Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 22

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 22
84 LÆKNABLAÐIÐ heimilisaðstoðar, heimahjúkrunar og jafnvel til elliheimila (10). Á Augndeild Landakotsspítala hafa biðlistar aldrei verið fyrir hendi vegna þessara aðgerða, en aukinn fjöldi aðgerða vegna ofannefnds, hefur náðst vegna stöðugt styttri legutíma og þrengri ábendinga fyrir innlögn. Þannig hefur rúmum fyrir augnsjúkdóma á Landakoti fækkað síðan 1980 og hafa þó bæst við ýmsar nýjar aðgerðir, sem áður voru gerðar erlendis. Nýjungar í tækni við þessar aðgerðir, notkun smásjár og annarra sértilgerðra og dýrra verkfæra, hafa haft i för með sér nákvæmari og fínni skurði og það að hægt er að láta skurðbrúnir falla betur saman og halda bólgu í lágmarki. Einnig það að skurður inn í auga þarf ekki að vera eins stór og áður, sérlega ef um ígræðslu á gerviaugasteini í bakhólf er að ræða. Þessar aðgerðir eru ívið tímafrekari og kostnaður vegna þessarar hátækni er mjög verulegur og hefur víða verið reynt að mæta honum og vaxandi fjölda aðgerða, með því að fækka legudögum allt í það að sleppa innlögn í völdum tilvikum. Til fróðleiks má geta þess að núvirði tækja, verkfæra og annars á augnskurðstofu Landakotsspítala, sem notuð eru við þessar aðgerðir, þ.e. bæði við vandkvæðalausar aðgerðir og ef upp koma vandamál, er væntanlega ekki undir 10 milljónum króna. Austan hafs og vestan er hlutfall igræðslu gerviaugasteina af dreraðgerðum nú á bilinu 60-95*% og erum við þar fyrir ofan meðallag. Þeir hópar sem ekki er talið ráðlegt að fái gerviaugasteina eru t.a.m. ungt fólk, sjúklingar með nýæðamyndun vegna sýkursýki, sjúklingar með langvinna lithimnubólgu, svo og sjúklingar með mikla nærsýni. Það er bæði athygli vert og ánægjulegt að aldrei skulu hafa myndast biðlistar fyrir ígræðslu gerviaugasteina á Augndeild Landakotsspítala öfugt við það sem víðast hefur gerst annars staðar. ígræðsla gerviaugasteina er af mörgum talin ein almerkasta nýjung í augnlækningum á þessari öld (11). Friðbert Jónasson HEIMILDIR 1. Kini MM, Leibowitz HM, Colton T, Nickerson RJ, Ganley J, Dawber TR. Prevalence of senil cataract, diabetic retinopathy, senil macular degeneration and open angle glaucoma in the Framingham eye study; Am J Ophthalmol 1978; 85: 28-34. 2. Jónasson F, Þórðarson K. Augnhagur 751 Austfirðings 43ja ára og eldri á árunum 1980-84. Læknablaðið 1987; 73: 78-82. 3. Björnsson, G. The Borgarnes Eye Study, Nordic Council Arctic Medical Research Report 1980; No 26: 34-9. 4. Sigurðsson P, Pálsdóttir D. Bandarísku ríkistryggingakerfin Medicare og Medicaid og áætlanagreiðslur fyrir sjúkrahúsvist. Læknablaðið 1986; 72: 199-209. 5. Wong D, McG, Steele AD. Survey of intraocular lens implantation in the United Kingdom. Trans Ophthalmol Soc U.K 1985; 104: 760-4. 6. Gíslason I. Nordisk Intraoculárlinsklubbs Möte, örenás, Sverige, 28.-29. ágúst 1986. Ráðstefnuskýrsla. 7. Seland J, Stenevi U. Nordisk Intraoculárlinsklubbs Möte, Örenás, Sverige, 29.-29. ágúst 1986. Ráðstefnuskýrsla. 8. Björnsson G. Blindness in Iceland, Acta Ophthalmolog, 1981; 59: 921-7. 9. Ytteborg J. Kataraktkirurgi, Tidsskr Nor Lægeforen 1986; 106: 721. 10. Philipson B. Stor enighet om synförbáttrande kirurgi, Oftalmolog (Kbh.), 1985; 5: 20-3. 11. Apple DJ. Intraocular lenses, Arch Ophthalmol 1986; 104: 1150-2.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.