Læknablaðið - 15.08.1984, Síða 33
LÆK.NABLADID
195
dæmast jákvæð dreifast yfir allstórt bil með
tilliti til styrks viðtakanna. Flest sýni eru með
minna en 80-100 fmól/mg, en nokkur hafa
greinst með mun hærri gildi.
Tafla III sýnir niðurstöður samanburðar-
rannsóknar sem gerð var við Fibiger Labora-
tory í Kaupmannahöfn. Mjög góð samsvörun
reyndist á ER mælingu og góð á PR mælingu
varðandi jákvæðni. Nokkur munur var þó á
magni (tafla III). Fylgnistuðull (r) milli rann-
sóknanna reyndist 0,997 fyrir ER og 0,971 fyrir
PR.
í töflum IV og V eru borin saman sýni úr
konum á frjósemisskeiði og konum sem voru
af frjósemisskeiði. Niðurstöður voru á þá leið
að fleiri sýni voru jákvæð úr konum á frjó-
semisskeiði heldur en hinna (83 %/72 %
fyrir ER, en 75 %/55 % fyrir PR). Hins veg-
ar reyndist magn viðtaka að jafnaði minna í
sýnum úr konum á frjósemisskeiði en hinna.
Samanburður var gerður á sýnum eftir því
hvort þau voru tekin með biopsiu eða mast-
ectomiu (töflur VI og VII). Reyndist vera mun-
ur á vægt jákvæðum sýnum (<50 fmól/mg)
þ.e. færri voru jákvæð í hópi sýna teknum
við mastectomiu. Gilti þetta bæði um ER og
PR. Ekki var hins vegar sjáanlegur munur á
mjög jákvæðum sýnum þ.e. með gildi yfir
50 fmól/mg. í töflu VIII er þetta sýnt fyrir
báða viðtakana. Par kemur fram að sýni sem
hafa báða viðtaka eru hlutfallslega færri í
flokki mastectomiusýna, og í þeim flokki eru
einnig fleiri einungis með annan viðtakann.
Milli hópanna var hins vegar svipuð tíðni á
sýnum sem voru ER-PR~.
UMRÆÐA
Fjöldi jákvæðra sýna (tafla I) er, samkvæmt
okkar niðurstöðum, svipaður því sem aðrir
greint frá (1) og því má gera ráð fyrir að
tíðni ER og PR í brjóstakrabbameini sé svip-
uð hér á íslandi og í öðrum löndum.
Pó ber að geta þess, að aðferðir eru nokkuð
mismunandi milli rannsóknastofa og alþjóð-
lega stöðlun vantar. Samkvæmt samanburðar-
rannsókn okkar við Fibiger Laboratory (tafla
III) var nokkur munur á magni viðtakanna,
aðallega þó á magni PR, en slíkt er ekki
óalgengt og ýmsar skýringar hafa komið fram
(9). Samsvörun var þó allgóð og ekki er munur
á hvernig sjúklingar myndu dæmast með tilliti
til svörunar við hormónameðferð út frá þess-
um niðurstöðum. Áreiðanleiki mælinganna
telst því góður.
Niðurstöður töflu I og töflu II skoðast sem
flokkun á sjúklingum með tilliti til þess
hverjar líkur eru á að þeir svari hormónameð-
ferð. Erlendar rannsóknir, þar sem notuð hefur
verið sama mælingaraðferð og hér, greina frá
því, að æxli með ER + PR+ láti undan hor-
mónameðferð í u.þ.b. 75% tilvika, ER+PR- í
33 % tilvika, ER-PR+ i 33 % tilvika, en ER-
PR- einungis í 9 % tilvika (1). Ekki hefur
enn verið talið tímabært að bera niðurstöður
mælinganna saman við árangur hormónameð-
ferðar hér á íslandi en það ætti að verða í
náinni framtið.
Niðurstöður mælinga á meinvörpum (tafla
II) eru hér samhljóða niðurstöðum annarra (7)
þ.e. fleiri sýni eru þar neikvæð heldur en í
frumæxlum. Petta eru þó e.t.v. of fá sýni til að
geta talist tölulega marktækt. Einnig ber að
hafa í huga, að frumæxli þessara meinvarpa
voru ekki mæld nema í 8 tilfellum.
I þessu sambandi má geta þess, að sýnt
hefur verið fram á að sé mæling á frumæxli
neikvæð, eru meiri líkur á að sjúklingur fái
meinvörp eða »recidiv« og það gerist fyrr en
ella (»disease free interval« er styttra) (2, 3, 4).
Neikvæð æxli vaxa einnig hraðar og eru
minna sérhæfð (15). Þannig virðist varnar
kerfi líkamans síður ráða niðurlögum þeirra
Table IV. Menopausal status and presence of ER in
primary breast cancer.
ER status Premenopausal Postmenopausal
Negative 6/35 : 17 % 31/110 :28 %
Positive <50 fmol/mg 24/35 :69 % 35/110 :32 %
Positive >50 fmol/mg 5/35 :14 % 44/110 :40 %
Total positive 29/35 :83 % 79/110 : 72 %
Table V. Menopausal status and presence of PR in primary breast cancer.
ER status Premenopausal Postmenopausal
Negative 7/28 :25 % 44/98 :45 %
Positive <50 fmol/mg 10/28 :36 % 24/98 :24 %
Positive >50 fmol/mg 11/28 :39 % 30/98 : 31 %
Total positive 21/28 : 75 % 54/98 : 55 %