Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Page 4
Þriðjudagur 6. mars 20074 Fréttir DV Eistlendingi var komið til bjargar við Esso á Ártúns- höfða en hann hafði verið rændur og laminn. Hann segir fimm menn hafa rænt sig sjötíu þúsund krón- um og gengið í skrokk á sér. Stöðvarstjóri Esso segir manninn hafa litið illa út en starfsmaður hafi ekki hikað við að hlúa að honum og hringja á aðstoð. „Við höfum orðið vör við ýmislegt og erum öllu vön,“ segir Guðrún Gísla- dóttir, stöðvarstjóri Esso á Ártúns- höfða, en starfsmaður hennar kom manni til bjargar eftir að fimm menn höfðu ráðist á hann og rænt. Maður- inn er eistneskur en samkvæmt lög- reglunni varð hann fyrir árás rétt hjá bensínstöðinni. Hann leitaði inn á stöðina og rétti starfsstúlku símann sinn. Hún hringdi á lögregluna og hlúði síðan að manninum enda sá talsvert á honum eftir árásina. Það var um sjöleytið á sunnu- dagskvöldið sem maður á fertugs- aldri kom alblóðugur inn á Esso á Ár- túnshöfða. Stöðvarstjórinn, Guðrún Gísladóttir, segir að afar lítið hafi far- ið fyrir manninum. Hann var alblóð- ugur enda kom í ljós síðar að hann var nefbrotinn auk þess sem hann var með aðra áverka. Afgreiðslu- stúlka sem stóð vaktina sá manninn og bauð honum aðstoð. Hún hlúði að honum og hringdi á lögregluna sem kom á vettvang stuttu síðar. Maðurinn segir fimm menn af pólsk- um uppruna hafi ráðist á sig. Hann fullyrðir einnig að þeir hafi rænt af honum sjötíu þúsund krónum. Hann hefur kært árásina. Við hjálpum „Við hjálpum því fólki sem þarf á að halda,“ segir Guðrún Gísla- dóttir stöðvarstjóri Esso á Ártúns- höfða. Hún hefur unnið í tíu ár hjá Esso og upplifað ýmislegt. Hún vill ekki nefna dæmi en segir það eðli- legt að fólk hjálpi náunganum. Það er þó ekki sjálfgefið en í síðustu viku sagði DV frá stórslösuðum manni. Hann reyndi að stöðva bíla til þess að komast upp á spítala. Það var ekki fyrr en seint og síðar meir sem leigubílstjóri stoppaði og ók mann- inum á spítala til aðhlynningar. Þegar þangað var komið var hann kaldur og hrakinn auk þess að vera margbrotinn í andliti. Starfsfólk Esso sýndi þó meiri styrk og segir Guðrún viðbrögð starfsmanna hafa verið til fyrir- myndar og gekk allt saman skjótt fyrir sig. Hógværð ofar öllu „Við reynum bara að hjálpa,“ seg- ir Guðrún hógvær um óvenjulega aðstoð afgreiðslufólksins. Það er ljóst að þess er ekki aðeins krafist að afgreiðslufólk brosi og fylli á tóm- an tankinn, það þarf að vera í stakk búið til að takast á við hið óvenju- lega. Aðspurð segir Guðrún að stúlk- an sem hlúði að fórnarlambinu hafi verið óvenjusnögg að ná sér á strik eftir atburðinn. Sjálf segir Guðrún að þau séu hætt að kippa sér upp við hvað sem er. Stöðin er opin allan sólarhringinn og þangað kemur hin fjölbreyttasta flóra landsins. Á stöð- inni starfa um fjörutíu manns og því nóg um að vera. Spennandi fjör Hún lætur vel af starfinu. „Þetta er bara spennandi og oftar en ekki fjör,“ segir hún hlæjandi. Að hennar sögn er góð stemning hjá starfsfólk- inu í Ártúnshöfðanum. Vaktirnar eru skemmtilegar þrátt fyrir að margt komi upp. Fjöldi fólks leggur leið sína til þeirra og ef þau eru ekki að dæla bensíni eða afgreiða fólk þá eru þau að bjarga fólki í neyð. „Kannski erum við bjargvætt- ir,“ segir Guðrún með semingi enda hógværð ofar öllu í huga hennar. Mál mannsins er í rannsókn hjá ofbeldisbrotadeild lögreglu höfuð- borgarsvæðisins en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. „Við hjálpum því fólki sem þarf á að halda.“ Bjargvættir á Bensínstöð eldur vegna fikts Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað að bátasmiðju við Hjalla- hraun í Hafnarfirði um fimmleyt- ið í gær. Eld hafði fest í trefja- plastplötum fyrir utan húsnæðið og úr varð allnokkur reykur. Búið var að slökkva eldinn þeg- ar slökkviliðið kom á vettvang en samkvæmt varðstjóra hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá fikti barna. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is agabrot Flosa bíður meðferðar Mál Flosa Kristjánssonar, að- stoðarskólastjóra í Hagaskóla, hafði ekki borist menntasviði Reykjavíkurborgar í gær. DV sagði frá því í gær að Flosi hefði mætt ölvaður á árshátíð nem- enda Hagaskóla í liðinni viku. Farið er með málið sem agabrot. Ragnar Þorsteinsson, sviðs- stjóri menntasviðs, segir það al- gert grundvallaratriði að málefni einstakra starfsmanna séu ekki rædd á opinberum vettvangi. „Þetta fer í ákveðið ferli hjá okk- ur. Þetta er trúnaðarmál,” segir Ragnar. vilja bónusinn í launataxtana Félagar í Starfsgreinasam- bandi Íslands vilja færa bónus fiskvinnslufólks inn í launataxta. Þetta var meðal þess sem kom fram á ráðstefnu samtakanna um helgina þar sem fjallað var um kosti og galla kaupaukakerfis í fiskvinnslu. Samkvæmt upplýsingum á vef Verkalýðsfélags Akraness er meðaltalsbónus hjá fiskvinnslu- fólki um 200 til 230 krónur á tímann. Færist bónusinn inn í launataxtann er því ljóst að tíma- kaupið hækkar verulega. Önnur krafa ráðstefnumanna var að færa launataxta nær markaðslaunum og verja þannig markaðslaunakerfið sem hefur verið byggt upp hér. „Það er lítið skref að hækka há- marksfjárhæð almennra lána úr 17 milljónum upp í 18 milljónir þegar sú viðmiðun sem yfirleitt er rætt um er hækkun upp í rúmlega 23 milljón- ir. Ég er ekki að segja að það hefði átt að stíga það skref allt í einu en óneit- anlega hefði maður viljað sjá stærra skref,“ segir Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Félagsmálaráðuneytið gaf út reglugerð um lækkun lánshlutfalls og hækkun á hámarkslánsfjárhæð sem tók gildi 1. mars þar sem lánshlutfall almennra lána Íbúðalánasjóðs hækk- ar úr 80% í 90% og hámarksfjárhæð almennra lána hækkar úr 17 millj- ónum króna í 18 milljónir en Guð- mundur telur það ekki vera nægilega hækkun. „Hlutverk Íbúðalánasjóðs er lögum samkvæmt að stuðla að því að fólk geti eignast eða leigt húsnæði á við- ráðanlegum kjörum. Við reynum að gegna því eftir bestu getu og hækkun lánshlutfallsins aftur upp í 90% er skref í þá átt. Íbúðalánasjóður má ekki lána meira en 18 milljónir og býr við takmarkanir við bruna- bótamat,“ segir Guð- mundur Bjarnason. „Ég tel að við hefð- um þurft að hækka há- marksfjárhæð almennra lána meira til þess að við náum því að lána 90% af meðalverði íbúðar. Það við- mið sem gjarnan er rætt er meðalverð síðustu sex mánaða á 110-120 fer- metra íbúð í fjölbýli á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta verð er í dag samkvæmt upplýsingum frá Fasteigna- mati ríkisins um 26 milljón- ir og 90% af meðalverðinu er því ekki um 18 milljón- ir heldur 23,4 milljónir króna. Þetta er hins veg- ar eitthvað sem félags- málaráðuneytið ákveð- ur og Íbúðalánasjóður hefur ekkert um það að segja. Ég er líka eindreg- ið þeirrar skoðunar að viðmiðun við brunabóta- mat sé löngu úrelt og það ætti að afnema hana hið fyrsta,“ segir Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs. kristinhrefna@dv.is Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs vill lána 90 prósent af meðalverði húsnæðis í dag: Hæstu lán megi vera 23 milljónir Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs guðmundur segir löngu tímabært að hætta að reikna lánsfjárhæð út frá brunabótamati. Mat Moody‘s einskis nýtt Matsfyrirtækið Moody‘s fær nú slæma útreið í fjármála- heiminum, bæði frá Royal Bank of Scotland og banda- ríska fyrirtækinu CreditSights. Moody‘s er sagt hafa tapað áttum og matsgerðir þess vera einskis nýtar. Moody‘s hækkaði nýlega lánshæfismat íslensku bank- anna Glitnis, Kaupþings og Landsbanka í hæsta flokk, AAA. Moody‘s segir að matið beri að skoða með hliðsjón af fjárhagsstyrk bankanna, en hann fær einkunnina C. Bloomberg greinir frá. Valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Bjargvættir starfsfólk Esso kom manni til bjargar eftir að hann hafði verið laminn og rændur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.