Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 30
þriðjudagur 6. mars 200730 Síðast en ekki síst DV
Hroki Steingríms
Aðeins lokuð-
ustu hrokagikkir
kalla viðmæl-
anda sinn „Guð-
mund nokkurn
Steingrímsson“.
Steingrímur J.
Sigfússon er farinn
að tala eins og hann sé orðinn ráð-
herra. Líklega hafa landsfundurinn
og skoðanakannanir stigið honum
til höfuðs. Fylgið er samt ekki kom-
ið í hús og ástæða til að fara varlega
á torgum. Steingrímur lenti í erfiðri
vörn, þegar hann hvatti til lögreglu-
aðgerða á netinu. Vandamál nets-
ins eru alvarleg, en verða ekki leyst
með Geir og Grana. Og að ávarpa
álitsgjafa sem „Guðmund nokkurn
Steingrímsson“ er bjánalegur og
ákaflega gamaldags hroki.
Prófessorar aka úti
Prófessorar
rífast í fjölmiðl-
um um Gini-
stuðul eins
og hann sýni
eitthvað um
aukna fátækt
og stéttaskipt-
ingu á Íslandi.
Við þurfum engan Gini-stuðul til
að vita, að hér er mikil fátækt og
vaxandi gjá milli stétta. Blaðakona
á Ísafold veit meira um fátækt en
Hannes Gissurarson og Stefán
Ólafsson. Hún fór í biðraðir, þar
sem fólk beið eftir útrunnum mat.
Hún talaði við fólkið og fann tvenns
konar fátækt. Annars vegar ein-
stæðu barnakonurnar og hins vegar
þá, sem bankar hafa féflett í lánum.
Ég hlustaði á hana segja frá �atrínu
og Óttari og þarf ekki að heyra
meira í Hannesi og Stefáni.
Sveitir Alcan á ferð
Baráttan um sálir
Hafnfirðinga harðn-
ar. Alcan hefur ráðið
sveitir manna til að
hafa áhrif á kosning-
ar um stækkun álvers-
ins í Straumsvík. Stofn-
að hefur verið fyrirtækið Hagur
Hafnarfjarðar, sem slær um sig með
röngum staðhæfingum á borð við,
að 5-7% af tekjum bæjarins komi
frá álverinu. Hið rétta er að 1-2%
koma þaðan. Áhöfn fyrirhugaðs ál-
vers verður fámenn. Hafnfirðingar
tapa engu á því að hafna stækkun
hjá Alcan og tapa enn síður á, að
álverið efni hótun sína um að leggja
sjálft sig niður. Þetta er úreltur at-
vinnuvegur fyrir úr-
elta kaupstaði.
jonas@hestur.is
að lokum
Dagur mistaka
Gestir Borgarleikhússins voru
ráðvilltir á sunnudagskvöld og
reyndu sitt
besta til að
ráða í dulúð-
lega upphafs-
senu leikritsins
Dagur vonar.
Endurteknir
ljósblossar frá
kösturum virt-
ust ekki í sam-
ræmi við þung-
lyndislega sellótóna og nöturlega
leikmyndina. Allan þennan tíma
var enn hálfbjart í salnum. Menn-
ingarvitarnir veltu fyrir sér hvort
þetta mætti túlka sem nútímaleg
endaskipti á leikhúsinu, þar sem
gestirnir eru til sýnis og hvers-
dagslegur raunveruleikinn er
settur á svið í stað uppæfðra lína.
Þá barst rödd ljósamannsins eins
og guðleg skilaboð aftan úr sal, að
ljósakerfið væri bilað.
Löng dögun
Eftir nokkrar tilraunir var gestum
boðið að setjast fram á barinn
meðan fjandinn væri særður úr
kösturunum. Ljósahönnuðurinn
var ræstur út og sýningin gat loks
byrjað 40 mínútum of seint. Þar
við bætist að leikritið er í lengra
lagi. Þrátt fyrir að hléið væri stytt
og sýningin látin ganga rösklega,
þá gengu gestir ekki út úr saln-
um fyrr en tuttugu mínútum fyrir
miðnætti. Flestir voru hins veg-
ar sáttir við kvöldið, leikararnir
skiluðu erfiðum hlutverkum með
prýði og létu skakkaföllin ekki
setja sig út af laginu.
Erfið fæðing
Tilkynning um framboð margrét-
ar Sverrisdóttur og félaga dregst
enn. Nú heyrist
að tíðinda sé
að vænta um
eða eftir næstu
helgi. Stíft hefur
verið fundað
en lítt geng-
ur saman. Fátt
mun gerast í
bili þar sem
Margrét dvelur nú í Lundúnum
og kemur ekki til landsins fyrr en
á fimmtudag. Þá er ætlunin að
taka lokahnykkinn og berja saman
framboðið, enda styttist óðum í
kosningar. Heljarinnar stefnuskrá
hafði verið sett saman á dögunum
en ekki hugnaðist öllum það sem
þar stóð og því var farið í aðgerð
og brottkast. Sama er að segja um
nafnið Aflvaki framtíðarinnar og
listabókstafinn A sem Alþýðu-
flokkurinn skartaði á árum áður.
Íslandsflokkurinn
Góð ráð voru því dýr. Þó nafn-
ið skipti ekki höfuðmáli þá vegur
það þungt. Margar tillögur hafa
komið um nafn á þetta nýja fram-
boð. Ein þeirra er Íslandsflokkur-
inn. Mönnum og konum sem að
framboðinu hafa unnið hugnast
sú tillaga misvel og þykir mörgum
sem fullhátt sé reitt til höggs. Enn
aðrir finna því flest til foráttu að
hafa listabókstafinn I eða Í og telja
heppilegra þrátt fyrir allt að stíla á
A-ið, enda fremst í stafrófinu.
Geir lætur ekki að sér hæða
Sólrisuhátíð stendur nú sem hæst
á Ísafirði og stóð til að Valgarð-
ur Einarsson
miðill héldi
miðilsfund í
Hnífsdal líkt og
mörg undanfar-
in ár. Sömuleið-
is átti grínarinn
Sveinn Waage
að troða upp á
sal Menntaskól-
ans. Hvorugur komst Vestur vegna
veðurs en Geir Ólafsson stór-
söngvari lét eilítið vetrarveður ekki
stöðva sig heldur snaraði sér upp í
jeppa og ók vestur. Hann mun því
troða upp líkt og til stóð Þó hvorki
miðillinn né grínarinn hafi komist.
veðrið ritstjorn@dv.is
miðvikuDAGurÞriðjuDAGur
Lághiti
Lághitasvæði hér á landi eru um 250
talsins og finnast um allt land utan við
virka sprungubeltið nema þá helst á
suðaustur- og austurlandi. stærstu
lághitasvæðin liggja sunnan- og
vestanlands, svo sem reykir í
mosfellssveit sem er stærst og
reykholtssvæðið í Borgarfirði.
almenn skilgreining er sú að
lághitasvæði séu þar sem hiti er minni
en 150°C á um 1.000 metra dýpi.
Vegna þess hve lítið er af jarðefnum í
vatni á lághitasvæðum er hægt að
nota það beint í hitaveitur og er það
yfirleitt talið meinlaust til drykkjar.
HeimiLd: or.is
4
14
3
2 4
2 4
2
45
719
6 7
3 1
45
4
7
14
3
3 5
3 7
3
44
44
6 7
4 1
45
7
„Ég vil ekki tjá mig um málið,“
segir �ristján Hreinsson skáld en
hann staðfestir að hann muni að öll-
um líkindum ekki eiga textann við
Eurovisionlagið, Ég les úr lófa þín-
um, sem sigraði forkeppnina hér á
landi. �ristján átti textann sem var
sunginn í keppninni, fagran ástaróð,
en sjálft lagið var verulega rokkað.
Það er rauðhærða ljónið og rokkgoð-
sögnin Eiríkur Hauksson sem syngur
lagið en svo virðist sem ensk útgáfa
hafi verið til af textanum, því helm-
ingur hans var sunginn á ensku þeg-
ar úrslitin lágu fyrir.
Höfundur lagsins heitir Sveinn
Rúnar Sigurðsson en hann hef-
ur áður átt lög í Eurovision. Hann
samdi lagið 100% hamingja sem Að-
alheiður Ólafsdóttir flutti á síðasta
ári. Þá samdi �ristján Hreinsson
einnig textann. Lagið tapaði þá fyrir
Silvíu Nótt en miklar deilur spruttu
upp vegna þess að lagi Silvíu Næt-
ur var dreift á netinu áður en það
var spilað í sjálfri forkeppninni. Það
mun vera ólöglegt. �ristján hafði þó
ekki erindi erfiðis síns þrátt fyrir að
hafa kært málið. Silvía fór til Aþenu
og vakti nokkra hneykslun með eftir-
minnilegum hætti.
Sjálfur vildi �ristján Hreinsson
sem minnst segja um málið. Hann
vildi hvorki gefa upp hvers vegna
textanum verður skipt út né hvaða
texti kæmi í staðinn. Þá vildi Sveinn
Rúnar lagahöfundur ekki tjá sig um
málið.
Annars er það að frétta af laginu
að Eurovisionhópurinn er að betr-
umbæta það og mun nýja útgáfan
vera nokkuð ólík þeirri sem flutt var
á RÚV. Myndband verður tekið upp í
dag við lagið en þar mun eins og fyrr
segir, rokkljónið Eiríkur Hauksson
verða í forgrunni.
En Íslendingar eru ekki þeir einu
sem þurfa að kljást við vandamál
samfara Eurovision. Framlagi Búlg-
aríu var vísað úr keppninni eftir að í
ljós kom það var stolið. Þá mun texta
�ristjáns Hreinssonar við Eurovisi-
onlag Sveins Rúnars Sigurðssonar
sem sigraði í forkeppninni á dögun-
um að líkindum verða skipt út fyr-
ir annan. Forsvarsmenn Eurovision
hafa sagt hugsanlegt að framlagi Ís-
raela til keppninnar í ár verði líka vís-
að úr keppninni vegna pólitískra yfir-
lýsinga. Hljómsveitin Teapacks flytur
lag sem nefnist „Push the Button“ en
það fjallar um hættuna sem steðjar
að vegna kjarnorkuvæðingar.
Undankeppni Eurovision verður
haldin í Helsinki 10. maí og sjálf að-
alkeppnin þann 12. maí. valur@dv.is
Texta kristjáns Hreinssonar við Eurovisionlag Sveins Rúnars
Sigurðssonar sem sigraði í forkeppninni á dögunum verður að
líkindum skipt út fyrir annan.
Skerjafjarðar-
Skáldið ekki með
euroviSiontextann
Í dagsins önn