Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1984, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.08.1984, Qupperneq 57
LÆK.NABLAÐID 211 Tvíburum reiðir betur af en jafnþungum einburum (sjá töflu II). Sennilega stafar þetta af því að tvíburarnir eru þroskaðri en þyngdin bendir til. Pó að meðalþyngd íslenskra barna sé sú sama árin 1972-76 og 1977-81 þá er dreifingin í þyngdarflokkana mismunandi (sjá töflu III). Á síðara tímabilinu eru færri börn í léttustu og þyngstu flokkunum, þar sem áhættan er mest. Þetta leiðir til þess að um 20 % af heildar- lækkun burðarmálsdauðans milli þessara tveggja tímabila má skýra með breyttri dreif- ingu í þyngdarflokka. Þessi þáttur er þó samtvinnaður öðrum þáttum sem getið var um í síðustu grein (3). Lengd Skráningu á lengd vantaði hjá 80 börnum á þessu árabili (0,18%) og er því ekki eins vandlega skráð og þyngdin. Athyglisvert er að 38 þessara barna, eða tæpur helmingur, létust á burðarmáli og var allur þorri þeirra andvana fæddur. Skýrir það að hluta ástæðuna fyrir þessari vanskráningu. Mynd 2 sýnir tengsl burðarmálsdauðans við lengd nýburans. Svo sem vænta mátti er hér um sama fyrirbæri að ræða og við þyngdina, þ.e.a.s. burðarmálsdauði lækkar með vaxandi lengd, að vissu marki, og er lægstur hjá börnum sem eru 52-56 sm löng við fæðingu. Burðarmálsdauði vex á ný hjá lengri börnum, og eru ástæður hinar sömu og getið var í tengslum við þyngdina. Meðallengd nýbura var 51,6 sentimetrar. Höfuðummál Söfnun upplýsinga um ummál höfuðs hófst árið 1975. Af þeim ástæðum liggja einungis fyrir upplýsingar um höfuðummál hjá 29610 börnum árin 1975-81, sem eru 98,7 % af fæddum börnum þessi ár. Tafla IV sýnir ummál höfuðs hjá þeim börnum sem lifðu af burðarmál. Ástæðan fyrir því að börn sem létust á burðarmáli eru undanskilin er sú að víða skortir upplýsingar um höfuðummál hjá þeim börnum, einkum þeim er fæddust andvana. Þetta er skiljanlegt þar sem höfuðlag þeirra breytist iðulega þann- ig að mælingar verða ekki marktækar. Einnig má vekja athygli á því að einmitt í þessum hópi eru börn með mikla vanskapnaði, t.d. »anencephalus« og »hydrocephalus«. Höfundum er ekki kunnugt um að fyrir liggi upplýsingar um höfuðummál nýbura á íslandi og telja því ástæðu til að birta þær nið- urstöður sem tafla IV sýnir. Sambandið milli þyngdar annars vegar og lengdar og höfuðummáls hins vegar er sýnt á Af 1000 fæddum Sentimetrar Grömm Mynd 3. Samband pyngdar annars vegar og höf- udummáls og lengdar hins vegar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.