Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 46
102 LÆKNABLAÐIÐ verið fluttar til, en allt eins vegna viðgerða og endurbóta. Það hefur ekki lítið að segja fyrir íbúa svæðisins að vita, að á FSA er alltaf hægt að ganga að vísri þjónustu. DEILDIR FSA Á FSA eru starfræktar eftirtaldar deildir: handlækningadeild, lyflækningadeild, kvennadeild, barnadeild, geðdeild, bæklunardeild, svæfingadeild, gjörgæsludeild, röntgendeild, rannsóknastofa í blóðmeina- og efnameinafræði, rannsóknastofa i liffærameinafræði, augnlækningadeild, háls- nef- og eyrnadeild, auk deilda sem eðli málsins samkvæmt eru ekki bundnar ákveðinni sérgrein svo sem skurðdeild, göngudeild með sérfræðimóttöku, slysadeild og blóðgjafaþjónusta. í samræðunum var sérstaklega minnst á nokkur atriði varðandi sumar deildanna. Röntgendeild: Sigurður Ólason yfirlæknir á röntgendeild, sagði grundvallaratriði að á FSA verði hægt að framkvæma allar röntgenrannsóknir sem framkvæmdar eru á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Þess vegna hefur deildin verið undirbúin með það fyrir augum að þar verði meðal annars fullkomin tölvusneiðmyndatæki. Hins vegar vantar sárlega viðbótarhúsnæði. Deildin hefur átt mjög góða samvinnu við röntgendeildir Borgarspítala og Landspítala og notið sérfræðiaðstoðar þaðan, meðan beðið er eftir auknum mannafla og húsnæði. Röntgenrannsóknum hefur fjölgað mjög að undanförnu og á síðustu árum hafa Siguröur Ólason yfirlceknir á röntgendeild, Magnús Stefánsson sérfræðingur á barnadeild og Vignir Sveinsson skrifstofustjóri sónarskoðanir bæst við. Eins og á öðrum röntgendeildum landsins hafa rannsóknirnar breyst. í stað magarannsókna, ristilrannsókna og gallvegarannsókna er nú meira um ómskoðanir og þeim mun fjölga vegna þess að á mörgum sviðum koma ómskoðanir í stað röntgenrannsókna. Sigurður tók dæmi um meðfædd liðhlaup í mjöðm sem hægt er að greina með ómskoðun. Þetta er mjög einföld aðgerð sem hægt er að endurtaka frá því barnið er nýfætt án þess að skaða það á nokkurn hátt. Sigurður gat þess að sökum aldurs ætti hann ekki eftir nema eitt eða tvö ár i starfi. Draumsýn hans væri enn sú að röntgendeildin nýja verði fullgerð sem fyrst, þótt hann sé ekki svo bjartsýnn að álíta deildina verða fullfrágengna og tekna í notkun áður en hann hverfur frá sjúkrahúsinu. Lyflækningadeild hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Þar veldur mestu að læknar sem hafa starfað lengi á FSA og unnið merkt starf hafa látið af störfum og aðrir komið í þeirra stað. Einnig hafa nýjar sérgreinar bæst við og eru að bætast við. Þorkell Guðbrandsson dr.med., nýráðinn yfirlæknir lyflækningadeildar, taldi að á lyflækningadeild FSA væri vaxtarbroddur sem þyrfti að þróa áfram. Lyflækningadeild verður að geta sinnt megingreinum lyflæknisfræðinnar eins og gert er á öðrum svæðissjúkrahúsum, einnig verður hún að geta veitt alla bráða þjónustu í algengustu og alvarlegustu sjúkdómum og hafa góð móttökuskilyrði fyrir bráðveika sjúklinga. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa góða samvinnu við gjörgæsludeild. Trúlega verður að sækja með minni sérgreinar á aðra staði, má þar sérstaklega nefna heilaskurðlækningar og aðrar greinar sem ekki geta vaxið á Akureyri vegna mannfæðar. Það er erftt að ákvarða hvar sjúkrahús á að setja takmörkin. Þjónusta sem mönnum fannst áður að ekki væri hægt að veita á Akureyri, vegna fámennis eða kostnaðar, hefur verið tekin upp og gengið vel, þannig að spurningin snýst oft um það að þora að hefjast handa. Bæklunardeild: Halldór Baldursson yfirlæknir á bæklunardeild, sagði skipta miklu fyrir bæklunardeildina hve góð samvinna hefur verið við lækna í Reykjavík. Meirihluti starfandi bæklunarlækna á íslandi hefur unnið á FSA og veit þess vegna vel hvernig ástandið er þar. Án þess að verða fyrir nokkrum þrýstingi frá stjórnendum sjúkrahúsanna hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.