Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 83 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands og Læknafélag Reykjavíkur L|R 73. ARG. MARS 1987 SJÓNBÆTANDI AÐGERÐIR MEÐ GERVIAU G ASTEINUM Dreraðgerðir hafa breyst mjög mikið á síðustu árum og ígræðsla gerviaugasteina inni í auga hefur breytt ábendingum fyrir þessar aðgerðir verulega. Þær eru gerðar vegna minnkandi tærleika augasteins, sem er fyrst og fremst kvilli fullorðins fólks og mjög algengur frá 70 ára aldri. Samkvæmt skilgreiningu, sem notuð var í Framingham-könnuninni í Bandaríkjunum (1), reyndust í rannsókn er höfundur gerði ásamt öðrum á Austfjörðum (2), meira en fjórði hver einstaklingur um sjötugt með drerbreytingar, tæplega 60% af þeim sem voru milli sjötugs og áttræðs og allir 83 ára og eldri. Svipaðar niðurstöður er að finna í rannsókn úr Borgarneslæknisumdæmi (3). Ekki þurfa allir þessir einstaklingar á aðgerð að halda, þó sjón sé nokkuð skert. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt, að þeim tegundum skurðaðgerða hjá öldruðum sem mest hefur fjölgað á síðustu árum eru augnaðgerðir og stórar liðaaðgerðir. Hefur fjöldi beggja tvöfaldast til þrefaldast (4). Fyrir tíma gerviaugasteina var fólk yfirleitt ekki skorið upp, fyrr en betra augað var orðið mjög lélegt, vegna þess að viðeigandi gleraugu ollu um 30% stækkun þess, sem fólk sá og því var meðal annars ekki unnt að nota augun saman þar sem drer hafði verið fjarlægður úr öðru auga, en ekki hinu. Snertilinsur gerðu þetta þó mögulegt í sumum tilvikum, en með notkun gerviaugasteina hvarf þetta vandamál. Skipta má tegundum gerviaugasteina í þrennt eftir festingu og staðsetningu þeirra í auga, þ.e. augasteinar festir í forhólfi augans, augasteinar festir í lithimnu og augasteinar festir fyrir aftan lithimnu. Árið 1981 var byrjað að nota forhólfsgerviaugasteina á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og árið 1982 var byrjað að nota gerviaugasteina festa í lithimnu á Landakotsspítala og skömmu síðar einnig þá fyrstnefndu, en um áramótin 1983-4 var farið að nota augasteina festa fyrir aftan lithimnu á Landakotsspitala. Þeim er komið fyrir á sama stað og upprunalega augasteininum og raunar komið fyrir í þeim hluta poka þess (capsula), sem umlykur augasteininn og er skilinn eftir í þessari aðgerð. Hún kallast því aðgerð til að fjarlægja augastein án poka (extracapsular) meðan að við fyrrnefndu aðgerðina er augasteinninn fjarlægður ásamt umlykjandi poka (intracapsular). Dreraðgerðir þar sem augasteinninn er fjarlægður án poka ásamt með ígræðslu gerviaugasteins eru nú allsráðandi austan hafs og vestan (5) svo og hefur það einnig gilt á Landakoti síðan á árinu 1984. Árið 1985 voru um 200 gerviaugasteinar græddir í augu á Augndeild Landakotsspitala, þar af ein aðgerð hjá sjúklingi sem dvaldi utan sjúkrahúss, 31 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og 8 annars staðar (6), þannig að um eina ígræðslu á hverja 1.000 íbúa er að ræða á ári, sem er svipað og í Noregi, en minna en í Svíþjóð (7). Árið 1985 var á íslandi framkvæmd u.þ.b. ein aðgerð á hverja 84 íbúa eldri en 70 ára, en sá hópur, sem á aðgerð þarf að halda, er stækkandi hér á landi eins og í nágrannalöndunum og einnig eru kröfur þessa hóps um góða sjón nú meiri en áður. Rétt er að minnast á algengustu orsök alvarlegrar sjónskerðingar á íslandi, þ.e. ellirýrnun í miðgróf sjónu (8). Fyrir tilkomu gerviaugasteina voru dreraðgerðir hjá þessum hópi fólks oft ekki framkvæmdar, þar sem árangur var slakur og í ýmsum tilvikum olli árangur verulegum vonbrigðum. Var það m.a. vegna þess, að sjónsvið sem fékkst með gleraugnanotkun eftir slíka aðgerð var lítið og skemmdin í augnbotni fyllti að mestu upp þetta sjónsvið. Það er nú ljóst, að með ígræðslu gerviaugasteina, sem gefa stærra sjónsvið en gleraugu gerðu, fæst oftast þokkalegur árangur sem gerir þessu fólki kleift að klára sig sjálft og jafnvel að sleppa við lögblindu, þ.e. fá sjón betri en 6/60. Fjölgun í elstu aldurshópum og víkkun ábendinga hefur orðið til þess, að víða á Vesturlöndum hafa myndast biðlistar jafnvel 2-3 ár, til að fá þessa aðgerð framkvæmda (9). Er það óheppilegt, þar sem þessi aðgerð stórbætir sjón og gerir hana allt að eðlilega á mjög skömmum tíma í fjölda tilfella, bætir þannig lífsgæði og sparar fjármagn til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.