Læknablaðið - 15.10.1984, Qupperneq 30
260
LÆKNABLAÐIÐ
Norður-Ameríku. Pannig eru öll pessi brot
mun algengari meðal kvenna en karla og tíðni
þeirra vex hröðum skrefum eftir fimmtugsald-
urinn. Þetta hefur verið skýrt með peim
hormónabreytingum, sem verða um tíðahvörf,
einkanlega lágri oestrogenþéttni í blóði og
afleiðingum þess á kalkbúskap kvenna. Sýnt
hefur verið fram á að estrogenskortur minnki
frásog kalks frá görnum og stuðli að auknu
beinniðurbroti (27). Pannig hafa rannsóknir
sýnt að beinmassinn minnkar meðal flestra
karla um 0,5 % á ári eftir fimmtugt, en meðal
kvenna a.m.k. um 1-2% á ári eftir tíðahvörf
(28). Niðurbrot á frauðbeini er hraðara en á
cortical beini, en hægir á sér fyrr (3). Þetta
skýrir væntanlega það, að hámarkstíðni brota
í fjærenda framhandleggs verður um 60-65 ára
aldursbilið, en hins vegar vex tíðni brota í
lærleggshálsi ævina á enda. Lærleggshálsinn
inniheldur meira cortical bein en fjærendi
framhandleggs. Því hefur postmenopausal
osteoporosis (15-20 árum eftir tíðahvörf)
fremur verið kennt um Colles brot og hrygg-
súlubrot m.a., en senile osteoporosis fremur
um lærbrotin. Vera kann, að mismunandi
orsakapættir séu að verki í þessum tveimur
tegundum osteoporosis (29). Minni háttar
áverkar voru yfirgnæfandi sem beinar orsakir
fiestra brotanna og má pví ætla að undirliggj-
andi osteoporosis hafi stuðlað að brotinu.
Rannsókn frá Bretlandi benti til pess að
verulegan hóp (30 %) sjúklinganna með brot á-
lærleggshálsi skorti D-vítamín og að beinsýni
úr peim sjúklingum sýndu merki um »osteo-
malaciu« (30). Önnur rannsókn frá Danmörku
(31) sýndi hins vegar ekki fram á D-vítamíns-
kort í pessum sjúklingahópi. Verið er að kanna
mikilvægi pessa páttar hér á landi.
Það er umdeilt hversu miklu hlutverki kalk-
inntaka fólks gegni í því að hindra myndun
osteoporosis eftir tíðahvörf og meðal aldr-
aðra. Rannsókn frá Júgóslavíu sýndi fram á
mun hærri tíðni brota á landssvæði par sem
kalkneyzla er lág samanborið við landssvæði
par sem kalkneyzla er mun meiri (15). Aðrar
rannsóknir hafa pó ekki getað sýnt jafn
ákveðið fram á þetta (32), Heaney og félagar
(34) sýndu fram á, að konur þurfa mun meiri
kalkinntöku eftir tíðahvörf (1300 mg/dag) en
aðrir (800 mg/dag) til að haldast í kalkjafn-
vægi. Einnig hefur verið sýnt fram á, að
estrogengjafir í pessum hópi kvenna bæti
kalkbúskap peirra og hindri niðurbrot bein-
anna (28). Sumar hóprannsóknir, t.d. (29), en pó
ekki allar, t.d. (34), hafa pótt benda til pess að
kalkgjöf, a.m.k. 1 g/dag til viðbótar venjulegri
inntöku hindraði »osteoporosis«. Hér á landi
er meðalkalkinntaka ríkuleg, 925-1150 mg/dag
%
MánJ FMAMJ J ÁSOND
Mynd 10. Dreifing greiningar brotanna á mánuðina,
1973-1981. (Hlutfall af heildarfjölda í sérhverjum
brotaflokki).
14
12
10
8
Hryggsúla
73 74 75 76 77 78 79 '80 '81 Ár
Mynd 11. Dreifing greiningar brotanna á árin 1973-
1981 (hlutfall af heildarfjölda í sérhverjum brota-
flokki)