Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 20
Menning þriðjudagur 6. mars 200720 Menning DV Til styrktar vímuvörnum Fjölskyldutónleikar til styrktar Vímulausri æsku - Foreldrahúsi verða haldn- ir á fimmtudaginn kl. 19 til 20.30 í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Tónleikarnir eru ætlaðir fólki á öllum aldri sem hefur gaman af lifandi tónlist og vill sýna hug sinn í verki til styrkt- ar vímuvörnum meðal barna og unglinga. Felix Bergsson er kynnir tónleikanna. Fjölmargir listamenn koma fram, meðal annarra Páll Óskar og Monika, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson og dúettinn Pick- nick. Miðinn kostar 2.000 krón- ur og hægt er að kaupa miða í Foreldrahúsi við Vonarstræti 4b í Reykjavík. Þjóðlög á kvennadaginn Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda þjóðlagatónleika á alþjóðlegum degi kvenna. Yfirskrift tónleikanna er Konan. Bára og Chris flytja þjóðlög frá Íslandi og Englandi, syngja, leika á gítar, kjöltuhörpu, langspil og íslenska fiðlu. Tónlistinni fylgir myndasýning og það er um að gera að mæta í Norræna húsið 8. mars kl. 20 og njóta. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt í 45 ár. Íslensk bókmenntaverk hafa verið hlutskörpust sex sinnum. Fyrst 1976 með bók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar Að brunnum brunn og síðast 2005 með Skugga-baldri Sjóns. Sænski rithöfundurinn Sara Stridsberg hlaut í gær bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 2007, fyrir bókina Drömfakulteten, eða Draumadeildina eins og titillinn væri á íslensku. Drömfakulteten byggir á ævi Valerie Solanas, sem var samkynhneigð listakona og er frægust fyrir að hafa skotið á lista- manninn Andy Warhol. Sara Strids- berg er 33 ára og lögfræðimenntuð, en snéri sér að ritstörfum strax að námi loknu. Í umsögn dómnefndar segir að þetta sé brennandi frásögn með mörgum lögum. Hún sé biturt upp- gjör við ólíkar kúgunaraðferðir sem séu til staðar í samfélaginu og skrif- uð af miklum krafti, á lifandi og lit- ríku tungumáli. Stridsberg sendi frá sér fyrstu bók sína árið 2004. Hún ber heit- ið Happy Sally og fékk góða dóma gagnrýnenda. Sú bók Stridsbergs fjallaði um Sally Bauer, fyrstu kon- una sem synti yfir Ermarsund. Tólf tilnefndar Tólf bækur voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í ár. Að þessu sinni voru auk tilnefninga frá Íslandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, tilnefnd verk frá Færeyjum og málsvæði Sama, en ekkert verk var tilnefnt frá Grænlandi. Verkin sem voru til- nefnd hafa komið út í heimalönd- um sínum á síðustu þremur árum. Þau verk sem voru tilnefnd í ár voru ljóðabækurnar: Et skridt i den rigtige retning (2005 Danmörk) eftir Morten Søndergaard, Älvdrottning- en (2006 Finnland) eftir Eva-Stina Byggmästars, I en cylinder i vatt- net av vattengråt (2006 Svíþjóð) eft- ir Ann Jäderlund, Skuovvadeddjjid gonagas (2004 samíska málsvæðið) eftir Sigbjørn Skåden, Lauluja mer- een uponneista kaupungeista (2005 Finnland) eftir Markku Paasonen og Gå. Eller kunsten å leve et vilt og poetisk liv (2006 Noregur) eftir Tomas Espedal, og skáldsögurnar: Førkrigstid (2006 Danmörk) eftir Kirsten Thorup, Rokland (2005 Ís- land) eftir Hallgrím Helgason, Sum- arljós, og svo kemur nóttin (2005 Ís- land) eftir Jón Kalman Stefánsson, Von Aschenbachs fristelse (2006 Noregur) eftir Jan Jakob Tønseth, Drömfakulteten (2006 Svíþjóð) eft- ir Sara Stridsberg, og Ó – søgur um djevulsskap (2005 Færeyjar) eftir Carl Jóhan Jensen. Sex íslenskir verðlaunahafar Fagurbókmenntir af öllum toga koma til greina þegar valið er hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs. Verðlaunaverkin eiga að hafa bókmenntalegt og listrænt gildi. Síðasta ár hlaut sænski rithöf- undurinn Göran Sonnevi verðlaun- in fyrir bók sína Oceanen, en um hana var meðal annars sagt: „Oc- eanen er orðahaf sem maður sekk- ur í og umvefur mann. Safnið fjallar um líf og ljóðlist sem er í senn lif- andi, ólokið og leitandi.“ Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 1962 og bók Halldórs Laxness Paradísarheimt var þá tilnefnd frá Íslandi. Það var þó ekki fyrr en fjór- tán árum síðar sem bókmennta- verðlaunin féllu Íslendingum í skaut, en árið 1976 vann bókin Að brunnum brunn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson til verðlaunanna. Til ársins í ár hafa verk sex íslenskra rithöfunda hlotið bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Verðlaunin hafa oftast komið í hlut Svíþjóðar, eða alls fjórtán sinnum að verð- launum þessa árs meðtöldum. Þó tilkynnt hafi verið um verðlauna- hafann í gær fer verðlaunaafhend- ingin ekki fram fyrr en um mán- aðamótin október, nóvember á 59. þingi Norðurlandaráðs í Ósló. bókmenntir Sara Stridsberg draumadeildin er önnur skáldsaga söru stridsberg. Verðlaunin fóru til Svíþjóðar Tilkynnt um verðlaunin dómnefndin tilkynnti um handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í Norræna húsinu í gær. Sveitarblöðin handskrifuðu Áhrif svokallaðra sveit- arblaða á hugarheim lands- manna í kringum aldamótin 1900 eru viðfangsefni Hrafn- kels Lárussonar sagnfræðings í bók hans Í óæðri samtíð með óvissa framtíð. Þar fjallar hann um sveitarblöðin svokölluðu sem voru handskrifuð blöð sem höfðu hvert um sig afmarkað útgáfusvæði. Sveitarblöðin voru skrifuð af almúgafólki og sverja sig að sögn Hrafnkels í ætt við nútíma blaða- og tímaritaútgáfu, hand- ritagerð fyrri tíma og jafnvel blogg nútímans. Í bók sinni leit- ast Hrafnkell við að bregða ljósi á hugarheim íslensks almúga. Jane Austen ómissandi Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen er vinsælasta bók Bretlandseyja samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Fimmti hver þátttakandi valdi bókina frægu en rétt á hæla hennar kom Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien. Fyrir fjórum árum bar Tolkien nauman sigur af Austen. Næstar á lista eru Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, Harry Potter-bækurnar eftir J.K. Row- ling og To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Í sjötta sæti kemur svo Biblían og þar á eftir bækur á borð við Wuthering Heights eftir Brontë, 1984 eftir George Orwell, Dark Materials- þríleikurinn eftir Philip Pull- man og Great Expectations eftir Charles Dickens. Textíllistakonan Heidi Strand var fulltrúi Íslands á farandsýningunni European Art Quilts í Hayden-gall- eríinu í Nebraska sem opnuð var í síðustu viku. Á sýningunni eru valin verk úr að- alsýningunni sem hefur farið um Evrópu síðan í júní síðastliðnum með 50 verkum eftir 49 listamenn. Heidi Strand er fædd í Noregi en býr og starfar í Reykjavík. „Það er mikill heiður að eiga verk á sýningunni. Alþjóðlegur sex manna dómstóll valdi 50 verk eftir 49 listamenn og þátttakendur eru frá 15 löndum. Þótt lesa megi úr nafni sýn- ingarinnar að þetta sé bútasaums- sýning er ekki svo. Það má segja að vinnan að baki listaverkunum eigi rætur að rekja til tækninnar sem liggur að baki bútasaums. Við valið á verkum á sýninguna var lögð áhersla á frumleika og verkin eru ekki ein- göngu úr hefðbundnum efnum eins og bómull, ull og silki. Þarna má sjá verk þar sem notaður er koparvír, plast og pappír og eitt verkið er unn- ið úr rennilásum.“ Heidi segir það mikinn kost að farandsýningin fái samastað í góð- um galleríum hvar sem hún fer. „Oft eru svona sýningar settar upp í kirkjum, íþróttahúsum og öðru slíku þar sem verkin njóta sín ekki eins vel og í alvöru sýningarsölum.“ Farandsýningin kemur ekki til Ís- lands en Íslendingar sem ferðast til Danmerkur í sumar geta séð hana í Textil Forum í Herning í Danmörku. hönnun Heidi Strand er fulltrúi Íslands á stórri farandsýningu textíllistamanna: Frumleikinn í fyrirrúmi Fulltrúi Íslands Verk eftir Heidi strand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.