Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 30
260 LÆKNABLAÐIÐ Norður-Ameríku. Pannig eru öll pessi brot mun algengari meðal kvenna en karla og tíðni þeirra vex hröðum skrefum eftir fimmtugsald- urinn. Þetta hefur verið skýrt með peim hormónabreytingum, sem verða um tíðahvörf, einkanlega lágri oestrogenþéttni í blóði og afleiðingum þess á kalkbúskap kvenna. Sýnt hefur verið fram á að estrogenskortur minnki frásog kalks frá görnum og stuðli að auknu beinniðurbroti (27). Pannig hafa rannsóknir sýnt að beinmassinn minnkar meðal flestra karla um 0,5 % á ári eftir fimmtugt, en meðal kvenna a.m.k. um 1-2% á ári eftir tíðahvörf (28). Niðurbrot á frauðbeini er hraðara en á cortical beini, en hægir á sér fyrr (3). Þetta skýrir væntanlega það, að hámarkstíðni brota í fjærenda framhandleggs verður um 60-65 ára aldursbilið, en hins vegar vex tíðni brota í lærleggshálsi ævina á enda. Lærleggshálsinn inniheldur meira cortical bein en fjærendi framhandleggs. Því hefur postmenopausal osteoporosis (15-20 árum eftir tíðahvörf) fremur verið kennt um Colles brot og hrygg- súlubrot m.a., en senile osteoporosis fremur um lærbrotin. Vera kann, að mismunandi orsakapættir séu að verki í þessum tveimur tegundum osteoporosis (29). Minni háttar áverkar voru yfirgnæfandi sem beinar orsakir fiestra brotanna og má pví ætla að undirliggj- andi osteoporosis hafi stuðlað að brotinu. Rannsókn frá Bretlandi benti til pess að verulegan hóp (30 %) sjúklinganna með brot á- lærleggshálsi skorti D-vítamín og að beinsýni úr peim sjúklingum sýndu merki um »osteo- malaciu« (30). Önnur rannsókn frá Danmörku (31) sýndi hins vegar ekki fram á D-vítamíns- kort í pessum sjúklingahópi. Verið er að kanna mikilvægi pessa páttar hér á landi. Það er umdeilt hversu miklu hlutverki kalk- inntaka fólks gegni í því að hindra myndun osteoporosis eftir tíðahvörf og meðal aldr- aðra. Rannsókn frá Júgóslavíu sýndi fram á mun hærri tíðni brota á landssvæði par sem kalkneyzla er lág samanborið við landssvæði par sem kalkneyzla er mun meiri (15). Aðrar rannsóknir hafa pó ekki getað sýnt jafn ákveðið fram á þetta (32), Heaney og félagar (34) sýndu fram á, að konur þurfa mun meiri kalkinntöku eftir tíðahvörf (1300 mg/dag) en aðrir (800 mg/dag) til að haldast í kalkjafn- vægi. Einnig hefur verið sýnt fram á, að estrogengjafir í pessum hópi kvenna bæti kalkbúskap peirra og hindri niðurbrot bein- anna (28). Sumar hóprannsóknir, t.d. (29), en pó ekki allar, t.d. (34), hafa pótt benda til pess að kalkgjöf, a.m.k. 1 g/dag til viðbótar venjulegri inntöku hindraði »osteoporosis«. Hér á landi er meðalkalkinntaka ríkuleg, 925-1150 mg/dag % MánJ FMAMJ J ÁSOND Mynd 10. Dreifing greiningar brotanna á mánuðina, 1973-1981. (Hlutfall af heildarfjölda í sérhverjum brotaflokki). 14 12 10 8 Hryggsúla 73 74 75 76 77 78 79 '80 '81 Ár Mynd 11. Dreifing greiningar brotanna á árin 1973- 1981 (hlutfall af heildarfjölda í sérhverjum brota- flokki)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.