Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 37

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 93-6 93 Stefán Þórarinsson VERKEFNI OG SKIPULAG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR INNGANGUR Ég hef verið beðinn að ljá Læknablaðinu til birtingar hluta af fyrirlestri sem ég flutti 28. ágúst 1986 á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Erindið fjallaði um þrjá þætti heilbrigðismála, þ.e. erfiðleika einmenningshéraða, heilbrigðiseftirlit á Austurlandi og í þriðja lagi var komið inn á verkefni og skipulag heilbrigðisþjónustunnar og rekstur heilsugæslunnar. Það er sá hluti sem hér birtist. Þetta er flutt sem fyrirlestur yfir sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum Austurlands og ber að lesa í því ljósi. Ég hef aukið við á einstaka stað þar sem mér hefur þótt handritið of knappt og óskýrt. Megintexti er þó óbreyttur. Um heilbrigðismál og heilbrigðisþjónustu er furðu lítið rætt í þjóðfélaginu eins þýðingarmikil og dýr þau eru. Þetta eru hálfgerð feimnismál sem venjulegt fólk vill ekki fjalla um heldur lætur þessum sérfróðu það eftir. Hjá þeim eru skipulagsmálin líka feimnismál, hálfgert »tabú«, sem helst ekki má færa í tal án þess að einhverjum sárni og finnist að sér vegið. Því eru þau helst ekki rædd þar heldur. Svo blandast svolítill pólitískur grautur saman við svo úr verður ærleg þoka. Það er því von að menn snúi sér að öðrum málum því af nógu er að taka. Þessu verður að breyta. Það þarf að koma af stað opinberri vitrænni umræðu um þessi mál ef almenningur og stjórnvöld eiga að geta tekið lýðræðislegar ákvarðanir. Því við stöndum frammi fyrir stöðugt nýjum viðfangsefnum og möguleikum en um leið takmörkuðu fé og mannafla. Viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar eru smám saman að breytast. Verkefnin á morgun verða önnur en í dag og í gær (mynd 1) (1). Myndin sýnir hvernig viðfangsefnin hafa þróast og hvernig talið er að þau verði í framtíðinni. Bráðir líkamlegir kvillar fara hlutfallslega minnkandi. Langvinnir líkamlegir kvillar eru að aukast en fara svo væntanlega að vega minna, einkum ef forvarnarstarfi vex fiskur um hrygg. Á hinn bóginn sjá menn fyrir vaxandi verkefni í geðrænum og félagslegum vandamálum og í samsettum fjölþættum vandamálum sem leiða til minnkaðrar starfshæfni. Það sem einkennir hin nýju viðfangsefni er, að þau eru samsett og samtvinnuð vandamál líkama og sálar i umhverfi sínu. Það þarf því væntanlega i vaxandi mæli að leita út fyrir ramma hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu, til sveitarfélaganna með sína félagslegu aðstoð og til samfélagsins í heild. Þetta verður hluti af verkefnum sveitarstjórnarmanna framtíðarinnar. Samfara þessum nýju viðfangsefnum verða hin gömlu enn við lýði. Menn fá sína botnlangabólgu og berkla árið 2000 eins og í dag. Möguleikar til meðhöndlunar þeirra kvilla sem við erum að glíma við í dag verða enn meiri vegna tækniframfara, svo að vandi verður að koma út úr þjónustunni því sem fyrir er í dag. Sú þjónusta á líklega frekar eftir að aukast og hluti af hinum nýju verkefnum að bætast við. Það er því ljóst hver verður framtíðaratvinna hér á jörðu á næstu áratugum! Fyrirlestur fluttur á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 28. ágúst 1986. Barst ritstjórn 06/01/1987. Fortid Nútid Framtid Gedræn og -félagsleg vandamál Samsett/ fjölþætt vandamál sem leida til minnkadrar starfshæfni Mynd 1. Helstu viöfangsefni heilbrigðisþjónustunnar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.