Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1987, Page 45

Læknablaðið - 15.03.1987, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 101 fyrirsjáanlegur á þessu ári. Fyrstu sex mánuði ársins vantar 15 milljónir króna. Svipað er að segja um fjármagn til stofnkostnaðar. Vegna þeirrar nauðsynjar að halda kostnaði sem minnstum, hefur löngum verið venja á FSA að byrja fremur smátt á nýrri útgerð. Þetta einkenndi fyrstu skref svæfingadeildar, gj örgæsludeildar, bæklunardeildar, rannsóknastofu í meinafræði og annarra deilda. Vandinn hefur ekki verið að ráða í heimiluð stöðugildi, heldur hefur alltaf skort leyfi fyrir nægilegum fjölda starfsmanna og á það við um lækna sem aðra. Þannig hefur hver deildin og hvert starfssviðið eftir annað þurft að byrja með óþarflega fáa starfsmenn. Ekki hefur ræst úr fjárhagsvandræðum ríkisins á síðustu árum nema síður sé. Það hefur valdið því að mjög erfitt hefur verið að fá vilyrði fyrir fleiri stöðum, þannig að starfsfólk þurfi ekki að vinna meira en það vill og getur með góðu móti. Gauti gat þess að sjúkrahúsið hefur verið mjög heppið með lækna og sérstaklega telja menn að vel hafi tekist til við ráðningu hjúkrunarforstjóra sem er nýtekinn til starfa. Þótt sjúkrahúsið sé vel mannað og eins mannað og nauðsynlegt er á hverjum tíma, þá liggja fyrir hjá mörgum deildum beiðnir um fleiri stöður. Um er að ræða bæði stöður lækna og annars starfsfólks. Sjúkrahúsið er með leyfi fyrir 371 stöðugildi, en óskað er eftir 55 til viðbótar. Gauti sagði það hlutskipti flestra manna sem vinna og hafa unnið á FSA að þurfa að leggja fram miklu meira af tíma sínum en menn geta i raun og veru til langframa. Þetta er eitt af atriðunum sem veldur því að fjölga þarf stöðugildum við FSA. Annað er það, að sjúkrahús sem er að vaxa þarf auðvitað að bæta við sig starfsfólki. Að auki vill oft gleymast að aðbúnaður þjóðarinnar á vinnustað er að batna. Það þýðir fleiri starfsmenn og styttri vinnutíma, til dæmis hefði verið óhugsandi fyrir fáeinum árum að halda svona fund á miðjum degi; að taka hálfan vinnudag og sitja og rabba! Það var alltaf gert á kvöldin. Fjöldi íslenskra lækna starfar útum allan heim og eitthvað af íslensku hjúkrunarfólki og öðrum sérfræðingum. Margt af þessu fólki vildi gjarnan koma til Akureyrar, væri einhverjar stöður að fá, en þær fást ekki og það leiðir til þess að fólk á ekki annarra kosta völ en setjast að í Reykjavík. Þar virðist oftast unnt að koma fyrir sæti inni á einhverri stofnun eða hefja eiginn rekstur. Niðurstaðan verður einfaldlega að meira framboð verður á lækningum í Reykjavík en telja má brýna nauðsyn, miðað við það sem aðrir landsmenn verða að láta sér lynda. Það er borgað sameiginlega og leiðir meðal annars til þess að dýrara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem veitt er á Akureyri vegna þess að fleiri viðvik þarf að kaupa annars staðar frá. ALDREI HEFUR ÞURFT AÐ LOKA DEILDUM Á FSA VEGNA MANNFÆÐAR Það er enginn varamannabekkur í landinu af hæfum sérfræðingum sem bíða þess að grípa inn í ef einhver forfallast, fótbrotnar eða fær botnlangabólgu. Afleysingar í sumarfríum hafa að verulegu leyti verið fjárhagsspurning. í sparnaðarskyni hefur þeim að miklu leyti verið sleppt og færri unnið á sjúkrahúsinu yfir sumarið. Það er fremur regla en hitt að læknar geti ekki tekið sumarfrí í einu lagi. Sama gildir um vetrarfrí. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að sumir læknar eru einu og jafnvel tveimur árum á eftir með sín frí. Hjúkrunarforstjóri, Ólína Torfadóttir, sagði að til að leysa sumarfrí starfandi hjúkrunarfræðinga við stofnunina væri reynt að fá skólahjúkrunarfræðinga til starfa á sjúkrahúsinu á sumrin. Einnig kæmu hjúkrunarfræðingar frá Reykjavík til sumarafleysinga. Að síðustu er setnum stöðugildum hjúkrunarfræðinga fækkað. Aldrei hefur þurft að loka deildum á FSA yfir sumarmánuðina vegna mannfæðar. Deildir hafa Ólína Torfadóttir hjúkrunarforstjóri og Halldór Baldursson yfirlœknir á bœklunardeild

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.