Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Blaðsíða 6
þriðjudagur 6. mars 20076 Fréttir DV Vilji er til breytinga Forystumenn stjórnarflokkanna eru sammála um að stjórnarsam- starfið sé ekki í hættu þrátt fyrir að ekki hafi verið gengið frá því að ákvæði verði sett í stjórnarskrá um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þeir virðast því líta öðruvísi á málið en Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra sem lét að því liggja að upp úr samstarfinu kynni að trosna stæðu sjálfstæðismenn ekki við þann hluta stjórn- arsáttmál- ans sem snýr að stjórnar- skrárákvæði um auðlindir sjávar. Óvissa ríkir þó enn um hvort fram kemur frumvarp fyrir þinglok sem geymir ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á náttúru- auðlindum. Formenn og varafor- menn stjórnarflokkanna ræddu málið á fundi í gærmorg- un en ekkert bólaði á frumvarpi í lok þess fundar. Boð stjórnarand- stæðinga Þrír forystumenn stjórnarand- stöðunnar lýstu því yfir í gær að stjórnarandstað- an væri tilbúin til samstarfs við rík- isstjórnarflokkana um að koma stjórnarskrárbreytingunni í gegn. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Sam- fylkingarinnar, sagði að nú væri sögulegt tæki- færi. Það skýrði hann með því að meirihluti væri fyrir því á þingi í fyrsta sinn að styðja stjórnarskrár- breyt- ingu þá sem kveðið er á um í stjórn- arsáttmálanum. „Við erum að bjóða þeim upp í dans,“ sagði Össur og sagði óhjákvæmilegt annað en að láta á það reyna hvort samkomulag næðist um stjórnarskrárákvæði. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tók undir þetta. „Við samþykkjum jafnframt að þetta verði forgangsmál og erum reiðubú- in að lengja þinghaldið um nokkra daga ef með þarf,“ sagði hann. Stjórnarandstæðingar sögðu að ef ekki næðist samstaða um almennt stjórnarskrárákvæði um þjóðar- eign á öllum auðlindum sem ekki eru í einkaeigu væru þeir reiðubún- ir að samþykkja stjórnarskrárbreyt- ingu sem byggði aðeins á orðalagi stjórnarsáttmálans. Þar er talað um að setja í stjórnarskrá að auðlindir sjávar séu þjóðareign. Vægi ákvæðisins Margir sjálfstæðismenn hafa ver- ið efins um ágæti þess að stjórnar- skrárbinda þjóðareign á auðlindum sjávar. Ótt- ast sumir þeirra að það geti grafið undan sjáv- arútveginum. Því hefur verið rætt um að stjórn- arskrárákvæðið megi ekki ganga gegn fisk- veiðistjórnarkerfinu. Í ljósi þess að umræðan um stjórnarskrárvarðan eignarrétt þjóðarinn- ar á auðlindum sjávar spratt á sínum tíma upp úr andstöðu við fiskveiðikerfið voru talsmenn stjórn- arandstöðuflokk- anna spurðir hvort raunhæft væri að ætla að ná mætti sátt um stjórnar- Ekkert samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkanna um stjórnarskrárákvæði þar sem tryggt er að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar segjast reiðubúnir til samstarfs við ríkisstjórnarflokkana til að greiða fyrir því að ákvæðið verði sett í stjórnarskrá áður en þingi lýkur. Brynjólfur Þór Guðmundsson blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is Geir H. Haarde Forsætisráð- herra á ekki von á vandræðum milli stjórnarflokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Tekur ekki undir orð sigurðar Kára Kristjánssonar um að siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segi af sér. Guðni Ágústsson Varaformaður Framsóknar kannast ekki við hótanir af hálfu framsóknarmanna. jón sigurðsson Formaður Framsóknar segir að vinnunni verði haldið áfram. dV mynd stefÁn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.