Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir þriðjudagur 6. mars 2007 7 Vilji er til breytinga skrárákvæði sem hefði raunverulegt vægi. Þeir sögðu svo vera og bentu á að samkomulag um þetta hefði náðst í auðlindanefnd sem skilaði skýrslu sinni árið 2000. „Ég fer ekki að samþykkja neitt sem festir fiskveiðistjórnarkerfið í sessi,“ sagði Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, og lagði þunga áherslu á orð sín. Alvara eða sýndarleikur Þótt stjórnarandstæðingar legðu áherslu á mikilvægi þess að nota tækifærið fyrir þinglok til að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá mátti greina að undir niðri lægju líka aðr- ar ástæður þeirra fyrir boðinu um samstarf. Einkum og sér í lagi sú ástæða að leiða í ljós hvort fram- sóknarmönnum væri alvara með tali sínu síðustu daga um að setja ákvæðið í stjórnarskrá. Guðjón, Össur og Steingrímur bentu á að framsóknarmenn hefðu lítinn áhuga sýnt á að ræða auð- lindaákvæði í störfum stjórnarskrár- nefndar. „Það þurfti kraft og hörku oft á tíðum til að ná þessu inn í um- ræðuna,“ sagði Össur Skarphéðins- son. Steingrímur J. Sigfússon tók dýpra í árinni og sagði að eftir 4.300 daga í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum virtust framsóknarmenn nú ætla að sýna allt annað andlit rétt fyrir kosningar. Stjórnarandstæðingar bjóða samstarf guðjón a. Kristjánsson; Össur skarphéðinsson og steingrímur j. sigfússon voru fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna í stjórnarskrárnefnd. þeir segja flokka sína reiðubúna í samstarf um að festa í stjórnarskrá að náttúruauðlindir séu sameign íslensku þjóðarinnar. Á Íslandi er tíðni fæðinga sú hæsta í Evrópu en hver kona hér á landi fæð- ir að meðaltali um tvö börn. Í mörg- um löndum Evrópu eru fædd börn á hverja konu ekki nema 1,2 til 1,4. Árið 2005 var rétt tæplega sautján prósentum fóstra eytt með tilliti til fjölda fæddra barna það ár. 4316 börn fæddust á Íslandi árið 2005 samkvæmt fæðingaskráningu Landspítalans en það er fjöldi allra fæddra í fæðingum á landinu óháð því hvort konan eigi lögheimili á Ís- landi eða ekki. Hjá Hagstofunni eru skráðar 4280 fæðingar árið 2005 en sama ár var 867 fóstrum eytt sam- kvæmt tölum landlæknisembættis- ins. Svipuð tíðni á hinum Norðurlöndunum Reynir Tómas Geirsson, sviðs- stjóri kvennasviðs Landspítalans, segir fjölda fóstureyðinga hafa lít- ið breyst síðustu tíu ár, þó síðustu ár hafi þeim farið heldur fækkandi. Hann segir hlutfall fóstureyðinga hér á landi vera svipað og á hinum Norð- urlöndunum. Hlutfallið sé nánast það sama á Íslandi, Noregi og Finn- landi en það er örlítið hærra í Dan- mörku og Svíþjóð. Að sama skapi segir Reynir Tómas Dani og Svía duglegri í að varna þungun, mistak- ist það hins vegar virðast þeir frekar velja fóstureyðingu en hinar Norður- landaþjóðirnar. Flestar þunganir áformaðar Athygli vekur að 320 konur á aldr- inum 25 til 34 ára fóru í fóstureyð- ingu árið 2005 og segir Reynir Tóm- as fóstureyðingar hafa aukist hjá konum á þessum aldri síðustu sex til sjö ár. Hann segir ástæður þess ekki liggja fyrir en það geti hugs- anlega verið vegna aukinna hjóna- skilnaða og sambúðarslita hjá fólki á þessum aldri. „Það virðist oft vera ákveðið los á fólki sem getur orðið til þess að þungun verði við aðrar aðstæður en fólk kýs,“ segir Reynir Tómas. Eins segir hann hugsanlegt að konur á þessum aldri séu þegar búnar að eiga nokkur börn eða að mjög stutt sé frá síðustu fæðingu. Flestar þunganir verða hjá konum á þessum aldri og segir Reynir lang- flestar þungananna vera fyrirfram ákveðnar enda hafi konur góð tök á að áforma þunganir. Fleiri en ein fóstureyðing 281 af þeim konum sem fóru í fóstureyðingu árið 2005 hafði áður látið eyða fóstri. 52 þeirra voru í sinni þriðju fóstureyðingu og sextán í sinni fjórðu. „Sextán er ekki há tala. Þær sem hafa farið í nokkrar fóstureyðingar eiga oft í vandræðum með notkun getnaðarvarna, þola illa fylgikvilla. Síðan eru félagslegar aðstæður oft mjög erfiðar en margar þessara kvenna eiga við áfengis- eða fíkni- efnavanda að stríða,“ segir Reyn- ir og bætir við að svo sé alltaf inni í myndinni að konur verði þungaðar fyrir mistök þrátt fyrir góðan vilja. 891 kona tilgreindi félagslegar að- stæður ástæðu fóstureyðingar sam- kvæmt tölum landlæknisembætt- isins, 29 fóstureyðinganna eða rúm ellefu prósent voru af læknisfræði- legu ástæðum. Færri ótímabærar þunganir Síðustu ár hefur þungunum og fóstureyðingum hjá konum und- ir tuttugu ára aldri fækkað. „Það er þróun sem við viljum gjarnan sjá, því það getur verið mjög alvarlegt fyrir svona ungar konur að eign- ast börn. Barneignir ungra kvenna geta orðið til þess að þær ná ekki að mennta sig og þar af leiðandi eiga þær oft erfitt með að sjá sér og börn- um sínum fyrir þeim tekjum og lífs- gæðum sem þær vildu,“ segir Reynir Tómas. Eins segir Reynir það virðast vera raunina að sambönd þeirra við barnsfeður endi verr og í meira ósætti en hjá þeim konum sem eldri eru. Fækkun ótímabærra þung- ana þakkar Reynir Ásráði, forvarn- arstarfi læknanema, en þeir hitta nemendur á fyrsta ári í framhalds- skóla og fræða um kynlíf og getn- aðarvarnir. Eins hefur kynfræðsla í skólum og á heimilum mikla þýð- ingu svo og neyðarpillan sem hægt er að taka eftir að getnaður hefur átt sér stað. 867 fóstrum var eytt á Íslandi árið 2005 þrátt fyrir að fóstureyðingum hafi farið fækkandi síðustu ár. Konur á aldrinum 20 til 24 ára létu eyða flestum fóstranna, 253 talsins. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fæddust 4280 Íslendingar árið 2005. Íslendingar eyða sjötta hVerju fóstri Fjöldi Fóstureyðinga árið 2005 Aldur Fjöldi Yngri en 15 ára 2 15-19 ára 163 20-24 ára 253 25-29 ára 193 30-34 ára 127 35-39 ára 82 40-44 ára 45 45 ára og eldri 2 Alls 867 Fjöldi Fyrri Fóstureyðinga Fyrri fóstureyðingar Fjöldi engin 586 ein 213 tvær 52 þrjár 16 Fjöldi Fæðinga árið 2005 Aldur Fjöldi Yngri en 15 ára 0 15-19 ára 151 20-24 ára 867 25-29 ára 1373 30-34 ára 1174 35-39 ára 589 40-44 ára 117 45 ára og eldri 9 samKvæmt tÖlum Hagstofunnar „Síðan eru félagslegar aðstæður oft mjög erfiðar en margar þess- ara kvenna eiga við áfengis- eða fíkniefna- vanda að stríða.“ HjördíS rut SigurjóNSdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Fæðingartíðni á íslandi hvergi hærri í Evrópu þungunum og fóstureyðingum hjá konum undir tuttugu ára aldri hefur fækkað undanfarin ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.