Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Síða 22
þriðjudagur 6. mars 200722 Lífsstíll DV LífsstíLL Tækni og vit 2007 stórsýning tileinkuð tækniþróun og þekkingariðnaði, Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í smáranum dagna 8. til 11. mars. markmiðið er að kynna nýjungar og þjónustu sem í boði er í hátækni- og þekkingariðnaði og þá áhugaverðu þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. meðal þátttakenda verða tölvu- og upplýsingatæknifyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, fyrirtæki í líf- og lyfjatækni og mörg öflugustu iðntæknifyrirtæki landsins. Tækni og vit 2007 er áhugaverð sýning fyrir alla þá sem starfa í hátækni- og þekkingariðnaði og alla þá sem hafa áhuga á því nýjasta í tækniþróun. Það væsir ekki um farþegana sem ferðast með Guðjóni Jónssyni leigubílstjóra í extra langa Mer- cedes Bensinum hans. Bíllinn er af gerðinni S-class long; sætin eru eins og fínustu hægindastólar og innbyggð tölva gerir farþegunum kleift að senda og móttaka tölvu- póst. Einnig er hægt að hringja úr bílnum um allan heim og Guðjón fær pantanir frá kúnnunum í gegn- um hvoru tveggja. Hann líður um göturnar eins og gamall aðalsmaður og vekur athygli og aðdáun gangandi sem akandi vegfarenda. Bílinn heitir Merced- es Benz, ættarsagan og löng og ein- kennist af glæsileika. Guðjón Jóns- son leigubílstjóri, sem áður sigldi um heimsins höf, er alsæll með þennan félaga sinn. Guðjón hefur starfað sem leigubílstjóri í ellefu ár, en áður starfaði hann meðal annars sem skipstjóri. Nú rekur hann eig- ið fyrirtæki, GJ Transport- Tour and Guide Service og annar varla eftir- spurn frá fólki sem kemur til Íslands frá ýmsum heimshornum. „Viðskiptavinirnir eru aðallega bankamenn úr ýmsum áttum og þeir leigja bílinn heilu og hálfu dag- ana. Bíllinn, sem er extra langur, er hannaður með kröfur VIP-við- skiptavina og þjóðhöfðingja í huga. Ég hef keyrt sendiherra og aðra fyr- irmenn frá mörgum löndum en hef lítið gert af því að keyra kvikmynda- og poppstjörnur. Man samt eftir hjónum sem ég þekkti strax af hvíta tjaldinu sem skráðu sig undir eigin nafni en ekki stjörnunafninu. Við slíkar aðstæður er best að setja bara upp pókersvipinn. Annars eiga far- þegarnir það yfirleitt sameiginlegt að vilja ekki láta á sér bera og reyna að falla inn í hópinn. Einu sinni var ég fenginn til að sækja Lord úr bresku lávarðadeildinni og í tilefni þess puntaði ég mig upp í jakkaföt og hvíta skyrtu. Lávarðurinn reynd- ist ekki eins flottur til fara og ég, hann var klæddur í gallabuxur og peysu.“ Leigubílstjórar þurfa stund- um að aka fólki í annarlegu og erf- iðu hugarástandi en Guðjón segist sjaldan hafa lent í því að þurfa að smella sér í hlutverk sálusorgarans. „Auðvitað kemur ýmislegt upp á og stundum eru erfið mál í gangi. Leigubílstjórar lenda oft í því að þurfa að fylgjast með mannlegum harmleikum og auðvitað tekur það á og gerir starfið erfiðara en ella. Slík vandamál eru ekki uppi á tenging- um þegar ég ek með útlendingana, þeir skilja vandamálin eftir heima, ef einhver eru. Ég hef líka verið heppinn í starfi því ég hef sloppið við líkamsárásir og allt slíkt.“ Guðjón fullyrðir að það skapist samband á milli bíls og bílstjóra. „Bíllinn er vinnustaðurinn minn og mín reynsla er sú að það byggist upp eins konar andlegt samband á milli manns og bíls. Það sama var uppi á teningnum þegar ég var skip- stjóri. Mér þykir vænt um bílana mína og kannski vænst um þennan sem ég keypti beint frá Þýskalandi síðastliðið sumar.“ Guðjón setur sig oft í hlutverk leiðsögumannsins og segist hafa mikla þekkingu á landi og þjóð. Hann talar ensku og Norðurlanda- málin reiprennandi og hefur tekið að sér að aka þýskum ferðamönnum þótt hann viðurkenni að þýskukunn- áttan sé ekki beysin. „Viðskiptavinirnir eru yfirleitt ánægðir með aksturinn og leiðsögn- ina og ég fæ sendan fjöldann allan af þakkarbréfum. Slíkt þakklæti er bestu launin. Ég fékk til dæmis fallegt bréf frá forstjóra einnar stærstu bílaverk- smiðju Asíu. Hann kom hingað yfir helgi með konu og barn og reynd- ist óánægður með „færibandaferð“, eins og hann kallaði það, til Gullfoss og Geysis. Það endaði með því að ég tók að mér að fara með þau til Þing- valla og í Bláa lónið. Mér þótti vænt um þegar ég fékk langt bréf í gegnum tölvuna þar sem forstjórinn þakkaði mér vinsemdina og endaði bréfið með því að segja að ég væri svo sann- arlega góður „ambassador“ lands- ins,” segir Guðjón að lokum. Hann er að flýta sér; er á leiðinni austur fyrir fjall með erlenda karla úr viðskipta- heiminum. thorunn@dv.is Í andlegu „Ég hef keyrt sendi- herra og fyrirmenn frá mörgum löndum en hef lítið gert af því að keyra kvikmynda- og popp- stjörnur.“ Krítartöflu- málning Eldhúsverkin verða auðveld- ari ef hægt er að skrifa jafnóðum niður það sem vantar í skápana, nýjar uppskriftir eða matseð- il vikunnar. Í versluninni EGG í Kópavogi fæst krítartöflumáln- ing sem hægt er að bera á einn vegginn í eldhúsinu, ísskápinn, skáphurðir eða hvað sem er. Einnig er málningin upplögð í barnaherbergið þar sem börnin geta teiknað á veggina án þess að fá skammir fyrir. Málningin, sem er náttúruvæn, kemur frá Disney fyrirtækinu og fæst í prinsessu- bleikum og bláum lit, auk klass- íska svarta litarins.Málningin endist lengi og þegar hún er orð- in slitin má alltaf mála yfir hana aftur. Orð í eyra Fátt er nota- legra en að láta lesa fyrir sig þótt maður sé orðinn full- orðinn. Hægt er að kaupa hljóðbæk- ur í ýmsum bókaversl- unum sem upp- lagt er að stinga í geislaspilarann í bílnum til þess að stytta ferðalagið og komast hjá því að láta aðra bíl- stjóra fara í taugarnar á sér. Í Máli og menningu á Laugavegi fæst úrval hljóðbóka sem innihalda lestur á þýddum erlendum bók- um og bókum eftir íslenska höf- unda. Sem dæmi má nefna bók- ina Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson, Brennu Njáls sögu og Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek í upplestri Gísla Halldórssonar leikara. Klassísk upptaka sem aldrei er hægt að fá leið á. geislandi af hreysti Það þarf ekki að bíða eftir geislum sólar til að líta vel út. Það vita stúlkurnar í Body Shop, sem horfa á Sheer Sungel og Shimmer Sungel renna út eins og heitar lummur. Þetta gel er hægt að setja yfir andlitsfarðann og/ eða púðrið, nota eitt og sér eða blanda nokkrum dropum af því saman við andlitsfarðann. Og sjá: Bláhvíti liturinn hverfur og það er engu líkara en viðkomandi sé að koma af sólarströnd. Sólargel- in eru einstaklega vinsæl þessa dagana þar sem árshátíðatíminn er í blóma. Það er nefnilega líka hentugt til að bera á bringuna, enda fátt fallegra en að sjá háls- men glitra á bronslitaðri bringu. það er góð stemning í líkamsræktarstöðinni Bjargi á akureyri. þar var fólk á fullu að æfa þegar við hringdum skömmu eftir kvöldmat í gærkvöldi. Byggingatæknifræð- ingurinn Heimir gunnarsson er einn eigenda stöðvarinnar og sagði aðspurður að það væri létt stemning hjá þeim. „Kennitalan okkar er frá árinu 2000 en við stækkuðum stöðina fyrir þremur árum,“ segir hann. „það er eiginlega allt vinsælt sem við bjóðum upp á, en ætli spinning og gravity séu ekki það vinsælasta.“ gravity segir Heimir vera ákveðna bekki, þar sem ein- staklingurinn vinnur með eigin þyngd. „þessar æfingar skila auknum styrk og eru í raun lyftingar án lóða. Við höfum verið með þessa bekki í rúmt ár og vinsældir þeirra eru stöðugt að aukast.“ Hlutfall karla og kvenna sem iðka æfingar á Bjargi er konum í vil. „Kvenkyns iðkendur okkar eru 70%,“ segir Heimir. „Ég held að skýringarinnar sé að leita í því að karlmenn halda að þeir vinni svo mikið að þeir þurfi ekki að æfa. þeir þurfa ekki annað en koma í heimsókn í húsið sem Bjarg er rekið í. Í sama húsi eru nefnilega sjálfsbjörg og HL, sem þjálfar hjarta- og lungnasjúklinga. þar eru hlutföllin öfug við okkur; 70% þeirra sem þar eru í endurhæfingu eru karlmenn.“ Bjarg býr yfir góðu góðu húsnæði, sem er hægt að fá leigt til skemmtanahalds. „Hér er hægt að koma í svokallað dek- ur og djamm. Og það er rétt að benda á að hér er leyfilegt að vera með veitingar við pottana eftir lokun!“ sagði Heimir sem segist gera allt nema kenna við Bjarg. Gerir eiginlega allt nema kenna Heimir gunnarsson, einn eigenda líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á akureyri. sambandi við Bensinn Guðjón Jónsson hefur siglt um heimsins höf en nú siglir hann um götur landsins á bíl sem vekur eftirtekt. Í glæsilega Mercedes Benz bíln- um er innbyggð tölva og sími og því bíllinn oft bókaður fyrir viðskiptamenn. Lávarðar, sendi- herrar og stórstjörnur eru meðal viðskiptavina Guðjóns sem hann segir helst eiga það sameig- inlegt að vilja ekki láta mikið á sér bera. Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri er falinn gimsteinn á Íslandi: Dekur, djamm og góð heilsa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.