Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 26
Tónlist DV n Jón Gunnarsson les úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar í Grafarvogs- kirkju. n Kvöldsöngur í Laugarnes- kirkju kl. 20.00. Með umsjón fara Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson. n Sýningin Álfar í mannheim- um eftir Álfheiði Ólafsdóttur á Thorvaldsen bar í Austur- stræti. n Sýning í höfuðstöðvum Orkuveitunnar á innsendum tillögum um gerð útilistaverks við Hellisheiðarvirkjun. Virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Hvað er að gerast? þriðjudagurinn 6. mars Mynd breska grínistans Sacha Baron Cohen um sjónvarpsfrétta- manninn Borat Sagdiyev hefur aukið ferðamannastraum til Mið-Asíuríkis- ins Kasakstans til muna. Landið sem er það níunda stærsta í heiminum var nánast laust við allan túrisma áður en myndin sló í gegn í fyrra. Þetta er þvert á það sem stjórn- völd í Kasakstan höfðu haldið fram. Stjórnvöld reyndu hvað þau gátu til að grafa undan mynd Cohens og sögðu að hún myndi hafa slæm áhrif á orðspor landsins. Meðal annars var gefin út yfirlýsing þar sem sagði að Kasak- stan stæði ekki í út- flutningi skapahára og upphefði ekki gyðingahatur líkt og gefið væri til kynna í myndinni. Forseti landsins fór sérstaklega í heimsókn til Bandaríkjanna til að mótmæla myndinni. Þá keyptu stjórnvöld fjög- urra blaðsíðna auglýsingu í The New York Times þar sem hraktar voru margar af þeim staðhæfingum sem koma fram í mynd- inni. Í kjölfar vin- sælda Borats hef- ur flugferðum til landsins fjölgað og fyrirspurnir á ferð- asíðum á netinu hafa aukist gífurlega. Áhugi á hótel- um í landinu hefur aukist um 300%. Þá hefur breski gjaldeyrisrisinn Tra- velex þegar keypt aukalega kasaks- kan gjaldeyri fyrir hálfa milljón punda til að svara eftirspurn. Eykur ferðamanna- straum til Kasakstans Þvert á það sem stjórnvöld hafa haldið fram hefur Borat aukið túrisma í Kasakstan: Kasakstan er heitur áfangastaður Landið hefur fengið mikla athygli eftir að myndin um Borat var gerð. Sjötta breiðskífa Bjarkar, Volt kemur út hinn 7. maí næstkomandi. Vefmiðilinn Pitchforkmedia. com, fjallar ítarlega um útgáfuna og nýlega sett- ist Björk niður með blaðamanni vefsins til þess að ræða gerð plötunar í viðtals-seríu sem birtast mun á vefnum á næstunni. Í viðtalinu ræddi Björk um stjórnmál, hljóð- heim plötunar, samband hennar við aðra tónlist- armenn og framtíðaráætlanir hennar. Vann með Timbaland Björk annaðist upptökustjórn plötunar sjálf, en henni innan handar eru valinkunnir tónlista- menn, má þar nefna bandaríska hip-hop mógúl- inn Timbaland, Antony, Lightning Bolt´s, Brian Chippendale, kínverska pípuleikaran Min Xiao- Fen ásamt íslenskri tíu manna brasssveit. Björk segir ferð sína til flóðasvæðana við Ind- landshaf hafa veitt henni innblástur við gerð takt- ana á plötunni. „Í janúar á síðasta ári fór ég til svæða í Indónesíu þar sem flóðbylgjan olli mestu tjóni. Að sjá 300.000 manna þorp þar sem 180.000 manns létu lífið, fékk mikið á mig. Leitin að fólki stóð enþá yfir og nályktina lagði yfir svæðið.“ Vildi gera eitthvað skemmtilegt Hún segir vinnslu Volt hafa verið öðruvísi en við síðustu plötur hennar. „Við gerð þessarar plötu vissi ég frekar hvað ég vildi gera. Síðustu tvö verk- efni mín hafa verið á alvarlegum nótum, í þetta skipti langaði mig bara að gera eitthvað skemmti- legt. Mig langaði að gera taktfasta plötu aftur, Medulla var leið mín til þess að koma mér út úr því á sínum tíma og frá því að vera flokkuð niður af tónlistaráhugamönnum um hvaða takta ég myndi nota næst og með hvaða taktsmið ég myndi starfa með næst.“ Hún segir marga unga taktsmiði hafa haft sam- band við sig á sínum tíma, en hún hafi viljað kom- ast hjá því að vinna með einhverjum sem háð- ir voru tískubylgjum. „Ég er mjög vandlát þegar kemur að töktum,“ bætir hún við. Í viðtalinu gagnrýndi Björk einnig óeiningu fólks víða um heim. „Við mannkynið erum einn ættbálkur, við verðum að sætta okkur við það og hætta þessu kjaftæði sem oft er í kringum trúar- brögðin. Ég er orðin hundleið á trúarbrögðum sem ganga út að ákveðinn hópur sé mikilvægari en annar. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við erum öll spendýr, svo ég reyni að gera tónlist sem höfðar til okkar allra.“ valgeir@dv.is Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volt kemur út 7. maí næstkomandi. Björk ræddi í vikunni við vefmiðilinn Pitchforkmedia um gerð plötunar og hvernig heimsókn hennar til flóðasvæðana í Asíu hafði áhrif á tónlistarsköpunina. Meðal listamanna sem vinna með Björk á Volt, er hip-hop stórstjarnan Timbaland. TónlisT fyrir spendýr Björk Guðmundsdóttir Hefur selt yfir 15 milljón plötur á ferlinum. háskólabíó / akureyri / kringlunni / keflavík / álfabakka Paris, je t'aime kl. 5:45 - 8 - 10:20 travaux kl. 5:45 le poulpe kl. 8 la separation kl. 10:15 breaking and e.... kl. 10:40 B.i. 12 Letters fr.. kl. 5:30-8-10:40 B.i. 16 perfume kl. 8 B.i. 12 dreamgirls kl. 8 Leyfð Foreldrar kl. 6 Leyfð Babel kl. 5:30 - 10:40 B.i. 16 Music & Lyrics kl. 6 - 8 - 8:30-10-10:30 LEYFÐ bloog diamond kl. 8 - 10:40 B.i. 16 the bridge to ter... kl. 6 LEYFÐ Vefurinn he... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ Music & Lyrics kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð Music & Lyrics VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð Smokin' Aces kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16 breaking and entering kl. 8 - 10:20 B.i.12 Hannibal rising kl. 8 - 10:20 B.i.16 alpha dog kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16 foreldrar kl. 6 Leyfð the bridge to... kl. 3:40 - 5:50 Leyfð vefurinn he.. m/ísl. tali kl. 3:40 Leyfð fráir fætur m/ísl. tali kl. 3:40 Leyfð skolað í .. m/ísl. tali kl. 3:40 Leyfð Music & Lyrics kl. 8 - 10 Leyfð ghost rider kl. 8 - 10:20 B.i. 12 Music & Lyrics kl. 6 - 8 - 10 Leyfð breaking and... kl. 8 B.i. 12 the bridge to... kl. 6 Leyfð alpha dog kl. 10:10 B.i. 16 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.35 NOTES ON A SCANDAL B.I. 14 ÁRA kl. 6, 8 og 10 PAN´S LABYRINTH B.I. 14 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15 LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA kl. 8 og 10.10 KÖLD SLÓÐ B.I. 12 ÁRA kl. 5.45 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 5.50, 8 og 10.10 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 8, og 10 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 5.50 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15 LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA kl. 5.20, 8 og 10.35 LAST KING OF SCOTLAND Í LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.35 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 5.30, 8 og 10.30 PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 8 og 10.30 ANNA OG SKAPSVEIFLUNAR M/ÍSL TALI kl. 4 og 4.45 700 kr fullorðnir og 500 kr börn VEFUR KARLOTTU kl. 3.40 ÍSLENSKT TAL NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA kl. 5.45, 8 og 10.15 THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA kl. 6, 8 og 10 GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA kl. 8 og 10.15 KIRIKOU OG VILLIDÝRIN kl. 6 ÍSLENSKT TAL 3 T I L N E F N I N G A R BESTA STUTTMYNDIN IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ 450 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.