Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Page 12
neytendur
þriðjudagur 6. mars 200712 Neytendur DV
Kaupendur verði
upplýstir
Talsmaður neytenda hefur
sent eftirlitsnefnd Félags fast-
eignasala ábendingu þess efnis
að mælst sé til þess að neytend-
ur verði upplýstir þegar vitað
er um að fasteignasali hafi haft
milligöngu um sölu á fasteign
án þess að gæta lagaákvæða um
að vera sjálfstæður og óháður.
Verði fasteignasali uppvís að því
að gæta ekki hlutleysis varð-
ar það við 14. grein laga númer
99/2004.
Vertu á verði
alþýðusamband Íslands hefur útbúið sérstaka
reiknivel á vefsíðu sinni, asi.is. þar geta notendur
reiknað út á einfaldan hátt verð á algengustu vörum
fyrir breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum og
séð hvað þessar vörur eiga að kosta eftir að lækkunin
tók gildi. reiknivélinni er ætlað að hjálpa fólki að fylgj-
ast með því hvort lækkanir skili sér örugglega til neytenda.
MiKil sala
Þriðjungi fleiri fasteignir á
höfuðborgarsvæðinu skiptu um
eigendur í síðustu viku en sem
nemur meðaltali tólf síðustu
vikna þar á undan. Alls seldust
202 eignir á höfuðborgarsvæð-
inu, þar af 188 íbúðir.
Akureyringar keyptu og seldu
tvöfalt fleiri fasteignir í síðustu
viku en nemur meðalviku-
skammti þeirra. Alls voru sextán
eignir seldar en undanfarnar tólf
vikur hafa þær að meðaltali ver-
ið sjö talsins.
Rúmlega eitt hundrað kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum um að verð hafi ekki
lækkað á tilteknum vörum. Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, hvetur
neytendur til að lýsa yfir óánægju sinni, ef þeir telja að lækkunin hafi ekki skilað sér.
eKKi allir
læKKað verðið
Margar kvartanir hafa borist
Neytendasamtökunum síðustu
daga yfir því að kaupmenn hafi
ekki lækkað verð á matvörum,
sælgæti og gosi eftir að breyting-
ar á virðisaukaskatti tóku gildi í
upphafi mánaðarins.
Flestar matvöruverslanir
virðast hafa lækkað verðið, en
algengast er að kvartað hafi verið
yfir verðlagi í bakaríum, sjopp-
um, sjálfsölum, mötuneytum
og veitingastöðum, en eitthvað
virðast kaupmenn þar hafa tekið
hægt við sér eftir breytingarnar.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að í
öllum meginatriðum hafi breyting-
ar á virðisaukaskatti gengið vel fyrir
sig. Hann segir að þó hafi samtök-
unum borist fjölmargar kvartanir.
„Það sem virðist vera gegnumgang-
andi, miðað við þær kvartanir sem
við fáum, er að veitingahús, og þá
ekki síst ódýrari skyndibitastaðir og
mötuneyti, séu þau fyrirtæki sem
ekki hafi lækkað verðið. Þar virð-
ist vera veruleg brotalöm, að skila
lækkuninni þangað sem hún á að
fara,“ segir hann, en undirstrikar
að á flestum stöðum hafi lækkunin
gengið vel.
„Við erum að fá allt of marg-
ar slíkar kvartanir og ég vil hvetja
þessa aðila til þess að breyta verði
í samræmi við lækkun virðisauka-
skatts. Fólk er mjög vel á verði og
fylgist mjög vel með, það eina sem
staðir uppskera er að þeir missa
viðskiptavini. Fólk ætlast til að þeir
skili þessu.“
Neytendur á verði
Að sögn Jóhannesar hafa á bilinu
eitt hundrað til tvö hundruð kvart-
anir borist Neytendasamtökunum.
Hann bendir á að sú tala gefi ekki
rétta mynd af heildarfjölda kvart-
ana, því ASÍ og Neytendastofa taki
einnig við kvörtunum. Hann seg-
ir Neytendasamtökin, Neytenda-
stofu og Verðlagseftirlit ASÍ hafa
tekið upp verkaskiptingu um um-
sjón með kvörtunum. „Ef um er að
ræða matvöruverslun, þá sendum
við fyrirspurn til viðkomandi versl-
unar. Ef við fáum ekki fullnægjandi
svör, þá leitum við frekari skýringa,
ef það gengur ekki, þá hef ég lýst
því yfir að við áskiljum okkur rétt
til þess að geta til um það opinber-
lega hvaða kaupmenn það eru, sem
lækka ekki.“
Þær kvartanir sem hafa borist
vegna stóru matvöruverslananna
eru ekki eins margar og vegna veit-
inga- og skyndibitastaða. „Það hafa
verið ákveðnir hnökrar, en almennt
séð sýnist mér þetta ganga vel upp
í matvöruverslunum. Vandamálið
er veitingahús og mötuneyti. Þær
kvartanir sem okkur berast um þau
áframsendum við til Neytenda-
stofu.“ Þá segir hann að nokkuð hafi
verið um fyrirspurnir vegna þess að
DVD-diskar lækkuðu ekki á sama
tíma og hljóðdiskar.
Hækkuðu fyrir mánaðamót
Vitað er um nokkur tilvik þar
sem veitingastaðir hækkuðu verð-
ið áður um það sem nam skatta-
lækkuninni og lækkuðu verðið svo
aftur í fyrra horf um mánaðamótin.
„Í slíkum tilvikum er verið að plata
neytendur. Það hafa komið slík
dæmi inn á borð til okkar og þar eru
veitingastaðir verstir. Það eru þó til-
tölulega fáar kvartanir sem beinast
að þessu. Það er miklu algengara að
neytendur kvarti yfir því að það hafi
ekkert lækkað.“
Jóhannes hvetur neytendur til
þess að lýsa yfir óánægju við selj-
endur ef verðið hefur ekki lækkað.
„Neytendur sem verða varir við að
það sé verið að hafa af þeim lækkun
eiga að láta seljendur vita að þeir
hafi ekki frekari áhuga á viðskipt-
um við þá og lýsa yfir megnustu
óánægju sinni.“
Jóhannes Gunnarsson Formaður
Neytendasamtakanna segist áskilja sér rétt til
þess að geta þess opinberlega hvaða seljendur
lækki ekki verð, ef ekki verður gerð breyting á.
„Neytendastofa birti ekki nægi-
lega góðar upplýsingar um hvaða
vörur lækkuðu þann 1. mars og
hversu mikið þær lækkuðu. Þar
með sinntu þeir ekki hlutverki sínu
og brugðust neytendum. Neyt-
endastofa hefði átt að birta
almennilegar upplýsing-
ar til neytenda um það
hvað átti að lækka og
hvað ekki,“ segir Sig-
urður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu.
„Það er fáránlegt að opinber
stofnun sem hefur það lögform-
lega hlutverk að upplýsa neytend-
ur birti eingöngu rafrænar upplýs-
ingar. Þeir höfðu undir höndum
þær upplýsingar sem neytend-
ur hefðu þurft til þess að átta
sig á lækkununum en birtu
þær ekki. Í stað þess var
birt lítil auglýsing þar sem
neytendur eru hvattir til
að geyma kvittanir og svo
er þeim bent á heimasíðu.
Þetta sæmir ekki stofnun á
borð við Neytendastofu,“ seg-
ir Sigurður Jónsson.
„Það örlar á því að
fólk sé vonsvik-
ið með lækk-
unina og það
er vegna þess að það er ekki nægi-
lega upplýst og gerir sér ekki grein
fyrir því hvað á að lækka og hversu
mikið, ekki vegna þess að lækkun-
in sé slæm, við erum ekki að mót-
mæla henni. Það hefði bara átt að
birta þessar upplýsingar og bera
þær inn á hvert heimili til þess að
tryggja það að réttar upplýsing-
ar næðu til allra. Það var mjög illa
staðið að þessu að okkar mati,“ seg-
ir Sigurður.
Segja hverjir
lækka ekki
Birti ekki nægilega góðar upplýsingar um hvað átti að lækka:
Neytendastofa brást neytendum
ValGeir ÖrN raGNarssoN
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
sigurður Jónsson
sigurði finnst fáránlegt
af Neytendastofu að birta
aðeins rafrænar
upplýsingar varðandi
virðisaukaskatts-
lækkunina.