Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 9

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 9
LÆK.NABLADIÐ 249 Mynd 1. Medferd á lærhnútubrotum með Ender- nöglum. Fjórtán sjúklingar fundu fyrir minni háttar óþægindum frá hné eftir að brotin voru gróin og aðrir ellefu sjúklingar kvörtuðu um meiri háttar ópægindi. í fimmtán tilvikum voru naglarnir dregnir eftir að brotin voru gróin vegna óþæginda frá hné. Naglarnir sigu niður hjá átta sjúklingum, þannig að stöðugleiki brotsins skertist. Hjá aðeins einum pessara sjúklinga voru efri naglaendarnir sveigðir fram á við, áður en naglarnir voru reknir inn. Allir pessir sjúklingar voru upphaflega negldir með premur nöglum. Hjá tveimur peirra færðist brotið úr skorðum (varusskekkja), en vegna hjartasjúkdóms og almenns lélegs ástands var ekki mögulegt að gera aðra aðgerð og greru brotin með áðurnefndri skekkju og styttingu. Hinir sex sjúklingarnir voru skornir upp á nýjan leik. Vegna dreps á lærleggshaus fékk einn peirra gerfilið (Austin-Moore). Hjá öðr- um sjúklingi voru Endernaglarnir fjarlægðir og brotið fest með vinkilspöng að hætti AO. Hjá hinum fjórum sjúklingunum var fjórða naglanum bætt við eftir að hinum premur hafði verið hagrætt. í fjórum tilvikum gengu naglarnir yfir mörk beins og brjósks í mjaðmarlið, par af mjög smávægilega í premur tilvikum. Ekki virtist petta hafa nein áhrif á lokaniðurstöðuna. Alvarlegir fylgikvillar, svo sem áverki á lærslagæð eða brot á neðri enda lærleggs (7) urðu engir. UMRÆÐA Meðferð á lærhnútubrotum með Endernögl- um hefur verið talin hafa ýmsa kosti fram yfir eldri aðgerðir, par sem notaður var nagli og spöng (3). Helztu kostirnir hafa verið taldir, að að- gerðin sé tæknilega einföld og fljótgerð. Talið hefur verið, að stytta mætti aðgerðartímann niður í 20-30 mínútur (7). Sýkingarhætta í broti lítil (2, 8), par sem naglarnir eru reknir inn langt frá brotstað. Blóðtap hefur verið talið óverulegt og sakir lítillar röskunar vefja, einkum vöðva, hefur fótaferð verið talin auð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.