Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 32
gerðu þeir nánast án orða en töldu
viðstaddir að þarna væru bæði út-
lendingar og íslendingar á ferð.
Nokkrir afmælisgestanna földu
sig skelkaðir úti á svölum á með-
an ósköðunum stóð en handrukk-
ararnir stöldruðu ekki við nema í
nokkrar mínútur. Gestirnir og hús-
ráðandi stóðu orðlaus eftir að of-
beldismennirnir hurfu á brott í
tveimur dýrum glæsivögnum og
voru þeir horfnir úr augnsýn þeg-
ar lögreglan kom á staðinn. Afmæl-
isveislunni var að sjálfsögðu lokið
og gestir tóku til við að koma hlut-
um á rétta staði þar sem því var við
komið. Mennirnir birtust síðan aft-
ur um nóttin í leit að piltnum sem
þeir höfðu ráðist á í fyrri heimsókn
sinni og náðu viðstaddir þá niður
bílnúmeri annars bílsins.
hrs@dv.is
Starfsmenn eins verktakafyrir-
tækisins sem nú vinnur við niður-
rif byggingarinnar sem áður hýsti
Ungdómshúsið urðu fyrir barðinu
á stuðningsmönnum þess í gær. Var
steinum kastað að bifreiðum þeirra.
Verktakarnir óttast frekari ofsókn-
ir á hendur starfsmönnum sínum
en nöfn fyrirtækjanna ganga á milli
mótmælenda í SMS-skeytum sam-
kvæmt frétt Politiken. Stéttarfélög
iðnaðarmanna höfðu óttast að þetta
ástand myndi skapast og höfðu gef-
ið út að félagsmenn sínir myndu ekki
vinna við niðurrif hússins eða fyrir-
hugaða nýbyggingu á svæðinu.
Á blaðamannafundi trúarsamtak-
anna Föðurhúsið, eigenda hússins í
gærmorgun sagði forsvarsmaður
þeirra að slæmt ástand hússins væri
ástæðan fyrir því að það yrði rifið.
Burðarvirki þess væri veikt og mik-
ill leki í hlutum þess. Eins sagði hún
sóðaskapinn vera mikinn og mun
meiri en þegar hún skoðaði húsið við
kaupin fyrir sex árum síðan.
Niðurrif hússins var stöðvað í
skamma stund stuttu eftir að fram-
kvæmdir hófust í gærmorgun.
Ástæðan var sú að umhverfisstofnun
borgarinnar taldi ekki nóg gert til að
fyrirbyggja að asbest myndi berast
yfir svæðið í kringum húsið. Deild-
ar meiningar eru meðal danskra
þingmanna um ákvörðunina um
að rífa húsið. Þannig telja þing-
menn Einingarlistans þessa niður-
stöðu sorglega og hvetja til þess að
viðræður hefjist sem fyrst á milli
borgaryfirvalda á Ungdómshúss-
ins. Þingmenn. Í gærkvöldi söfnuð-
ust hundruðir ungmenna saman til
mótmæla á Norðurbrú eftir að hafa
púað og öskrað að fangelsi þar sem
fjöldi mótmælenda situr inni. Sautj-
án manns voru handteknir í annars
friðsamlegum mótmælum gærdags-
ins.
Þriðjudagur 6. mars 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
Fréttaskot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónir fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is
HerefordBorðapantanir í síma 511 3350
2 fyri
r 1 á
drykk
jum
hússi
ns 17
-19
Íslenska nautakjötið
klikkar ekki.
Notum eingöngu sérvalið
íslenskt nautakjöt á
Hereford steikhúsi
Þeim verður seint
boðið í afmæli, þessum...
Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum miðviku-
daginn 28. febrúar. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt
efni og auglýsingar.
Efni blaðanna
Niðurrif Ungdómshússins í fullum gangi:
Fimm handrukkarar ruddust
inn í unglingaafmæli í Grafarvogi á
laugardagsnótt fyrir rúmri viku síð-
an. Æskuvinur afmælisbarnsins,
sem leiðst hefur út á ranga braut í
lífinu, var nýkominn í afmælið þeg-
ar handrukkarnir ruddust inn í leit
að honum.
Fimmtán til tuttugu unglingar á
aldrinum sextán til sautján ára voru
í afmælinu þegar handrukkararn-
ir birtust með látum í íbúðinni um
klukkan eitt um nóttina. Þeir voru
allir keimlíkir í klæðaburði, í svört-
um þröngum stuttermabolum, með
svartar húfur og nánast eins skegg.
Þeir voru mjög vöðvastæltir og líkleg
um þrítugt. Þeir rústuðu stofu íbúð-
arinnar, hentu sjónvarpinu í gólfið,
veltu við forláta skáp og sópuðu úr
hillum. Þeir náðu piltnum sem þeir
leituðu að og gengu illa í skrokk á
honum og kýldu úr honum tennur
en sá þurfti að leita sér læknisað-
stoðar á slysadeild Landspítalans.
Eins börðu þeir stúlku sem reyndi
að biðjast vægðar, fyrir hönd pilt-
sins, þannig að hún vankaðist. Þetta
Handrukkarar í
unglingaafmæli
Fimm handrukkarar á glæsikerrum gengu berserksgang:
Treysti sameiginleg
gildi ólíkra hópa
Opinbera hlutafélagið Ríkisút-
varpið varð formlega til í gær þegar
stofnfundur þess var haldinn í Þjóð-
menningarhúsinu. Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra sagði að við þetta opnuðust ný
tækifæri fyrir Ríkisútvarpið sem nyti
í framtíðinni aukins sveigjanleika frá
því sem var þegar það var ríkisstofn-
un.
Ráðherra sagði stefnt að því að 65
prósent alls dagskrárefnis sem sent
verður út milli 19 og 23 yrði íslenskt.
Auk þess á að styrkja hlutverk Ríkis-
útvarpsins sem almannaþjónustu-
miðils. Þorgerður sagði Ríkisútvarp-
inu ætlað að skapa samkennd meðal
þjóðarinnar og treysta sameiginleg
gildi meðal ólíkra þjóðfélagshópa.
d
v v
ið
sk
ip
ta
b
la
ð
ið
m
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Fr
ét
ta
b
la
ð
ið
81%
70%
59%
35%
iðnaðarmenn ofsóttir af mótmælendum
Bæjarstjóri
í bílveltu
Bæjarstjórinn í Bolungavík,
Grímur Atlason, velti bifreið sinni á
Steingrímsfjarðarheiði, síðastliðinn
föstudag. Börnin hans tvö voru með
í bílnum. “Þetta er það hryllilegasta
sem ég hef lent í. Ég var svo hræddur
um að ég myndi rotast og ekki getað
hjálpað börnunum,” segir Grímur.
Mikil hálka var á Steingrímsfjarð-
arheiði og snarvitlaust veður. Ekkert
símasamband er á svæðinu, en veg-
farendur komu til hjálpar að fimmt-
án mínútum liðnum.
Karen yfirgefur
frjálslynda flokkinn
Karen Jónsdóttir, forseti bæj-
arráðs Akraness og oddviti frjáls-
lyndra og óháðra, hefur sagt sig
úr Frjálslynda flokknum. Hún
gekk í flokkinn fyrr á árinu, að því
er talið er til að styðja Magnús
Þór Hafsteinsson, varaformann
flokksins, á flokksþingi en hefur
nú sagt sig úr flokknum aftur.
Karen hefur ekki svarað ít-
rekuðum símtölum DV frá því
á föstudag og því er óljóst um
ástæður brotthvarfs hennar úr
flokknum.
„Þetta hefur engin áhrif á
það,“ segir Gunnar Sigurðsson,
oddviti sjálfstæðismanna á Akra-
nesi, um hvort úrsögn Karenar
úr Frjálslynda flokknum hafi ein-
hver áhrif á samstarf flokkanna í
bæjarstjórn.
Handrukkun í grafarvogi Á örfáum mínútum rústuðu ofbeldismennirnir íbúðinni
og lúbörðu fórnarlambið. Myndin er sviðsett
Snjóflóðahætta í
ísafjarðardjúpi
Ófært varð í Ísafjarðardjúpi í gær-
kvöldi vegna snjóflóða sem fallið
höfðu á veginn frá Súðavík og inn í
Ögur. Vegurinn um Ísafjarðardjúp
verður ruddur í dag um leið og snjó-
flóðahætta er liðin hjá.
Vegurinn um Steingrímsfjarðar-
heiði tepptist fljótlega eftir að þjón-
ustu var hætt þar í gærkvöldi. Afleitt
ferðaveður var á þessum slóðum í
gærkvöldi að sögn Vegagerðarinn-
ar, snjór og hálka á öllum vegum og
stórhríð á vestfirskum heiðum.
flaug á hús
ættingja
Eric Johnson, 47 ára flugmaður
og átta ára dóttir hans létust þegar
lítil einshreyfils flugvél skall á íbúð-
arhúsi ættingja mannsins, skammt
frá flugvellinum í Suður Indíana.
Lögregla í Indíana sagði að flest
benti til þess að Johnson hefði flogið
vélinni viljandi á húsið en ástæður
þess liggja ekki fyrir. Johnson hafði
tekið vélina á leigu skömmu fyrir
slysið. Vivian Pace, ættingi Johnson,
var inni í húsinu þegar vélin skall
á því. Hana sakaði ekki. Bandarísk
flugmálayfirvöld segja að ár geti
liðið þar til úr því fæst skorið hvort
um slys var að ræða eða ásetning hjá
flugmanninum.
Eldsvoði í fátækrahverfi Í það minnsta 21 lét lífið þegar eldsvoði geisaði í fátækrahverfi í fátækrahverfi í borginni Chittagong í
Bangladess í nótt. Flest fórnarlömbin voru konur og börn, tíu börn fórust í eldsvoðanum og átta konur. Talið er að eldurinn hafi
kviknað út frá loga í rafmagnskerfi