Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 6. mars 2007 17
Hvað gerist á anfield?
aftur. Fyrir leikinn hefðum við fagnað
jafntefli en sigur var góður bónus.“
Chelsea í lykilstöðu
„Það eru engar líkur á að John
Terry spili á móti Porto,“ sagði José
Morinho. „Terry er mikilvægari en úr-
slit í fótboltaleik og við munum ekki
taka neina áhættu,“ sagði portúgalski
þjálfarinn. Fyrri leiknum lauk með
jafntefli 1-1 í Portúgal og eru því Chel-
sea menn í lykilstöðu með marki skor-
uðu á útivelli.
Porto verður án Jose Bosingwa og
Lucho Gonzalez vegna meiðsla. Báðir
meiddust í leik við Braga á laugardag-
inn. Jesualdo Ferreira hefur þó ekki
gefið upp alla von um að leikmenn-
irnir muni spila en hann mun væntan-
lega nota Marek Cech og Lucas Mar-
eque í staðinn fyrir þá félaga. Porto
hefur slegið út ensk lið í keppninni en
hefur aldrei unnið á enskri grundu.
Þetta verður jafnframt hundraðasti
leikur Porto í Meistaradeildinni.
„Við fengum ekki þá hvíld sem við
vildum í leiknum á móti Braga. Við gát-
um ekki sparað neina krafta því gæðin
í Braga liðinu eru mikil. Ég á von á erf-
iðum leik hér í London þar sem hrað-
inn verður allsráðandi,“ sagði þjálfari
Porto Jesualdo Ferreira.
Lyon taplaust í 18 heimaleikjum
Lyon fær Roma í heimsókn þar
sem þeir hafa ekki tapað í 18 síðustu
leikjum. Jeremy Toulalan er í leik-
banni í leiknum en hann var einn af
ellefu leikmönnum sem fengu gula
spjaldið frá Mike Riley í fyrri leiknum.
Lyon hefur komist í undanúrslit síð-
astliðin þrjú tímabil og verður róður-
inn þungur fyrir Francesco Totti og fé-
laga í Roma. Hins vegar nægir þeim að
skora til að vera komnir í algjöra lyk-
ilstöðu.
Alou Diarra miðjumaður Lyon
skrifaði næstum undir samning við
Roma en hætti við á síðustu stundu og
samdi við Lyon. Hann segir að Lyon
verði að vera þolinmóðir.
„Að vinna Meistaradeildina er
markmið fyrir okkur. Við verðum að
vera þolinmóðir á morgun (í dag) en
við höfum gæðin til að komast áfram.
Roma eru með nokkra fljóta leikmenn
og eru mjög stöðugir í sínum leik. Við
megum alls ekki fá á okkur mark,
því þá þurfum við að skora tvö.
Fyrr en síðar munum við fá færi
og þá verðum við að nýta þau.“
Aðspurður um hvað beri að var-
ast í leik Roma segir Diarra að
þeir verði að stoppa Francesco
Totti. „Hann er góður leikmaður
með mikla tækni. Hann veit hvar
hann á að staðsetja sig á vellin-
um og er með góðar ákvarðan-
ir inná vellinum. Við verðum að
fylgjast vel með honum, því ef hann
kemst ekki í boltann eru Roma ekki
það góðir.“
Skorar Zlatan
Zlatan Ibrahimovic Svíinn magn-
aði í liði Inter Milan hefur skorað 12
mörk í Seríu A á ítalíu. Hann hef-
ur hins vegar ekki enn fundið net-
möskvana í Meistaradeildinni og
finnst mörgum nóg um. Hann verð-
ur væntanlega í framlínunni ásamt
Hernan Crespo en Adriano er lítilega
meiddur og ekki búist við að hann
byrji leikinn. Roberto Mancini þjálf-
ari sagði að hans lið hefði gæðin
til að fara áfram. „Það yrði synd ef
við féllum úr keppni. Við höfum
alla getu til að standa okkur vel í
Meistaradeildinni.“
Vicente leikmaður Valenciu
segist ekki hræðast Inter.
„Við þurfum ekki að óttast
Inter, þeir eru gott lið en þetta
eru leikirnir sem við erum
bestir í. Við erum með forskot
í einvíginu en við þurfum að
vinna á Mestalla og kom-
ast áfram.“ Valencia vann
Celta frá Vigo 1-0, óverð-
skulað sögðu margir.
„Celta lék varnarsinnað
en það verður allt ann-
að uppá teningnum á
móti Inter. Þeir munu
koma hingað til að
sækja. Við virðum
Inter en við höfum
trú á okkur og ég er
sannfærður um að
við munum kom-
ast áfram.“
benni@dv.is
Rijkaard þjálfari Barcelona
Frank rijkaard segist vita hvað
býður hans á anfield
Valencia Við þurfum ekki að óttast
inter, þeir eru gott lið en þetta eru
leikirnir sem við erum bestir í.
Mikilvægt mark markið sem
andri shevchenko skoraði í
Portúgal gæti vegið þungt.Barátta framundan roma
bíður erfitt verkefni á
heimavelli Lyon.
leikirnir í kvöld
CheLSea - PoRto
n Liðin hafa mæst þrisvar í
Evrópukeppni.
n Porto hefur leikið 19 sinnum á
Englandi og aðeins unnið fjórum
sinnum (4-7-8).
n Chelsea hefur alltaf komist í 16 liða
úrslit í meistaradeildinni.
n Chelsea eru eitt af þremur liðum sem
hefur alltaf komist upp úr riðlinum.
n Hin eru real madrid og Nantes.
n Chelsea hefur unnið þrjá síðustu leiki
á heimavelli í meistaradeildinni.
n Liðið hefur einnig haldið hreinu í þeim
öllum.
n Porto hefur unnið síðustu tvo útileiki.
n Porto hefur ekki tapað í síðustu fimm
leikjum í meistaradeildinni.
n ashley Cole gæti spilað sinn 50.
meistaradeildarleik.
n didier drogba er markahæsti
leikmaður meistaradeildarinnar með
5 mörk.
n Luis gonzalez og Lisandro Lopez eru
markahæstu leikmenn Porto með 4
mörk.
n þetta verður 100. leikur Porto í
meistaradeildinni.
n Ef Porto tapar verður það 50. tapleikur
liðsins.
n Porto vann Braga 1-0 á heimavelli í
síðustu umferð.
n Chelsea vann Portsmouth 2-0 á
útivelli.
Lyon - RoMa
n þetta verður í annað skiptið sem liðin
mætast.
n mike riley dómari stal senunni í þeim
fyrri og veifaði 11 gulum spjöldum.
n það er met.
n Lyon hefur unnið tvo heimaleiki af sex
á móti ítölskum mótherjum (2-3-1).
n roma hefur unnið einn og tapað
einum á móti frönskum mótherjum í
Frakklandi.
n síðast spilaði roma í Frakklandi 18.
mars 1992 á móti monaco.
n þeir töpuðu 1-0.
n Lyon hefur gert þrjú jafntefli í röð í
meistaradeildinni.
n Lyon er ósigrað í sjö síðustu
viðureignum í meistaradeildinni.
n Lyon hefur ekki tapað í 18 síðustu
heimaleikjum í meistaradeildinni.
n Lyon er eina ósigraða liðið í
keppninni.
n roma hefur ekki fengið á sig mark í
síðustu tveimur leikjum í meistaradeild-
inni.
n Hatem Ben arfa mun halda upp á 20
ára afmælið á morgun.
n rodrigo Tadei gerir enn betur og
heldur upp á 27 ára afmælið í dag.
n roma gerði jafntefli við ascoli 1-1 í
síðasta deildarleik sínum á laugardag.
n Lyon vann st. Etienne 3-1 á útivelli.
VaLenCIa - InteR MILan
n Liðin haf mæst níu sinnum.
inter hefur unnið þrisvar, Valencia
tvisvar og fjórum sinnum hefur orðið
jafntefli.
n stærsti ósigur Valencia í Evrópukeppni
var gegn inter 5-1 á mestalla.
n inter skoraði fæst mörk allra liða sem
komust áfram í 16 liða úrslit.
n þeir skoruðu aðeins 5 mörk.
n inter hefur ekki tapað í fimm síðustu
leikjum í meistaradeildinni.
n Valencia skoraði 12 mörk í riðla-
keppninni.
n aðeins real madrid skoraði fleiri mörk,
eða 14.
n Valencia hefur unnið síðustu 5 leiki á
heimavelli í meistaradeildinni.
n þeir hafa haldið hreinu í síðustu
tveimur.
n maicon og raúl albiol eru einu
leikmenn liðanna sem hafa spilað allar
mínúturnar í meistaradeildinni.
n inter vann Livorno 1-2 á laugardag og
er lang efst í ítölsku deildinni.
n Valencia vann Celta Vigo 1-0 og er í
þriðja sæti í spænsku deildinni.
Bjarni Þór Viðarsson mun snúa
aftur til Everton eftir að hafa leikið fyr-
ir lið Bournemouth í ensku 2. deild-
inni í kvöld gegn Blackpool. Bjarni er
á nítjánda aldursári en Everton lánaði
hann til Bournemouth þar sem hann
hefur spilað síðustu vikur. Hann stóð
sig mjög vel með liðinu og náði að
skora en það mark kom gegn Oldham
í lok febrúarmánaðar.
„Það hefur verið tekin ákvörðun
um að ég snúi aftur en framlengi ekki
lánsdvöl mína hjá Bournemouth. Ég
talaði við aðstoðarþjálfara Everton
og var þessi ákvörðun tekin. Þar spil-
aði inn í að það er mikið um meiðsli í
herbúðum Everton,“ sagði Bjarni Þór
í samtali við DV í gær. Um síðustu
helgi spilaði Bjarni allan leikinn fyrir
Bournemouth þegar liðið vann gífur-
lega mikilvægan 2-0 sigur á liði Donc-
aster sem er í efri hluta deildarinnar.
„Ég mun gera mitt allra besta og
reyna að sjá til þess að ég kveðji lið-
ið með sigurleik,“ sagði Bjarni en lið
Bournemouth er nú í nítjánda sæti
af 24 liðum en það verður hlutskipti
fjögurra neðstu liðanna að falla.
„Þetta er farið að líta aðeins betur út
hjá liðinu núna og mikilvægt að ná að
rífa sig upp úr fallsæti.
Það er talsverður akstur frá Liver-
pool þar sem Bjarni er búsettur og til
Bournemouth þar sem hann hefur
gist á hóteli meðan hann hefur leik-
ið fyrir liðið. Everton hefur vegnað
vel í ensku úrvalsdeildinni það sem
af er og situr í sjötta sætinu. Talsverð
meiðsli hafa þó herjað á leikmanna-
hóp liðsins að undanförnu og um
helgina kom til að mynda í ljós að
Tim Cahill mun ekki leika meira á
Bjarni Þór Viðarsson aftur á leið til Everton:
Leikur sinn síðasta leik fyrir Bournemouth
þessu tímabili. Cahill leikur einmitt
sem miðjumaður líkt og Bjarni Þór
og væri gaman að sjá Íslendinginn
unga fá tækifæri með aðalliði Evert-
on á þessu tímabili en hann hefur
nokkrum sinnum komist í aðalhóp
liðsins í úrvalsdeildinni en ekki enn
fengið að spreyta sig. elvargeir@dv.is
Bjarni Þór mynd tekin í æfingaleik hjá
aðalliði Everton gegn Bury.