Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 11
DV Fréttir þriðjudagur 6. mars 2007 11 Skuldum við Írak? Á fundi menntamálaráðherra Evr- ópusambandsins í Heidelberg í síð- ustu viku var rædd tillaga Þjóðverja um að gerð verði ein kennslubók um sögu álfunnar sem öll 27 aðild- arríkin myndu nota. Annette Schav- an, menntamálaráðherra Þjóðverja, segir tilganginn vera þann að gefa nemendum tækifæri á að kynna sér atburði sögunnar og afleiðingar þeirra frá fleiri hliðum en eingöngu heimalandsins og efla þekkingu á sameiginlegri menningu landanna. Fyrirmyndin að þessu verkefni er sögubók Þjóðverja og Frakka sem tekin var í notkun í fyrra en í henni er hver kafli skrifaður af einum sagn- fræðingi frá hvoru landi fyrir sig. Sú bók inniheldur sögu Evrópu frá seinna stríði. Söguskoðun ekki tilgangurinn Þó að Þjóðverjar séu nú í forsæti Evrópusambandsins gæti það reynst þrautinni þyngra að fá verkefnið samþykkt enda hefur sambandið takmarkað vald yfir menntamálum aðildarlandanna. Eins hefur frum- kvæði Þjóðverja í málinu valdið efa- semdum innan sambandsins en þeir hafa vísað á bug öllum ásökunum um að tilgangurinn með verkefn- inu sé að draga fram mildari mynd af sögu landsins. Í grein breska dag- blaðsins Guardian er fullyrt að Bret- ar hafi sínar efasemdir um málið og eins Pólverjar sem hafi endurtek- ið sakað Þjóðvera um að reyna að endurskrifa söguna. Tortryggni mun einnig gæta meðal Tékka, Hollend- inga og Dana. Verkefnið nýtur stuðnings Ang- elu Merkel, kanslara Þýskalands, og einnig þeirra embættismanna sem fara með menntamál innan sam- bandsins. Bókin yrði sett saman af alþjóðlegum sérfræðingum. kristjan@dv.is Tillaga frá Þjóðverjum um að innan ESB verði námsefni það sama: leggur til sameiginlega sögubók fyrir nema í ESB Annette Schavan menntamálaráðherra þýskalands telur að það muni styrkja tengsl Evrópusambandsþjóðanna ef allir læra sömu söguna. Sala á íþróttafötum í hollenska bænum Heteren mun dragast tölu- vert saman ef bæjarbúar taka fagn- andi þeirri nýbreytni að geta stælt líkamann allsberir í einni af líkams- ræktarstöðvum bæjarins. Í fyrsta nakta æfingatímanum um helgina mætti aðeins hópur miðaldra karl- manna en þær konur sem höfðu skráð sig létu ekki sjá sig. Samkvæmt frétt fréttastofunnar AP eru aðrir við- skiptavinir stöðvarinnar ekki ánægð- ir með að þurfa að deila æfingatækj- um með nakta fólkinu. Eigendur stöðvarinnar fullvissa þá hins vegar um að tækin verði hreinsuð með það sterkum efnum að það myndi duga til að drepa eyðniveiruna. Grunur um pyntingar Breskir og íraskir hermenn réðust inn í fangelsi írösku leyniþjónust- unnar í Basra á sunnudag og fundu þar 30 fanga, sem sumir báru þess merki að hafa verið pyntaðir. Meðal fanga í húsinu var móðir með tvö börn sín. Íraski forsætisráðherr- ann Nuri al-Maliki er bálreiður út af aðgerðunum og hefur fyrirskipað rannsókn á þeim. Hann fordæmdi húsleitina sem „ólöglega og óá- byrga“. Hlutbréfaverð enn á niðurleið Verð á hlutabréfum hélt áfram að lækka í kauphöllum víðsvegar um heiminn í gær. Ástandið er öllu verra í Asíu en í Evrópu og Bandaríkjun- um. Þannig lækkuðu hlutabréfavísi- tölur í Tókýó og Sjanghæ um þrjú og hálft prósent á meðan lækkanir í stærstu kauphöllum Evrópu voru innan við eitt prósent. Dow Jones- vísitalan tók dýfu niður á við í byrj- un viðskipta í gær en braggaðist þegar leið á daginn. Sagan um Bónusgrísinn Íslenskt viðskiptalíf er meginþemað í nýrri bók sænska rithöfundarins Johans Ehrenberg sem ber heit- ið Sagan um Bónusgrísinn litla og kolkrabbann stóra. Bókin segir frá því þegar kapítalisminn kom til Ís- lands og lagði landið undir sig „þeg- ar galdrakarlarnir fóru að sveifla stöfum sínum“. Sagan er sögð drifin áfram af „hatri, framagirni og hefnd“ og hefur fengið glimrandi dóma hjá sænskum gagnrýnendum. Aðeins miðaldra karlar mættu í nektartíma: Naktir í ræktinni í Hollandi Berrassaðir í æfingatækjum aðrir gestir líkamsræktarstöðvar- innar eru ekki sáttir við að nota sömu tæki og fatalausir menn. með stjórnartaumana og full- veldið. Allar aðgerðir erlends her- liðs í Írak í dag eru því í náinni samvinnu við lýðræðislega kjörin stjórnvöld. „Öll dómsmál og all- ar bótakröfur myndu því líklega takmarkast við tímabilið meðan stríðið naut ekki samþykkis ör- yggisráðsins, það er að segja frá innrásinni þann 20. mars 2003 þar til íraska ríkisstjórnin tók við völdum.“ herdis@dv.is Kúlnagöt Fyrir utan tapaðan mannauð, sem vegur þyngst, þá dylst engum að miklar skemmdir eru víða í Írak. Hluti af þessum reikningi gæti verið sendur bandalagi viljugra þjóða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.