Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 8
Ráðherra opnar vef Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, opnaði nýjan vef skattayfirvalda í gærmorgun. Við þetta tækifæri fór Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri yfir helstu nýjungar og breytingar við skattaálagningu hjá einstakling- um nú í vor. Fram kom að dreifing fram- talsgagna á pappír verður sífellt minni auk þess sem nú verður unnt að fá veflykla fyrir skatt- framtöl send inn á heimabank- ann. Kynningarefni um þetta verður sent á hvert heimili. þriðjudagur 6. mars 20078 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir Mjólkursamsöluna halda uppi verði á innfluttum mjólkurafurðum með því að kaupa tollkvóta af landbúnaðarráðu- neyti. Samtök verslunar og þjónustu eru ósátt við aðferðir landbúnaðarráðherra og telja þær leiða til hærra vöruverðs. Landbúnaðarráðherra hefur ákveð- ið að svokallaðir tollkvótar á innfluttu kjöti og mjólkurafurðum verði boðn- ir upp. Kvótinn verður aukinn um 770 tonn á þessu ári. Framkvæmdastjóri Mjólku telur óeðlilegt að einokunar- fyrirtæki sem njóti verndar ríkisins eins og Mjólkursamsalan fái að kaupa þennan kvóta. Samtök verslunar og þjónustu telja uppboð á tollkvótum óeðlileg og muni skila sér í hærra mat- vælaverði. Óeðlileg viðskipti „Það er mjög óeðlilegt að fyrir- tæki með einokunarstöðu á mark- aði skuli fá að taka þátt í uppboði á þeim takmörkuðu tollkvótum sem hér eru leyfðir,“ segir Ólafur Magnús- son, framkvæmdastjóri Mjólku. Þarna á Ólafur við Mjólkursamsöluna, sem í fyrra keypti 32 prósent af innflutn- ingskvóta á osti. Hann telur að með þessu haldi Mjólkursamsalan uppi verði á framleiðslu sinni. „Við getum til að mynda ekki sjálfir flutt inn það mjólkur- og undanrennuduft sem við þurfum á heimsmarkaðsverði, held- ur neyðumst til þess að kaupa það af Mjólkursamsölunni á fjórföldu verði,“ segir Ólafur. Sigurður Mikaelsson, innkaupastjóri hjá Mjólkursamsöl- unni, vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Þetta er bara ekki rétt og við ætlum okkur ekki að munnhöggv- ast um þetta,“ segir hann. Hann segir Mjólkursamsöluna hafa full not fyrir þann kvóta sem hún kaupir. Kvótinn sé notaður til þess að svala eftirspurn viðskiptavinanna. Spólar upp verðið Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur í sama streng. „Verndað fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan hefur komist upp með að bjóða í þennan kvóta og náð þannig að spóla upp verðið á hon- um. Í sumum tilfellum án þess einu sinni að nota kvótann,“ segir Sigurður. Hann bendir á að það séu fleiri en Mjólkursamsalan sem séu í þess- ari stöðu. „Það sama á sér stað hjá af- urðastöðvum og kjötframleiðendum.“ Sigurður gagnrýnir það fyrirkomu- lag að tollkvótar séu seldir á upp- boði. „Við höfum viljað að helmingnum af þessum kvóta yrði úthlutað til fyrirtækja eftir mark- aðshlutdeild.“ Þannig fengju þau fyrirtæki kvóta sem lagt hafi út í kynningar- og mark- aðsstarf. „Hinum helm- ingnum mætti úthluta með hlutkesti. Þá væri það tryggt að nýliðar ættu líka leið inn á mark- aðinn.“ Sigurður segir þetta hafa sömu áhrif og hefðbundna tolla. „Ef land- búnaðarráðherra hefði farið að tillög- um okkar yrðu engar tekjur af þessu til ríkisins og það myndi stuðla að lægra vöruverði.“ Hálfur milljarður Tekjur ríkisins af tollkvótum á síð- asta ári námu 178 milljónum króna. Meðalverðið fyrir eitt kíló af kvóta var 407 krónur. Tollkvóti á innflutt- um kjúklingi kostaði 719 krónur fyrir kílóið. Nú hefur kvótinn verið aukinn um 770 tonn. Ef miðað er við sama kílóverð á kvóta stefnir í að ríkið taki til sín hátt í hálfan milljarð í tekjur af uppboði á kvóta. Þessi kostnaður skil- ar sér í hærra vöruverði. „Landbúnaðarráðherra hefur alræðisvald þegar kemur að landbúnaðarvörum,“ segir Sigurður Jónsson. „Hann tekur á sig skikkju fjár- málaráðherra og ræður þessu einfaldlega sjálfur.“ TollkvóTaR veRnda einokunaRfyRiRTæki „Það er mjög óeðlilegt að fyrirtæki með ein- okunarstöðu á mark- aði skuli fá að taka þátt í uppboði á þeim tak- mörkuðu tollkvótum sem hér eru leyfðir.“ Sigtryggur ari jÓHannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Verkalýðsfélag Akraness fer fram á það að forvarnastyrkir sem sjúkra- sjóðir stéttarfélaga veita félagsmönn- um verði undanþegnir skatti. Félag- ið hefur sent bréf til formanna allra stjórnmálaflokkanna þar sem farið er fram á að þeir beiti sér fyrir þessu máli af fullum þunga innan sinna þingflokka. „Ríkið er að hirða allt að 36 pró- sent af þessum styrkjum. Þetta eru styrkir til líkamsræktar, læknisskoð- ana og þess háttar. Alvarlegir sjúk- dómar greinast fyrr, auk þess sem styrkirnir hvetja til heilbrigðara líf- ernis. Ég tel að þessir styrkir spari rík- inu stórfé þegar upp er staðið og því eigi ekki að skattleggja þá,“ segir Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness. Það er mat Vil- hjálms að það sé ekki réttlætanlegt að skattleggja þessa styrki, einkum í ljósi þess að styrkirnir auð- veldi þeim fátækustu að sækja sér þjónustu sem hefur forvarnar- gildi. Stéttarfélögin styrkja félagsmenn meðal annars til krabba- meinsskoðana, áhættu- mats á hjartasjúkdóm- um, sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfunar og lík- amsræktar. Vilhjálm- ur segist líta svo á að með þessum styrkjum séu stétt- arfélögin að leggja grunn að bættri heilsu félagsmanna. „Það er von fé- lagsins að þinn þingflokkur sé til- búinn til að leggja þessu brýna máli lið svo takast megi að af- nema skatt á forvarnastyrki stéttarfélaganna þjóðfélag- inu öllu til heilla,“ segir í bréf- inu. sigtryggur@dv.is Verkalýðsfélag Akraness sendir formönnum flokkanna bréf: Ríkið hætti skattlagningu Formaðurinn Vilhjálmur Birgisson segir að styrkir stéttarfélaga til félags- manna spari ríkinu stórfé og þá eigi ekki að skattleggja. fimmtán með fíkniefni Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafði afksipti af fimmt- án einstakling- um um helgina vegna fíkniefna- misferlis. Tveir átján ára piltar voru hand- teknir í Kópavogi. Þeir tengjast þó ekkert. Þá voru sex handteknir í miðborg Reykjavíkur og færðir á lögreglustöðina eftir að fíkniefn- in fundust í fórum þeirra. Einnig var átján ára stúlka með fíkniefni handtekin skammt frá. Svo var vistmaður á stofnun grunaður um að vera með fíkiefni í fórum sínum og hafði lögreglan afskipti af honum. Aka í friðaðri fjöru Stokkseyrarfjara er friðuð og því er ekki leyfilegt að aka um hana á ökutækjum. Upp á síðkastið hefur talsvert borið á því að þau lög hafi ekki verið virt. Foreldrar barna sem aka þar um á vélhjólum eða fjór- hjólum eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast betur með börnum sínum og fræða þau um það að fjaran sé frið- uð og því með öllu ólöglegt að aka um hana. Þetta kemur fram á heimasíðu Stokkseyrar. veiðimaðurinn endurvakinn Bráð ehf, sem nú rekur tvær verslanir Veiðhornsins, hef- ur keypt Sportbúðina Títan að Krókhálsi. Að sögn Ólafs Vig- fússonar, sem er annar eigandi Bráðar ehf, verða verslanirnar þrjár endurskilgreindar. Veiði- hornið í Hafnarstræti mun fram- vegis heita Veiðimaðurinn, en verslunin hét því nafni um langt árabil, alveg síðan 1940. Veiðimaðurinn í Hafnarstræti skipar nokkurn sess í verslun- arsögu Reykjavíkur og hyggjast aðstandendur Bráðar ehf halda merkjum hans á lofti. Mjólkurkælirinn Ólafur magnússon hjá mjólku er ósáttur við að mjólkursamsalan fái að kaupa tollkvóta af landbúnaðar- ráðuneytinu. Hann segist þurfa að kaupa undanrennuduft af mjólkursamsölunni á fjórföldu heimsmarkaðsverði. Sigurður jónsson samtök verslunar og þjónustu gagnrýna harðlega úboðs- stefnu. Landbúnaðarráðherra sigurður jónsson segir að þegar komi að landbúnað- arvörum sé guðni Ágústsson einráður og setji á sig skikkju fjármála- ráðherra. Tvær sluppu lítið meiddar Tvær stúlkur slösuðust lítil- lega þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á Reykjanes- braut við Grindavíkurafleggj- ara laust fyrir hálf sex í morgun. Hálka var á veginum og er talið að það hafi átt þátt í slysinu. Bíllinn skemmdist mikið í árekstrinum. Hann var óökufær og fluttur á brott með kranabíl. Lögreglan á Suðurnesjum stoppaði fimm ökumenn sem all- ir óku á meira en 120 kílómetra hraða á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.