Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 19
DV Umræða þriðjudagur 6. mars 2007 19
PRÓFARKALESARI
F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð
DV vex og vill ráða ráða
prófarkalesara í fullt starf
Umsóknir sendist á próförk@dv.is
Frekari upplýsingar fást með því að hringja í 512
7000 eða senda póst á profork@dv.is merkt
“Próförk”
Við leitum að samviskusömum
einstaklingi sem á gott með að
vinna undir álagi.
Brautarholti 26 - 105 Reykjavík 512 7000 dv@dv.is
Ég velti því mjög fyrir mér þegar stjórnarsáttmáli ríkis-
stjórnarinnar var birtur á sínum tíma hvað ríkisstjórnar-
flokkarnir ætluðust fyrir með yfirlýsingu sinni um það að
festa skuli ákvæði um að auðlindir sjávar skuli vera þjóð-
areign í stjórnarskrána. Nú eru þessi mál tekin að skýrast.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa fallist á þetta til þess að
komast í ríkisstjórn og stefnt að því allan tímann að koma
í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Skipan Þorsteins
Pálssonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í nefndina og
framgangur málsins í henni er til marks um þetta. Fram-
sóknarflokkurinn sem krafðist þess að þetta ákvæði kæmi
inn í stjórnarsáttmálann gat
ekki annað vegna undanfar-
andi átaka í flokknum. Þeim
lyktaði með „sátt“ um að flokkurinn gengi til kosninga
með þá stefnu að þjóðareign á auðlindum sjávar yrði
bundin í stjórnarskrá.
Klofningur í stjórnarflokkunum.
Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmálans eru í báðum
stjórnarflokkunum ráðandi öfl sem eru alfarið á móti því
að ákvæðið verði sett í stjórnarskrána. Þar er á ferðinni
fólk sem vill einkavæða allar auðlindir þjóðarinnar. Þau
öfl unnu áfangasigur sem fólst í því að koma í veg fyrir að
nefndin skilaði tillögu um þjóðareign á auðlindum sjáv-
ar frá sér. Mörgum framsóknarmönnum óar hins vegar
við því að ganga til kosninga með þá byrði á baki að hafa
svikið þjóðina um eitt helsta kosningamál flokksins. Þeir
áttu sjálfir að tryggja framgang þess og geta ekki kennt
Sjálfstæðisflokknum um vegna þess að það er öllum ljóst
að þá hafa þeir sjálfir ákveðið að láta Sjálfstæðisflokkinn
komast upp með svikin. Af þessum ástæðum rumskar nú
forysta Framsóknarflokksins þó seint sé. Nú þegar Fram-
sóknarflokkurinn sér sitt óvænna og ætlar að fylgja mál-
inu eftir er hafinn nýr kafli í þessu máli.
Allt í plati?
Nú berast flugufréttir af því að forystumenn stjórnar-
flokkanna leiti í örvæntingu að leið sem þeir geti leiðst
eftir. Að hún felist í því að gera stjórnarskrárákvæðið
þannig úr garði að það ígildi eignarréttar sem útgerðar-
menn hafa samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi haldist
áfram. Komi einhver slík fyrirætlun í ljós væri það eitt-
hvert ósvífnasta bragð sem um getur í stjórnmálasögu
landsins. Það verður þá hlutverk stjórnarandstöðunn-
ar að sjá til þess að ákvæðið sem sett verður í stjórnar-
skrána tryggi þjóðareign á auðlindum sjávar til framtíð-
ar og það hlutverk stjórnvalda að gæta þeirrar eignar
fyrir hönd þjóðarinnar. Um aðrar þjóðarauðlindir svo
sem í þjóðlendum og á og undir hafsbotni þurfa að
gilda sambærileg ákvæði í framtíðinni. Engan undan-
slátt er því hægt að gefa í þessu efni. Ég er sammála því
sem greinarhöfundur úr sjávarútvegi segir á heimasíð-
unni 200mílur. „Stjórnarskrá geymir grundvallarreglur
samfélagsins. Slíkt ákvæði getur verið á tvenna vegu,
án efnislegs inntaks eða með efnislegu inntaki. Dæmi
um ákvæði án efnislegs inntaks væri: „himininn er ekki
blár“. Slíkt ákvæði hefði lítil áhrif á stjórnarskrá íslenska
lýðveldisins önnur en að hún myndi lengjast. Stjórn-
arskrá er hins vegar ekki marklaust plagg eða saman-
safn innantómra barnalegra yfirlýsinga. Allra síst sú ís-
lenska sem er tiltölulega skorinorð og kjarnyrt.“ Þannig
eiga stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum
að vera. Stjórnvöld hafa svo það mikilvæga hlutverk
að gæta þessara þjóðarauðlinda fyrir hönd þjóðarinn-
ar með sambærilegum hætti og einstaklingar og fyrir-
tæki gæta sinna eigna. Þetta er hægt að gera án þess að
raska aflamarkskerfinu eða grundvelli þeirra útgerða
sem byggja afkomu sína á því að nýta sjálfar sínar afla-
heimildir.
JóhAnn ársælsson
alþingismaður skrifar
Af þessum ástæðum
rumskar nú forysta
Framsóknarflokksins
þó seint sé.
Klofningur í stjórnarflokkunum
Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og for-
sætisráðherra nýtur lang mesta trausts almennings þegar
spurt er hvern fólk vilji sjá á stóli forsætisráðherra. Frétta-
blaðið spurði í skoðanakönnun á dögunum og var niður-
staðan afgerandi í þessa veru.
Þetta er athyglisvert en kemur ekki á óvart. Forsætisráð-
herra hefur notið mikils og óskoraðs trausts. Þessi könnun
rímar við aðrar sem gerðar hafa verið. Ljóst er að forystu-
menn stjórnarandstöðunnar hafa alls ekki þetta traust al-
mennings þegar spurt er um hvern fólk vilji sjá í forystu
ríkisstjórnar.
Það er í þessu sambandi eftirtektarvert að skoðana-
könnunin viðheldur þeirri togstreitu sem varð opinber á
milli formanns Vinstri grænna og Samfylkingar í frægum
Kryddsíldarþætti Stöðvar tvö á gamlársdag. Þá kristallað-
ist vel og vendilega að Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J.
geta alls ekki unnt hvoru öðru þess að skipa sess forsætis-
ráðherra. Könnunin nú er á þann veg að bæði munu halda
áfram þessari valdabaráttu innan hins lánlausa Kaffi-
bandalags. Þarna er enn eitt sprengipúðrið á átakavelli
vinstri flokkanna.
Vandi Kaffibandalagsins felst náttúrulega í því að kjós-
endur hafa ekki trú á slíku stjórnarsamstarfi. Það er held-
ur ekki að furða. Við þekkjum það af reynslunni að þriggja
flokka vinstri stjórnir eiga skammvinna ævi og lifa ekki út
kjörtímabilið. Það er því ekki að undra að þeir kjósendur
sem krefjast breytinga og þeir sem kjósa einhvern stjórn-
arandstöðuflokkana þriggja geta almennt ekki hugsað sér
að sjá þá saman í ríkisstjórn.
Andspænis vinstri valkostinum er á hinn bóginn Sjálf-
stæðisflokkurinn, samstæður og undir öflugri og vinsælli
forystu. Að því leyti eru kostirnir í vor býsna skýrir, sem
kosningabarátta komandi vikna á eftir að leiða enn betur
í ljós.
Afskaplega skýrir kostir
Kjallari
EinAr Kristinn guðfinnson
sjávarútvegsráðherra skrifar
Vandi Kaffibandalagsins
felst náttúrlega í því að
kjósendur hafa ekki trú á
slíku stjórnarsamstarfi.
Nú hefur umhverfisráð Reykja-
víkurborgar samþykkt að kanna
kosti þess og galla að taka upp
gjald-
töku
eða
aðrar takmarkanir á notkun
nagladekkja, í samvinnu við ríki
og önnur sveitarfélög. Gott og vel.
Þetta er einn liður í því að minnka
slit á götum borgarinnar og draga
úr svifryksmengun. En þá vakna
margar spurningar. Eins og til að
mynda þær, hvað þeir ökumenn
eigi að gera sem vinna utan höf-
uðborgarsvæðisins, þurfa vinnu
sinnar vegna að ferðast mikið út
fyrir borgina eða hvað gert verð-
ur við ökumenn sem voga sér til
borgarinnar utan af landi. Stór
munur er á aksturskilyrðum inn-
an borgar og utan eins og flestir
vita. Er það ætlun umhverfisráðs
að gefa undanþágur eða verða
sett upp risavaxin hjólbarðaverk-
stæði við borgarmörkin þar sem
skipt verður um gang á staðnum?
Tillaga umhverfisráðs er vel meint
en um leið vanhugsuð. Skýringar
óskast.
Ökumaður skrifar:
Naglar eða ekki naglar
lesendur
Valgerður Sverrisdóttir, ut-
anríkisráðherra á hrós skilið fyr-
ir staðfestu. Valgerður hefur hrist
af sér ítrekuð áhlaup samstarfs-
flokksins sem hefur sótt það fast að
koma gæðingum sem hætta í vor á
þingi í sendiherrastöður. Nú síð-
ast hefur þráfaldlega verið reynt að
koma Sigríði Önnu Þórðardóttur í
stöðu sendiherra en hún lætur af
þingmennsku í maí. Valgerður hef-
ur staðið fast á sínu og hyggst ekki
feta í fótspor forvera síns sem nú
vermir stól í seðlabankanum. Sá
stóð fyrir einhverri mestu spreng-
ingu sem orðið hefur í utanríkis-
þjónustunni síðustu dagana áður
en hann tölti yfir Arnarhólinn í
Seðlabankastólinn. Gott hjá Val-
gerði að spyrna við fótum. Það þarf
kjark til og hann hefur Valgerður.
A.M. skrifar:
Valgerður á hrós skilið