Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 52

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 52
272 LÆK.NABLAÐIÐ eins einum peirra tókst að sanna ofnæmi. í ljós hefur komið, að RAST-próf fyrir músa- hárum eru neikvæð, pótt um öruggt músaof- næmi sé að ræða og þótt húðpróf fyrir músahár- um séu jákvæð. Niðurstöður RAST-prófa fyrir músapvagi eru hins vegar í góðu samræmi við niðurstöður úr húðprófum. Vegna skorts á ofnæmislausnum var ekki hægt að fram- kvæma ofnæmispolpróf fyrir músa-ofnæmis- vökum. í töflu 111 eru bornar saman niðurstöður úr húðprófum fyrir Lepidoglyphus destructor og Acarus siro annars vegar og venjulegrar ofnæmisseríu hins vegar. Þrjátíu og sjö af hundraði sjúklinganna eru með jákvætt húð- próf fyrir heymaur og einum eða fleiri ofnæm- isvökum úr venjulegri heyseríu, og 17 af hundraði sjúklinga eru með neikvæð húðpróf fyrir öllum ofnæmisvökum. Þannig er samræmd útkoma hjá aðeins 54 af hundraði sjúklinga. Niðurstöður úr venjulegri ofnæmisseríu gefa því ekki vísbendingu um það, hvort sjúk- lingur hafi ofnæmi fyrir heymaurum eða ekki. í töflu IV er sýnt samband milli einkenna í heyryki og niðurstöður húðprófa fyrir hey- maurum. Sextíu og sex af hundraði sjúklinga höfðu einkenni í heyryki. Er þeim skipt í tvo hópa eftir því, hversu mikil einkennin voru. Væru öll einkennin í heyryki vegna ofnæmis fyrir heymaurum, ættu þessir sjúklingar allir að hafa jákvæð húðpróf fyrir heymaurunum. Fjórir sjúklingar af 20 með 3 stig fyrir heyryki voru hins vegar með neikvæð húðpróf fyrir heymaurum, en þeir höfðu allir frjókornaof- næmi, sem skýrt getur einkennin í heyrykinu. Atta sjúklingar af tuttugu og tveim með 1-2 stig fyrir heyryki voru með neikvæð húðpróf fyrir heymaurum. Fimm þessara sjúklinga höfðu ofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvökum, sem skýrt getur einkenni þeirra. Sex sjúklingar af tuttugu og einum, sem engin einkenni höfðu í heyryki, voru með jákvætt húðpróf fyrir heymaurum. Virðist þar um falskar húðsvar- anir að ræða. í töflu V eru bornar saman niðurstöður húðprófa og RAST-prófa fyrir heymaurunum m.t.t. einkenna af heyryki. RAST-próf fyrir heymaurum voru gerð hjá fjörutíu og fjórum sjúklingum. Þrjátíu og einn þessara sjúklinga hafði einkenni í heyryki. Hjá þrettán sjúk- lingum fóru saman einkenni í heyryki, jákvæð húðpróf og jákvæð RAST-próf. Hjá ellefu sjúklingum voru einkenni og húpróf jákvæð, en RAST-próf neikvæð, en hjá sjö sjúklingum voru jákvæð einkenni en neikvæð húðpróf og Table III. Relationship between positive prick-test reactions to the storage mites and one or more standard allergen extracts. Number of patients and percentage of study population. Prick-test results N (%) Storage mites Standard allergens + — 13 (21) — + 16 (25) + + 23 (37) — — 11 (17) Table IV. Relationship between allergic symptoms and positive prick-tests to storage mites Patients with Patients positive with negative pricktest prick-test to storage mites to storage mites All patients Allergic symptoms N (%) N (%) N (%) Symptoms associ- ated with hay dust Score 1-2 . 14 (22) 8 (13) 22 (35) Symptoms associ- ated with hay dust Score 3 . 16 (25) 4 (6) 20 (31) Symptoms not associated with hay dust . 6 (10) 15 (24) 21 (34) Total 36 (57) 27 (43) 63 (100) RAST-próf. Hjá sjúklingunum ellefu getur verið um fölsk neikvæð RAST-próf að ræða. Líklega hafa sjúklingarnir sjö einkenni í hey- ryki vegna ertandi áhrifa ryksins á öndunarfæ- rin. í hópnum, sem engin einkenni hafa í heyryki, virðast þrír hafa fölsk jákvæð húð- próf og einn falskt jákvætt RAST-próf. Sérstök athugun var gerð á næmi og sérhæfni húðprófa og RAST-prófa fyrir Lepi- doglyphus destructor. Eins og áður sagði var ofnæmi talið staðfest ef samanlögð stig ein- kenna. húðprófs og RAST-prófs voru 5 eða fleiri. Næmi var reiknað út eftir jöfnunni: Sensitivity = _________Jjue positive__________ True positive + false negative Sérhæfni prófanna reiknað út eftir jöfnunni: Specificity------------True negative__________ True negative + false positive

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.