Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 27
1982 Dron 1983 Dúkkulísurnar 1984 Keppni féll niður 1985 Gipsy 1986 Greifarnir 1987 Stuðkompaníið 1988 Jójó 1989 Laglausir 1990 Nabblastrengir 1991 Infusoria 1992 Kolrassa krókríðandi 1993 Yukatan 1994 Maus 1995 Botnleðja 1996 Stjörnukisi 1997 Soðin fiðla 1998 Stæner 1999 Mínus 2000 XXX Rottweilerhundar 2001 Andlát 2002 Búdrýgindi 2003 Dáðadrengir 2004 Mammút 2005 Jakobínarína 2006 Foreign Monkeys 2007 ? Úrslit MÚsíktilrauna frá upphafi DV Tónlist þRIðJuDAGuR 6. MARS 2007 27 TónlisT fyrir spendýr Músíktilraunir Tóna-bæjar hefjast í Loft-kastalanum 19. mars næstkomandi. Fimm undanúrslitakvöld, þar sem tíu hljómsveit- ir keppa í senn, munu fara fram frá mánudegi til föstudags, vikuna 19.- 23. mars. 40 hljómsveitir hafa þegar skráð sig og eru því tíu laus pláss. Árni Jónsson, verkefnastjóri Mús- íktilrauna segist þó gera fastlega ráð fyrir því að öll pláss muni fyll- ast. „Það eru sumir sem gleyma sér og skrá sig seint, en nú er tækifærið því skráningin stendur yfir til 9. mars á heimasíðu Músíktilrauna. Ég geri jafnvel ráð fyrir því að við þurfum að vísa einhverjum frá, því við getum að hámarki tekið 50 hljómsveitir. Frá því ég tók við þessu starfi árið 2002 hefur alltaf verið fullt,“ segir hann. Það er mikill heiður fyrir unga hljómsveit að standa uppi sem sig- urvegari Músíktilrauna og feta þar með í fótspor hljómsveita á borð við Mínus, Botnleðju og XXX Rottweil- er hunda. Til mikils er að vinna fyrir hljómsveitina, sem ber sigur úr být- um. „Stóri vinningurinn eru 20 tím- ar í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlaug- inni. Við erum einnig komin í gott samstarf við Icelandair og mun sig- ursveitin fara erlendis, líkt og For- eign Monkeys gerðu á síðasta ári. Þá gefa 12 tónar úttektarverðlaun. Þær hljómsveitir sem lenda í öðru og þriðja sæti fá einnig hljóðverstíma í Sýrlandi og Stúdíó september.“ Tvær hljómsveitir komast áfram á hverju undanúrslitakvöldi, ein sem áhorfendur í sal velja og önnur sem dómnefnd velur. Úrslitakvöldið sjálft fer fram laugardagskvöldið 31. mars. „Þessi keppni er óútreiknanleg og það er rosalega erfitt að segja til um það hvernig úrslitakvöldið þró- ast. Þetta snýst um það að ná góðu undanúrslitakvöldi og standa sig svo frábærlega á úrslitakvöldinu sjálfu.“ Hann nefnir sigur Mammút árið 2004 sem dæmi. „Hljómsveitin var nýlega stofnuð og átti akkúrat tvö lög til þess að spila á undanúrslitakvöld- inu, svo þegar kom að úrslitakvöld- inu þá varð sveitin að semja þriðja lagið. Þau náðu frábærum tónleikum og unnu þetta með glæsibrag.“ valgeir@dv.is Árni Jónsson Verkefnisstjóri Músíktilrauna segir keppnina vera óútreiknanlega. Bresku goðsagnirnar í hljóm- sveitinni The Stranglers troða upp á Nasa í kvöld ásamt Fræbblunum. Þetta er þriðja heimsókn Stranglers til landsins, en þeir komu hingað til lands fyrst árið 1978, þegar þeir fylltu Laugardalshöllina. Árið 2004 snéri hljómsveitin aftur og hélt eftirminni- lega tónleika í Smáranum í Kópavogi. Stranglers eru um þessar mundir að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Suite XVI, sem er sextánda stúdíóplata sveitarinnar. The Stranglers var stofn- uð árið 1974 undir nafninu Guildford Stranglers og eru þrír hinna upp- haflegu meðlima enþá í hljómsveit- inni, þeir Jet Black trommari, Dave Greenfield hljómborðsleikari og Jean-Jacques Burnel bassaleikari. Á síðasta ári hætti söngvarinn Paul Ro- berts í hljómsveitinni, en hann hafði sungið með þeim frá árinu 1990. Bur- nel bassaleikari og gítarleikarinn Baz Warne hafa því tekið við söngnum. The Stranglers er pönk-rokk hljómsveit að upplagi og spiluðu meðal annars með The Ramones á fyrstu tónleikaferð þeirra um Bret- land árið 1976. Seinna á ferlinum var sveitin kennd við goth-rokk, en Bur- nel bassaleikari, hefur sjálfur sagt að The Stranglers hafi alltaf verið pönk- hljómsveit. Þrjátíu ára ferill gerður upp Stranglers og Fræbblarnir troða upp á Nasa í kvöld: The Stranglers Spila á Nasa í kvöld ásamt Fræbblunum. rokksTjörnur framTíðarinnar Músíktilraunir verða haldnar í 25. skiptið í ár. Nokkur pláss eru enþá laus og stendur skráning yfir til 9. mars, en undanúrslitakvöldin hefjast í Loftkastalanum 31. mars. Árni Jónsson, verkefnastjóri Mús- íktilrauna gerir fastlega ráð fyrir því að öll pláss fyllist, líkt og síðustu ár. Sigurvegarar Músíktilrauna hafa í gegnum tíðina náð miklum vinsældum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.