni á veru erlends herliðs í Írak hefur aukist á meðal menntamanna í Bagdad. Stjórnarandstæðingar hafa á orði að best væri að herinn drægi sig sem fyrst í burtu og segja margir að réttast væri að krefja Bandaríkja- menn og meðreiðarsveina þeirra um skaðabætur fyrir ólögmæta innrás. „Eftir því sem hefur liðið á her- námið hefur verið miklu meiri gagnrýni í garð herliðsins meðal menntamanna heldur en var. Eitt af því sem þeir hafa velt fyrir sér í þessum umræðum er það að ef er- lent herlið myndi yfirgefa landið áður en allt væri fallið í ljúfa löð, hver bæri þá ábyrgð á uppbyggingu landsins?“ Þetta segir Magnús Þor- kell Bernharðsson, sagnfræðing- ur sérfróður um málefni Íraks og Írans, sem ræðir reglulega við kol- lega sína í íraska háskólasamfélag- inu. Hann segist taka eftir því að gagnrýnisraddirnar verði stöðugt hærri í garð ríkisstjórnarinnar og erlendra hermanna og æ oftar beri á góma möguleikann á skaða- bótakröfum gegn erlendu her- liði. „Þeir vilja meina að þar ættu Bandaríkjamenn og sporgöngu- menn þeirra sérstaklega að leggja í púkkið. Þetta eru umræður sem ég hef heyrt nokkuð oft.“ Magnús segir ekki enn fullmót- að hvernig ætti helst að leggja fram skaðabótakröfu, gegn hverjum eða hvers ætti að krefjast. „Þetta er ekki nein formleg hreyfing heldur er þetta eitthvað sem fólk er að tala um.“ Hann bendir einnig á að þetta falli ekki undir hans rannsóknar- verkefni heldur sé þetta frekar at- riði sem Írakar sem hann þekki séu mjög uppteknir af. Óvíst með Ísland Dr. Gerry Simpson, kennari við London School of Economics og sérfræðingur í alþjóðalögum, seg- ir lögfræðilegan möguleika á því að draga innrásarríkin til ábyrgð- ar og krefja þau um skaðabætur. „Ábyrgðin lægi þá ekki eingöngu hjá Bandaríkjamönnum því það var þrátt fyrir allt bandalag viljugra þjóða sem stóð að innrásinni. Það þyrfti því að fara út í hversu mikla ábyrgð hvert og eitt ríki ber. Það yrði reyndar líklega erfitt að sækja mál á hendur landi eins og Íslandi, sem ekki lagði til hergögn eða árás- arhermenn. Það þyrfti þá að rýna betur í lagalega stöðu Íslands inn- an bandalags viljugra þjóða en það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að teygja skaðabótakröfu af þessu tagi og það er vel líklegt að þetta sé orðið of langsótt.“ Það má búast við því að af slík- um skaðabótakröfum myndi ekki verða í stjórnartíð núverandi stjórnar, sem starfar með stuðningi og í samvinnu við Bandaríkjamenn og erlent herlið. Þegar Simpson er spurður um það hvort honum finn- ist líklegt að fjárkröfur verði lagðar fram svarar hann: „Mögulega já, ef það verða stjórnarskipti í Írak, þá gæti það gerst. Það er ólíklegt á þessu stigi málsins en það gæti gerst í framtíðinni.“ Fordæmi fyrir skaðabótakröf- um Skaðabótakröfur af þessu tagi eru ekki algengar í alþjóðasamfé- laginu en Simpson telur að þó megi líklega benda á málsókn Níkaragva gegn Bandaríkjamönnum árið 1986 sem fordæmi. Bandaríkjamenn voru dæmdir til fjársekta fyrir að styðja kontra-skæruliðana og taka þar með þátt í ólögmætum vopn- uðum aðgerðum. Skaðabótamál Júgóslavíu gegn NATO og Banda- ríkjamönnum vegna ólögmætrar innrásar árið 1999 endaði hins veg- ar með sýknudómi. Það sem flækir málið hins vegar að mati Simpsons er það að þó að innrásin sjálf hafi ekki verið sam- þykkt af Sameinuðu þjóðunum og teljist því ólögmæt samkvæmt al- þjóðalögum deili lögfræðingar lít- ið um lögmæti þess að erlent her- lið sé í Írak núna. Frá því að íraska bráðabirgðastjórnin tók við völd- um í landinu í júní 2004 fer hún „Ábyrgðin lægi þá ekki eingöngu hjá Bandaríkjamönnum því það var þrátt fyrir allt bandalag viljugra þjóða sem stóð að innrásinni. Það þyrfti því að fara út í hversu mikla ábyrgð hvert og eitt ríki ber.“ HerdÍs sigurgrÍmsdÓttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is innrásin í Írak Bandarískur skriðdreki þokast fram hjá mynd af saddam Hussein á fjórða degi innrásarinnar í Írak, 24. mars 2003. reykjarmökkur í Bagdad reykurinn lá yfir öllu eftir að sprengja sprakk nærri mutanabi bókamarkaðnum í miðborg Bagdad í gær. Í það minnsta 26 létu lífið og meira en 50 særðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.