Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 99 Vestfjörðum, af Suðurnesjum og reyndar allstaðar af landinu. Á nærsvæðinu eru búsettir um 20 þúsund manns. Norðurlandið allt, sem FSA þjónar sem miðsjúkrahús, hefur milli 30 og 40 þúsund íbúa. Ekki hefur tekist að fá FSA ákveðið upptökusvæði. Fyrir 15 árum, þegar hafist var handa við stækkun sjúkrahússins, fengust stjórnmálamenn og heilbrigðisyfirvöld ekki til þess að ákveða þjónustusvæðið. Sagt var að íslendingar sættu sig ekki við að dregin yrðu landamæri innanlands, þannig að ákveðið svæði falli undir ákveðið sjúkrahús. Læknar FSA bjóða öllum landsmönnum þjónustu sína og telja hana sambærilega því sem hin stóru sjúkrahúsin veita, Landakot, Landspitali og Borgarspítali. Tilveruréttur FSA byggist á þvi að FSA bjóði jafn góða þjónustu og jafn greiðlega af hendi innta og stóru sjúkrahúsin í Reykjavík. Nokkuð er misjafnt eftir deildum hve sjúklingar koma víða að. Til bæklunardeildar leita sjúklingar frá höfuðborgasvæðinu vegna þess hve biðlistar eru langir á sjúkrahúsunum í Reykjavík. FSA hefur sérstaklega staðið betur að vígi en sjúkrahúsin í Reykjavík varðandi gerviliðaaðgerðir. Fleira ræður læknavali sjúklinga og má þar nefna persónuleg tengsl lækna sem ráða oft meiru en nokkuð annað. FSA hefur sjúklinga á öllum deildum frá öllu Norður- og Austurlandi. Tiltölulega fáir sjúklingar koma úr Skaftafellssýslum enda eru samgöngur greiðari þaðan til Reykjavíkur en norður. Almennt hefur sjúkrahúsið þó nokkra aðsókn úr öllum byggðarlögum landsins, meðal annars úr fjölmennasta hreppnum, Reykjavík. Sjúkrahúsið sinnir sjúklingum á þjónustusvæðinu á ýmsan annan hátt en með beinum innlögnum. Læknar barnadeildar fara reglulega um Norðurland. Bæklunarlæknar fóru einnig út um sveitir á meðan þess var kostur. Sjúkrahúslæknar vildu gjarnan veita þessa þjónustu í meira mæli en gert er en til þess skortir mannafla. Nágrannasjúkrahúsin eru mjög góð og njóta þjónustu sérstaklega vel menntaðra handlækna sem sinna mörgum verkefnum í handlækningafræði sem ekki þurfa að styðjast við margar hliðargreinar. Þess vegna er minnst þörf fyrir lækna handlækningadeildar að fara í nágrannabyggðarlögin. Fjórðungssjúkrahúsið getur tekið við þegar aðstæður þrjóta annars staðar, vegna þess að FSA hefur öfluga

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.