Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Qupperneq 23
DV Lífsstíll þriðjudagur 6. mars 2007 23
Í andlegu
Það var kátt í höllinni um helgina þótt Þyrnirós hafi verið fjarri góðu gamni. Í hennar stað
voru 760 hundar af ýmsum tegundum og 50 ungir sýnendur mættir í Reiðhöllina þar sem
þeir sýndu sig og hundana sína og kepptu um hylli dómaranna fimm sem komu frá Dan-
mörku, Írlandi, Finnlandi og Slóveníu. Shetland Sheepdog-tíkin Aha Hot Fine Fairydream
bar sigur úr býtum og var valin besti hundur sýningarinnar.
Metþátttaka var á sýningu Hunda-
ræktarfélags Íslands, HRFÍ, í Reið-
höllinni í Víðidal og kosið var um
sigurvegara í hinum ýmsu deildum
hundaræktenda. Til mikils var að
vinna því á sýningunni gátu hund-
ar krækt sér í íslensk og alþjóðleg
meistarastig. Öllum deildum félags-
ins var boðið að vera með kynningar-
bása og notfærðu margar sér það. Ef-
laust hafa hundarnir freistað margra,
ungra sem aldinna, og ekki ólíklegt
að margir hafi fallið í freistni og sjá-
ist áður en langt um líður með hund
í bandi, jafnvel þeir sem höfðu heitið
því að eignast aldrei hund.
„Á alþjóðlegu hundasýningunni
var keppt í parakeppni hunda og
einnig voru ræktunar- og afkvæma-
hópar dæmdir,” segir Hanna Björk
Kristinsdóttir hjá HRFÍ. “Á sýning-
unni keppa hundarnir um stig til
meistarakeppni hérlendis og alþjóð-
legs meistaratitils. Til þess að verða
íslenskur meistari verður hundur-
inn að fá þrjú íslensk meistarastig frá
þremur dómurum. Hver hundur get-
ur aðeins hlotið eitt stig á hverri sýn-
ingu. Einnig eru reglurnar þannig
að einungis tveir hundar af
sömu tegund geta fengið
meistarastig; ein tík og
einn rakki. Á Íslandi eru
aðeins haldnar þrjár
sýningar á ári þannig
að það getur tekið ís-
lenskan hund mörg
ár að safna stig-
unum þremur.“
Hanna Björk
segir að dómar-
arnir þurfi að hafa
ýmislegt í huga.
„Hundar á
hundasýning-
um eru dæmdir
eftir ræktun-
armarkmiði
hverrar teg-
undar. Hver
hundateg-
und á sér
sitt rækt-
unar-
markmið
þar sem
keppi-
keflið er að finna hina fullkomnu
ímynd hundsins, hvaða eiginleika
hann þarf að bera og að hverju rækt-
endur tegundarinnar eiga að stefna
við ræktunina. Þar er lögð áhersla á
líkamsbyggingu, skapgerð, stærð og
þyngd, hárafar, leyfilega liti og fleira.
Það er því að mörgu að huga og
það er ekki nóg að búa bara til
hvolpa. Hundategundirnar
hafa margar verið ræktaðar
í fleiri hundruð ára og það
þarf að varðveita gömul
plött sem stuðst er við og
uppfæra þau reglulega.“
Það er ekki hvaða
hundur sem er sem fær
inni í keppninni og úti-
gangshundar eru fjarri
góðu gamni.
„Til þess að fá rétt til
að taka þátt í keppninni
þarf hundurinn að vera
ættbókarfærður frá
Hundaræktarfé-
lagi Íslands eða
félögum viður-
kenndum af
því. HRFÍ er
aðili að
FCI, al-
þjóða-
sam-
tökum
hundaræktarfé- laga, og
innan vébanda þeirra eru 82 hunda-
ræktarfélög frá jafnmörgum löngum
en í hverju landi hefur aðeins eitt fé-
lag heimild til að starfa undir merkj-
um FCI.“
Í ár kepptu 50 börn og unglingar í
riðli ungra sýnenda.
„Í þeim riðli skiptir hundurinn í
rauninni ekki mestu máli. Sýning sem
þessi er frábært tækifæri fyrir börn og
unglinga til þess að fá að sanna færni
sína í að sýna hunda. Það er nefni-
lega alls ekki sama hvernig það er
gert,“ segir Hanna Björk að lokum.
besti hundurinn
Álfkonudraumur
Fyrir fjórum árum flutti Hrund
Hauksdóttir og fjölskylda hennar
frá Barcelona til Reykjavíkur með
spænska vatnahundinn Blöncu í far-
angrinum. Eftir lögbundna einangr-
un í Hrísey varð vatnahundurinn
Blanca íslenskur ríkisborgari. Blanca,
sem er ein sinnar tegundar á Íslandi,
nýtur þess að synda í ísköldu Atlants-
hafinu.
„Ég var búin að lofa Alex syni mín-
um að kaupa hund á Spáni en við höf-
um bæði mikinn áhuga á hundum,“
segir Hrund. „Við féllum alveg fyrir
Blöncu og segja má að það hafi verið
sannkölluð ást við fyrstu sýn. Eftir árs
búsetu í Barcelona var Blanca orðin
ómissandi hluti af fjölskyldunni og
að sjálfsögðu stóð aldrei til að skilja
hana eftir á Spáni þegar við fluttum
aftur heim til Íslands. Við flutning-
inn fór erfitt ferli í gang með skrifræði
og læknisskoðunum á spænskum
hraða og þegar til Íslands var komið
urðum við að skilja við Blöncu með-
an hún dvaldi í tvo og hálfan mánuð
í einangrunarstöðinni í Hrísey. Það
var kostnaðarsamt, bæði fjárhags-
og tilfinninglega, og við söknuðum
hennar mikið. Það urðu miklir fagn-
aðarfundir þegar Blanca losnaði úr
prísundinni.“
Blanca vekur mikla eftirtekt hvar
sem hún fer og fólki verður starsýnt
á feldinn.
„Já, vissulega er feldurinn sérstak-
ur, hún er með “dreddlokka”. Svo er
hún hvít eins og nafnið bendir til og
það er svolítið erfitt að halda henni
hreinni. Ég bursta feldinn reglulega
en í rauninni er hún flottust með
sína villtu „dredda“ sem eru ósvikn-
ir frá náttúrunnar hendi. Spænsku
bændurnir þvo vatnahundinn upp úr
grænsápu og köldu vatni en hefðar-
meyjan Blanca fær að fara í heitt bað
og er skrúbbuð hátt og lágt upp úr ít-
ölsku sjampói.“
Spænski vatnahundurinn er ekki
algengur utan heimalandsins og á
Spáni eru þeir helst staðsettir í And-
alúsíu annars vegar og í þorpum og
bæjum í Pýreneafjöllunum hins veg-
ar þar sem þeir eru aðallega notaðir
sem veiði- og smalahundar.
„Það er líka eitthvað um þá í Suð-
ur-Ameríku þar sem þeir eru notað-
ir sem björgunarhundar, til dæmis til
þess að leita í rústum eftir jarðskjálfta
því þeir eru taldir hafa mjög þróað
þefskyn. Þeir hafa líka mikla aðlög-
unarhæfileika og geta lagað sig að
mismunandi veðráttu. Það er mik-
ill munur á heitu loftslaginu í And-
alúsíu og kuldanum í fjöllunum. Nú
býr hún við íslenska veðráttu og sem
sannur vatnahundur nýtur hún þess
að synda í ísköldum sjónum um há-
vetur.“
Hrund segir að ekki sé mikið haft
fyrir Blöncu.
„Hún er blíð og róleg en fyrst og
fremst er hún óskaplega trygglynd.
Eins og aðrir hundar af þessari teg-
und er hún vör um sig. Hún fer ekki
úr hárum og geltir lítið. Blanca veitir
mér mikla gleði og hún er frábær fé-
lagsskapur. Ég mæli eindregið með
því að fólk sem hefur aðstöðu til fái sér
hund, ég tala nú ekki um fyrir aldraða
og þá sem eru einmana. Hundar eru
góður félagsskapur og þeir stuðla að
góðum göngutúr daglega.“
thorunn@dv.is
Blanca er Spánverji sem nú er orðinn íslenskur ríkisborgari unir sér vel í gamla miðbænum í Reykjavík:
Hundurinn með „dreddlokkana“
Góðar vinkonur
Hrund með gleðigjafann Blöncu.
sambandi við bensinn
Besti hundur
sýningarinnar
shetland sheep-
dog-tíkin aha Hot
Fine Fairydream.
Eigandi hennar er
Vignir sigurðsson.
Þuklað, þreifað og mælt
aðeins þeir bestu komast á
alþjóðlegar sýningar.