Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Blaðsíða 16
þriðjudagur 6. mars 200716 Sport DV Hvað gerist á anfield? Mikil spenna ríkir í Englandi þessa dagana því fjögur ensk lið geta komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar að fjögur lið frá sama landi kæmust svo langt í keppninni. stærsti leikur dagsins er klárlega viðureign síð-ustu tveggja Evrópumeistara Liverpool og Barce-lona. Liverpool leiða einvígið 2-1 eftir magnaðan sigur á Nou Camp. Ekkert lið hefur varið titilinn í Meistaradeildinni og Börsungum hefur ekki gengið vel á Englandi í Evrópukeppnum. 25 sinn-um hafa þeir komið til Englands og aðeins farið fimm sinnum með sigur af hólmi (5 - 8 - 12). Liverpool hef- ur haldið hreinu á Anfield í síðustu tveimur Evrópuleikj- um, en Börsungar þurfa að skora tvö mörk ætli þeir sér áfram. Og merkilegt nokk, þá hefur Barcelona aðeins unnið Werder Bremen og Levski frá Sófíu í Meistara- deildinni þetta tímabilið. Enginn leikmaður er í leik- banni í leiknum en þeir Momo Sissoko og Dirk Kuyt hjá Liverpool og Thiago Motta fara í leikbann fái þeir gult spjald. Bæði lið töpuðu um helgina, Barcelona fyrir Sevilla og Liverpool fyrir Manchester United. Miðjumaður Barcelona Xavi sagði að hans lið muni sækja til sigurs. „Hlutirnir verða öðruvísi á Anfield. Við komum hingað til að vinna og munum spila sóknar- leik,“ sagði þessi snjalli 27 ára gamli miðjumaður. Þjálfari Börsunga Frank Rijkaard sagði að sitt lið yrði að vera tilbúið í leikinn því Liverpool muni láta þá hafa fyrir hlutunum. „Við vitum við hverju er að búast gegn Liverpool. Þeir munu berjast líkt og Sevilla gerðu á móti okkur en það er vonandi að við höfum lært eithvað á laugardaginn.“ Rijkaard vildi ekki kenna neinum um tapið gegn Sevilla, þar sem Ronaldinho klúðraði vítaspyrnu og þeir Ludovic Guily og Gianluca Zambrota fengu rautt spjald. „Ég kenni engum einum um, við vinn- um og töpum saman sem lið. Ég mun ekki gráta tapið, ég hef þegar sagt að þessi leik- ur mun ekki ráða úrslitum í spænsku deildinni,“ sagði hollendingurinn að lokum. Rafa Benitez þjálfari Liverpool sagði liðsmönnum sínum að gleyma sáru tapi gegn Manchester United og einbeita sér að því að slá Barcelona út úr keppninni. „Við verðum að ná tapinu gegn Manchester út úr hausnum á okk- ur og einbeita okkur að Barcelona. Ég tel að það verði auðvelt að mótivera mannskapinn fyrir leikinn. Við vissum að þessir dagar myndu ráða örlögum okkar á tímabilnu. Við verðum að sjá möguleikana sem við höfum í Meistaradeildinni.“ Hollendingurinn Dirk Kuyt hefur trú á sínu liði. „Ef við sýnum sama leik og á móti Manchester er ég ekki í nokkrum vafa að við vinnum Barcelona og förum áfram í undanúrslit.“ Fyrirliði Liverpool Steven Gerrard sagði að liðið yrði að sýna sama karakter og í fyrri leiknum. „Við vitum að einvígið er ekki búið. Við verðum að fara inní leikinn með því hug- arfari að staðan sé 0-0 ekki 2-1. Við sönn- uðum fyrir tveimur árum að við getum unnið þessa keppni og við getum gert það © G RA PH IC N EW S MEISTARADEILD EVRÓPU 2006 - 2007 Leikir 7. Mars Leikdagur Roma Barcelona Inter Milan Liverpool ValenciaLyon 2 - 1 2 - 20 - 0 Markatala Lyon á móti Ítölskum liðum 3 jafntei Markatala Leikir liðanna 3 jafntei Markatala Leikir liðanna 3 jafntei S3 J2 T2 8-4 4 sigrar S4 J3 T0 12-3 5 sigrar PortoChelsea Úrslit fyrri leiksins 1 - 1 Markatala Leikir liðanna 1 jafntei S3 J3 T1 10-5 1 sigur S4 J2 T1 11-5 1 sigur S3 J2 T2 13-6 1 sigur S5 J1 T1 13-6 3 sigrar S3 J2 T2 7-7 3 sigrar S4 J2 T1 14-8 3 sigrar Varnarlínan Raúl hefur skorað 58 mörk í Evrópukeppnum með Real Madrid og vantar aðeins ögur mörk til að bæta met Gerd Muller Unnar tæklingar Heppnaðar sendingar Miðjulínan Arsenal Bayern Chelsea Valencia Liverpool PSV Lille Inter 4 mörk fengin á sig 80 786 5 8 6 6 6 7 77 75 66 63 63 58 Arsenal Barcelona AC Milan Manchester Utd PSV Real Madrid Bayern Roma 450 423 399 380 371 360 334 327 Leikir 6. Mars S3 J1 T3 8-9 0 sigrar Markatala Leikir liðanna 2 jafntei S3 J2 T2 8-4 1 sigur CelticAC Milan PSV Eindhoven Real Madrid Arsenal Bayern Munich Markatala Leikir liðanna 2 jafntei Markatala Leikir liðanna 2 jafntei S4 J1 T2 7-6 1 sigrar S3 J2 T2 7-4 2 sigrar S4 J2 T1 17-10 6 sigrar S3 J3 T1 12-6 9 sigrar 0 - 0 0 - 1 2 - 3 Lille Markatala Leikir liðanna 1 jafntei S2 J3 T2 8-6 0 sigrar S5 J0 T2 11-5 2 sigrar Manchester Utd 1 - 0 8 MEISTARADEILD EVRÓPU Markahæstu leikmenn 2006-7Skoruð mörk frá uppha Mörk Raul Di Stefano van Nistelrooy Eusebio Shevchenko Henry 56 5 5 2 1 49 48 47 42 45 Real Madrid Real Madrid Real Madrid Benca Chelsea Arsenal leikirnir í kvöld LiverpooL - BarceLona n Liverpool hefur unnið þrjá af síðustu sjö leikjum á móti Barcelona (3-3-1). n Barcelona hefur þrisvar spilað á anfield. Einu sinni unnið, einu sinni tapað og gert eitt jafntefli. n Liverpool hefur aðeins unnið þrjá af ellefu heimaleikjum sínum gegn spænskum andstæðingum. n síðast þegar Liverpool vann spænskan andstæðing var það Barcelona í uEFa-keppninni 2001. n Barcelona hefur aðeins unnið fimm sigra á enskri grundu í 25 leikjum (5- 8-12). n Ekkert lið hefur unnið meistaradeild- ina tvisvar í röð. n Liverpool hefur unnið síðustu þrjá heimaleiki og haldið hreinu í síðustu tveimur. n galatasary er eina liðið sem hefur unnið Liverpool í meistaradeildinni. n Barcelona tapaði fyrir sevilla 2-1 í síðasta deildarleik. n Liverpool tapaði fyrir man. utd 0-1 í síðasta deildarleik. Íslendingum í norsku úrvalsdeildinni gæti farið að fjölga: Höskuldur æfir með Viking í Noregi Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Vík- ings í Reykjavík, æfði í gær með norska liðinu Viking. Norsku víkingarnir sýndu Höskuldi áhuga og mun hann æfa með félaginu til sunnudags. Hann var sáttur við frammistöðu sína í gær en samkvæmt norskum fjölmiðlum voru æfingarnar þó ekki með þeim hætti að Höskuldur hefði fengið næg tækifæri til að sýna sig og sanna. „Það voru tvær æfingar. Fyrst var fótboltaæfing og svo á seinni æfing- unni var styrktarprógramm og lyfting- ar,“ sagði Höskuldur í samtali við DV. Fyrir eru tveir íslenskir leikmenn í röð- um liðsins, Birkir Bjarnason og Hann- es Þ. Sigurðsson. „Þetta var skemmti- leg æfing í gær en kannski erfitt að meta stöðuna eftir hana. Völlurinn var þungur og blautur en annars var þetta fínt og ég er mátulega sáttur við frammistöðu mína. Ég hef ekki æft á grasi síðan í september, maður er að koma sér inn í þetta,“ sagði Höskuldur en honum líst mjög vel á allar aðstæður hjá Viking. „Liðið er með frábæran völl og allar aðstæður eru til fyrirmyndar.“ Höskuldur sagðist þó ekki alveg vita hverjir möguleikar hans væru á að fá samning. „Það er of snemmt að segja til um það núna. Þetta er mjög sterkt lið, þeir hafa fína reynslu af íslenskum leikmönnum. Þeir eru ánægðir með frammistöðu og framkomu íslenskra leikmanna hjá félaginu og það ætti ekki að skemma fyrir mér,“ sagði Hös- kuldur. Margir íslenskir leikmenn hafa verið orðaðir við Viking síðustu mán- uði en þar má nefna Rúrik Gíslason, Helga Val Daníelsson og Emil Hall- freðsson. Höskuldur spilar sem hægri bak- vörður og fékk hann viðurnefnið Bik- ar-Höski síðasta sumar vegna þess hve drjúgur hann var fyrir Víkinga í VISA-bikarnum. Hann er fæddur 1981 og hefur alltaf spilað hér á landi en draumur hans er að komast í atvinnu- mennskuna erlendis. „Ég væri auðvit- að ekki hérna úti ef ég hefði ekki áhuga á að prófa þetta. Þetta er skemmtileg reynsla og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Höskuldur. elvargeir@dv.is Bikar-Höski í noregi Höskuldur Eiríksson á æfingu með Viking í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.