Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 42
98 LÆKNABLAÐIÐ nefna framlag norðlenskra kvenna til fjársöfnunar fyrir sjúkrahúsið. Þá voru 70 kvenfélagadeildir starfandi á Norðurlandi og mun sérhver þeirra hafa lagt fram sinn skerf og vel það. Það er umhugsunarefni hvernig ástatt væri í heilbrigðismálum Iandsmanna hefðu konur ekki sífellt knúið á um framkvæmdir og lagt fram fé til þeirra. Sú saga verður þó ekki rakin hér og nú. Nýja sjúkrahúsið var frá byrjun nefnt Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og viðurkennt þannig í verki þótt formleg viðurkenning hafi ekki hlotist fyrr en 1971. Þá var ákveðið að sjúkrahúsið skyldi vera almennt sjúkrahús fyrir Akureyri og nærsveitir, sérfræðisjúkrahús fyrir Norðurland og hluta Austurlands og aðalvarasjúkrahús landsins utan höfuðborgarsvæðisins með tilliti til almannavarna. Einnig var ákveðið að sjúkrahúsið skyldi stækkað þannig að það rúmaði alls 250 sjúklinga og yrði það fullgert árið 1980. Fyrsta skóflustunga nýja áfangans var þó ekki tekin fyrr en í nóvember 1973 og enn er ólokið því sem átti að ljúka fyrir árslok 1980. Framan af voru tvær aðaldeildir á Fjórðungssjúkrahúsinu, handlækningadeild með tilheyrandi fæðingar- og kvensjúkdómadeild og lyflækningadeild með áhangandi geðdeild og seinna barnadeild. Nú eru 13 deildir á sjúkrahúsinu, hver með sérstökum yfirlækni, auk hjúkrunardeildar í Systraseli sem rúmar 20 sjúklinga. Alls eru á sjúkrahúsinu núna 161 rúm og eru þá meðtaldar langlegudeildir fyrir 44 sjúklinga. Nýjasta deildin er geðdeild og var hún formlega tekin í notkun 23. maí 1986. Á geðdeildinni er móttökudeild fyrir tíu sjúklinga í sólarhringsvist og einn dagsjúkling. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur verið happastofnun frá upphafi eins og glögglega kemur fram hjá viðmælendum okkar hér á eftir. Þar hafa mörg merk spor verið stigin, nefna má að fyrstu sjúkraliðar landsins voru útskrifaðir frá Fjórðungssjúkrahúsinu árið 1966 og þar var fyrst hafin kennsla á þeirri námsbraut. Sjúkrahúsið er þó ekki fætt með silfurskeið i munni og hefur fjármagnsskortur hamlað uppbyggingu nokkuð. Það velkist hins vegar ekki fyrir læknum Fjórðungssjúkrahússins hver væri æskileg þróun þess. Eftirfarandi kafli úr erindi Ólafs Sigurðssonar yfirlæknis til heilbrigðisþings árið 1980 lýsir í hnotskurn afstöðu þeirra norðanmanna: »Hins vegar gæti þróun sjúkrahússins á Akureyri úr deildasjúkrahúsi í svæðissjúkrahús bætt stöðu og hag annarra sjúkrahúsa í þessum landshluta. Innbyrðis samskipti og gagnkvæm miðlun á gögnum og fræðslu gætu aukist milli sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Norðurlandi öllum aðilum í heilbrigðisþjónustu þar til framdráttar og bóta. Styttra og auðveldara yrði að senda sjúklinga til sérfræðinga innan og utan sjúkrahúss og betri sérfræðingaþjónusta myndi fást. Styttra og auðveldara yrði fyrir sérfræðinga svo sem augnlækna, háls-, nef- og eyrnalækna, húðsjúkdómalækna og hjartalækna að fara sem ráðgefandi læknar til annarra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva í fjórðungnum. Ekki virðist efamál, að svæðissjúkrahús á Akureyri myndi bæta mjög heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi, þegar á heildina er litið. Og eins og áður var sagt, yrði sjúkrahús á Akureyri með því móti aðalvarasjúkrahús landsins í almannavörnum þess. Hvað svo sem líður almannavörnum landsins, má skoða það ekki einungis sem sanngirnis og réttlætismál, heldur líka að nokkru leyti sem þjóðhagslegt mál, að eitt svæðissjúkrahús verði staðsett úti á landsbyggðinni henni til styrktar, þar sem nægilegur fólksfjöldi er fyrir tilvist þess eins og er á Norður- og Norð-Austurlandi. Ekki er efamál, að það myndi stuðla að auknu jafnvægi í heilbrigðismálum og styrkja landsbyggðina.» Við hefjum umræðuna með því að heyra álit annarra norðanlækna á þörfinni fyrir Fjórðungssjúkrahús á Akureyri. Á Akureyri er elsta sjúkrahús landsins og það hefur verið vaxandi alla þessa öld. Sjúkrahús sem ekki er í vexti er dauðvona og ber að leggja niður. Það gildir svipað um sjúkrahús og sjúklinga, þegar þeim hættir að fara fram þá er þeim farið að fara aftur. Byggð á þjónustusvæði sjúkrahússins er einnig í vexti og nauðsynlegt er að hafa bestu þjónustu sem hægt er að veita. Fjórðungssjúkrahúsið er sérstætt að mörgu leyti og starfsemi þess langtum fjölþættari en sumra sjúkrahúsa erlendis, sem eru miklum mun stærri og þjóna fleirum. ÞJÓNUSTUSVÆÐI FSA Aðal þjónustusvæðið nær frá Blönduósi að vestan austur á Vopnafjörð. Til sjúkrahússins leita einnig sjúklingar frá Austfjörðum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.