Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Side 25
Fyrstur á Wembley Breski popparinn George Michael verður fyrstur til þess að halda tónleika á hinum nýja og glæsilega Wembley- leikvangi. Tónleikarnir fara fram 9. júní á þessum spánnýja 90.000 manna þjóðarleikvangi Englendinga. Tónleikarnir eru partur af Evróputúr kappans. Gamli Wembley var rifinn árið 2002 og átti sá nýi að vera til- búinn í janúar á þessu ári en framkvæmdir hafa tafist mikið. DV Sviðsljós þriðjudagur 6. mars 2007 25 Nefbrotinn af áhorfendum Leikarinn Jared Leto sem lék meðal annars í myndinni Fight Club nefbrotnaði á tón- leikum með hljómsveit sinni um helgina. Leto er í hljóm- sveitinni 30 Seconds to Mars og lenti í samstuði við æsta aðdá- endur á tónleikum þegar þeir ruddust fram. Tónleikarnir eru partur af Taste of Chaos tón- leikaferð sveitarinn- ar. Leto nefbrotnaði og meiddist einnig lítillega á fæti og fleiri stöðum. Leto lét þetta þó ekki á sig fá og kláraði tónleikana áður en hann fór á spítala. Ættleiðir frá Víetnam Angelina Jolie hefur sent inn umsókn um að ættleiða barn frá Víetnam. Þessu greindi for- stöðumaður ættleiðingastofn- unar í Víetnam frá nýlega. Fyrir á Jolie, ásamt eiginmanni sínum Brad Pitt, soninn Maddox sem er ættleiddur frá Kambódíu og dótturina Zahara sem er ættleidd frá Eþíópíu. Parið eignaðist svo saman dótturina Shiloh í maí á síðasta ári. Jolie og Pitt komu í óvænta heimsókn til borgarinn- ar Ho Chi Minh í nóvember síð- astliðnum og er talið að þar hafi áhuginn vaknað. Íslandsvinurinn og söngvari hljómsveitarinnar Coldplay lét hafa eftir sér í viðtali fyrir tónleika í Mex- íkó á dögunum að næsta plata sveit- arinnar yrði stórkostleg. „Til þess að við getum verið spenntir fyrir plöt- unni verður að vera eitt lag á henni sem okkur finnst að allir þurfi að heyra áður en við deyjum,“ sagði Chris. „Svo heppilega vill til að á nýju plötunni verður þannig lag,“ segir Chris og tekur einnig fram að lagið verði sennilega besta lag sveit- arinnar fyrr og síðar. „Ég get ekki sagt ykkur meira frá því núna en það er bókstaflega snilld.“ Hljómsveitin gaf seinast út plöt- una X&Y árið 2005 og seldist hún tveimur milljónum eintaka. „Ég held að í lengri tíma hafi fólk séð hljómsveitina í svörtu og hvítu. En nú finnst okkur, fyrst við erum í þessari frábæru vinnu, að við get- um gert það sem við viljum og próf- að nýja hluti,“ segir Chris og tal- ar um að það hjálpi þeim í að þróa tónlist sína. Coldplay er um þessar mund- ir að ljúka tónleikaferð um Chile, Argentínu, Brasilíu og Mexíkó. Að túrnum loknum mun hljómsveit- in skella sér í upptökuver að hefja upptökur á fjórðu breiðskífu sinni. Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, segir að næsta plata sveitarinnar muni líklega innihalda besta lag hennar. Besta lag Coldplay Chris Martin Telur besta lag sveitarinnar verða á næstu plötu. Tímaritið News of the World greindi frá því nýlega að Britn- ey Spears hefði reynt að svipta sig lífi. Ekki er langt síðan tímaritið National Enquirer hélt hinu sama fram. Idol-dómarinn Sim- on Cowell gerir lítið úr vandamálum söngkonunnar. Breska slúðurtímaritið News of the World greindi frá því nýlega að söngkonan Britney Spears, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið, hefði reynt að svipta sig lífi. Í tímaritinu segir að Britney hafi skrifað tölustaf- ina 666 á nýrakað höfuð sitt og hlaupið um meðferðarstofnun- ina sem hún dvelur á og öskrað að starfsfólki að hún væri antí- kristurinn sjálfur. Britney á þá að hafa reynt að hengja sig stuttu seinna með laki. Ekki er langt síðan tímarit- ið National Enquirer hélt því fram að söngkonan hefði reynt að svipta sig lífi tvívegis aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún rakaði höfuð sitt. Oftast ber að taka fréttum þessara blaða með te- skeið af salti og fara þau oftar en ekki frjálslega með sannleikann. Það liggur þó ljóst fyrir að Britney á mjög erf- itt þessa dagana og birtast dag- lega sögur og myndir á hinum ýmsu net- miðlum um furðulega hegðun hennar. Fyrir rúmlega viku réðst Britney á ljósmyndara með regn- hlíf. Atburðurinn náðist bæði á myndband sem og ljós- myndir. Britney brást reið við aðgangi ljósmyndara þegar hún var stödd í bíl á bensínstöð. Hún steig út úr bílnum og sló ljósmyndara og skemmdi einnig bíl hans með regnhlífinni. Nýlega lét Idol-dómarinn Sim- on Cowell hafa eftir sér að hon- um væri slétt sama um vandamál söngkonunnar. „Ég veit ekki hvað er í gangi í höfðinu á henni en mér gæti ekki verið meira sama. Ég skil ekk- ert í henni og Robbie Williams að vera að fara í meðferðir. Þau ættu frekar að heimsækja þá staði í heiminum þar sem fólk hefur það virkilega slæmt. Þau vita ekki einu sinni hvað það er. Til dæm- is ekki hvernig það er að vinna í kolanámu. Þau eru keyrð út um allt og flogið í einkaþotum,“ segir Idol-dómarinn kaldrifjaði. Sögð hafa reynt SjálfS orð Britney Spears slúðurblöð segja hana ítrekað hafa reynt að svifta sig lífi. Með regnhlífina á lofti Lét ljósmyndara og ökutæki hans finna fyrir reiði sinni. Simon Cowell segir stjörnur eins og Britney og robbie Williams ekki þekkja vandamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.