Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1984, Page 28

Læknablaðið - 15.10.1984, Page 28
258 LÆK.NABLAÐID fram að þær tvær vikur sem flestir brotnuðu, brotnaði enginn sjúklinganna utandyra. Niðurstöður þessarar könnunar geta bent til þess að tíðni brota í lærleggshálsi fari vaxandi í Reykjavík og er það hliðstætt niðurstöðum margra erlendra kannana (5, 10, 24), en þó ekki allra (25). Hryggsúla Rannsóknin sýnir að í Reykjavík greindust 1973-1981 talsvert fleiri konur með brot í hryggsúlu en karlar og er hlutfallið konur/karl- ar= 1,6. Pessu er öfugt farið í tveimur enskum könnunum frá Oxford (8) og Dundee og Oxford (17), þar sem karlar eru mun fleiri og nlutfallið konur/karlar = 0,3. Á hinn bóginn eru konur í meirihluta í könnun sem gerð var á elliheimili fyrir Gyðinga í Philadelþhia (9), en þar voru reyndar athugaðir 136 einkennalausir einstaklingar, sem við rannsókn reyndust hafa brot í hryggsúlu. Þannig ætti einnig að vera Ijóst að okkar niðurstöður varðandi tíðni hljóta að vera of lágar, því bæði er að sumir eru einkennalausir þrátt fyrir samfall á hrygg- jarlið og einnig hitt að sumir, sem fá »slæmsku« í bakið eftir lítinn áverka leita, lík- íega ekki læknis auk þess sem hluti þessara Fjöldi Mynd 4. Fjöldi sjúklinga með brot í hryggsúlu 1973- 1981. brota greinist líklega utan Slysadeildar og er því ekki talinn með. Pessi könnun sýnir tvo hópa, þ.e. yngra fólkið sem kemur eftir umferðarslys og aðra meiri háttar áverka og svo eldra fólkið, sérstaklega konur eftir fimmtugt, þar sem minni háttar áverkar eru ráðandi. Líklega er það aðallega seinni hópurinn sem er van- metinn hér og einmitt sá hópur þar sem tengsl brotanna við osteoporosis eru hvað lík- Iegust. F ramhandleggur Tíðni og aldursbundið nýgengi framhand- leggsbrota (myndir 7 og 8) samanborið við aðrar kannanir, sýnir að reykvísku ferlarnir eru í aðalatriðum eins og sambærilegir ferlar í öðrum könnunum, þ.e. toppar hjá báðum kynjum í lægstu aldurshópunum, síðan lægð hjá báðum kynjum og hjá körlum helzt hún ævina á enda, en hjá konum vex tíðnin verulega eftir að 45 ára aldri er náð með hámark um og eftir sextugt. Hins vegar er nýgengi þessara brota í Reykjavík þrefalt til fimmfalt hærra en í hinum könnununum, frá Svíþjóð, Englandi og Bandaríkjum N-Ameríku (6, 7, 8, 17, 26). í fjærenda framhandleggs voru Fjöldi sj. /10.000 Mynd 5. Fjöldi sjúklinga/10.000/ár mcd brot í hryggsúlu 1973-1981.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.