Læknablaðið - 15.08.1984, Side 21
LÆKNABLADID
189
vegna æðabilana, voru 1972 dánarorsök 452 af
100.000 íbúa, eða 2/3 hluta hinna látnu. Þó að
innan þeirra dánarorsaka prestaskýrslnanna,
sem að einhverju leyti gætu flokkast undir
ofangreinda prjá flokka, séu aðeins fáir, gæti
það sem á skortir fjölda þeirra auðveldlega
leynst meðal óþekktra dánarmeina og elli-
hrumleika (sjá töflu II), svo að þessvegna
mættu þessir sjúkdómaflokkar hafa verið álíka
tíð dánarorsök þá og nú, sé miðað jafnframt
við aldursdreifingu. Af þeim dánarorsökum
prestaskýrslnanna er hér koma til greina,
er ástæða til að geta nánar hinna mörgu bráð-
dauðu fyrr á tímum. Aðeins lítill hluti þeirra
hefur orðið bráðkvaddur af sömu orsökum og
menn verða það í dag, langflestir urðu það
af vaneldi, eins og gerð hefur verið grein fyrir
í öðru sambandi (3, 384-393).
Það má ætla, að þau krabbamein, sem talin
eru dánarorsakir 1827-36 og 1803 hafi yfirleitt
verið auðgreind, sýnileg og vel áþreifanleg,
þ.e. staðsett í vör, munnholi, húð og brjósti.
Árið 1972 dóu 17,7 af 100.000 íbúa úr krabba,
er þannig var staðsettur, og eru það ekki öllu
fleiri en létust 1803 úr átumeini.
Þetta veitir þó mjög ófullkomnar upplýs-
ingar um tíðni þessara krabbameina þá og
nú vegna þess, að á fyrra tímabilinu má gera
ráð fyrir, að allir, sem fengu sjúkdóminn hafi
látist úr honum, en því fer fjarri, að það eigi
við 1972.
Greining þeirra sjúkdóma, sem nú eru
tíðustu dánarmein, byggist að verulegu leyti á
tækni, sem ekki var til að dreifa fyrir miðja 19.
öld, og gera þessvegna allan náinn samanburð
á þeim milli þessara tíma næsta vonlausan.
RIT, SEM VITNAÐ ER TIL
1) Schleisner, PA. Island undersogt fra et lægevi-
denskabeligt Synspunkt. Kobenhavn, 1849.
2) Minnisverð tíðindi frá miðsumri 1802 til nýárs
1804, skrásett af Finni Magnússyni, III. bd., 2.
deild, Leirárgörðum 1808.
3) Steffensen, Jón. Menning og meinsemdir,
Reykjavík, Sögufélagið 1975.
4) Finnsson, Hannes. Um mannfækkun af hallær-
um á íslandi. Rit þ. kgl. ísl. lærdómslistafélags
XIV, 30-226, Kaupmannahöfn 1796.
5) Jónassen, Jónas. Ekinokoksygdommen, belyst
ved islandske Lægers Erfaring. Kobenhavn
1882.
6) Magnússon, Guðmundur: Yfirlit yfir sögu sulla-
veikinnar á íslandi. Fylgir. Árb. Háskóla ís-
lands 1913, Reykjavík, 1913.
7) Jónsson, Vilmundur: Lækningar og saga. Tíu
ritgerðir, Reykjavík, Menningarsjóður 1969, 9-
54.
8) Pálsson, Sveinn. Tilraun at upptelja sjúkdóma
pá er at bana verða og orðið geta fólki á íslandi.
Rit p. kgl. ísl. lærdómlistafélags XV., 1-150, (Kh.
1802).
9) Hoffmann, Friedrich: Fundamenta medicinae,
translated and introduced by Lester S. King,
London, Macdonald, 1971.
10) Pétursson, Jón. Den saa kaldede Islandske
Skiorbug, Soroe 1769.
11) Pálsson, Sveinn. Register yfir íslenzk sjúkdóma
nöfn. Rit þ. kgl. ísl. lærdómslistafélags X., 1-60.
Kaupmannahöfn 1790.
12) Finsen, Jón. Iagttagelser angaaende Sygdoms-
forholdene i Island, Kobenhavn 1874.
13) Dungal, Niels. Eradication of Hydatid Disease
in Iceland. New Zealand Med Journal 1957; 56:
212-22.
14) Magnússon, Sigurður. Saga berklaveikinnar á
fslandi. Fylgirit skýrslu um heilsuhælið á Víf-
ilsstöðum 1922, Reykjavík 1923.
15) Sigurðsson, Sigurður. Tuberculosis in Iceland.
Epidemiological studies. Public Health Service
Publication No. 21, Washington 1950.
16) Sigurðsson, Sigurður. Tuberculosis morbidity
and mortality in Iceland. Bull World Health Org
1952; 7: 153-69.
17) Sigurðsson, Sigurður. Um berklaveiki á fslandi,
Læknablaðið 1976; 62: 3-50.
18) Bjarnhéðinsson, Sæmundur. Fra Spedalskheds-
hospitalet ved Reykjavik. Kliniske Notitser om
Spedalskheden paa Island. Hospitalstidende
1925, 267-302.
19) Bjarnhéðinsson, Sæmundur. Skýrsla um heil-
brigðisástandið í holdsveikraspítalanum I Laug-
arnesi o.fl. árin 1898 og 1899. Reykjavík 1900.