Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 52
108 LÆKNABLAÐIÐ bindingu utan Reykjavíkur. Það fólk er ekki tilbúið að rjúka suður. Tveir möguleikar eru fyrir hendi á tengslum háskólakennslu á Akureyri við Háskóla íslands. Flestir hafa verið þeirrar skoðunar að heppilegast sé að háskólabraut á Akureyri væri undir stjórn Háskóla íslands og námsbraut í hjúkrun á Akureyri væri skipulagslega tengd námsbraut í hjúkrun innan Háskóla íslands. Aðrir eru þeirrar skoðunar að þetta ætti að verða sem sjálfstæðast og þróunin hlýtur að verða sú þegar fram líða stundir. En skipulagsleg tengsl við Háskóla íslands þegar í upphafi geta komið í veg fyrir að almannarómur flokki hjúkrunarmenntun í landinu í fyrsta og annan flokk. Kennsla í hjúkrunarfræði er jafn mikið atriði fyrir sjúkrahúsið og kennsla í læknisfræði. Sjúkrahús af þeirri stærð og víðfeðmi sem er á Akureyri stenst ekki tímans tönn nema kennsla fáist stunduð þar. Þorkell Guðbrandsson taldi einsýnt að erfitt yrði að viðhalda góðri læknisþjónustu í framtíðinni yrði ekki bætt úr hjúkrunarfræðingaskortinum. Þess vegna verður til heilla að fjölga hjúkrunarfræðingum hvar sem þeir eru menntaðir. Þegar farið var að kanna hvaða kennslukraftar væru á Akureyri fundust fræðingar í flestum greinum. Þar eru doktorar í búvísindum sem kunna efnafræði og lífefnafræði, lífefnafræðingar og meira að segja doktor í kjarneðlisfræði, þótt það varði ekki námsbraut í hjúkrun. Veiki hlekkurinn er að kennara vantar í hjúkrunarfræðum, en það hlýtur að vera að hægt að útvega þá og það verður að leysa í samvinnu við námsbrautina í Reykjavík. Nú mun einhver hreyfing í þá átt að hæfa hjúkrunarkennara frá Hjúkrunarskóla islands til þess að stunda kennslu á háskólastigi. Til þessa hafa þeir leitað i önnur störf, þar sem þeir hafa ekki þótt gjaldgengir til kennslu á háskólastigi. Þegar grannt er skoðað virðast flest rökin með og móti stofnun háskólabrautar í hjúkrun á Akureyri býsna keimlík þeim sem notuð voru fyrir 60 árum þegar talað var um gagnsemi eða óþarfa þess að stofna menntaskóla á Akureyri. SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA SEM VEITT ER FRÁ REYKJAVÍK Ein er sú grein handlækninga sem læknar á FSA leita töluvert með til Reykjavíkur og það eru heilaskurðlækningar. Almennt þarf ekki að senda slys til Reykjavíkur nema þar sem um er að ræða heilaslys sem þarfnast sérhæfðrar meðferðar og sérstaklega ef þörf er á greiningu með tölvusneiðmyndatæki. Menn voru sammála um að samskipti við sjúkrahúsin í Reykjavík ganga ákaflega vel. Þau hafa þjónað vel með þá hluti sem ekki hefur verið hægt að leysa á Akureyri. Sérfræðingar hafa einnig komið norður um árabil. Þorkell nefndi að Þórir Helgason hafi komið um árabil og sinnt sykursjúkum. Fyrir einu ári yfirtóku læknar á FSA þá þjónustu í samráði við hann og hefur gengið vel. Árni Kristinsson hjartalæknir kom einnig um árabil, þrisvar til fjórum sinnum á ári og skoðaði hóp sjúklinga. Læknar á FSA hafa tekið þá þjónustu í sínar hendur og gengur vel. Meinafræðingar komu áður í reglulegar heimsóknir, þess er ekki lengur þörf. Ennþá koma taugasjúkdómafræðingar frá Landspítala reglulega og skoða hóp sjúklinga. Læknar á FSA hringja gjarnan til þeirra og leita ráða. Vel má vera að næst verði þessi þjónustu yfirtekin. Samstarf við krabbameinslækna í Reykjavík er gott. Þeir koma stundum norður, en Þorkell taldi ýmis ljón á veginum fyrir því að krabbameinslæknir geti sest að á Akureyri. Krabbameinslækningar þarfnast mikillar rannsóknaaðstöðu, tölvusneiðmyndatæki, gammamyndtæki og geislalækningatæki þurfa að vera til, þannig að krabbameinslækningar fái notið sín fullkomlega. Þetta á þó einungis við um krabbameinslækningar í norrænum skilningi, en hann á kannski rætur að rekja til gamalþýskrar skipulagningar allra hluta. Gauti lýsti þeirri skoðun sinni að ekki aðeins hafi sérfræðingar í lyflækningum krabbameina (og ónæmisfræði þeirra og hugsanlega lækningum á því sviði) næg verkefni á Akureyri núna, heldur væri knýjandi nauðsyn á því að ráða slíkan sérfræðing innan tíðar. Stundum virtist gleymast að flestar krabbameinslækningar í strangri merkingu orðsins eru skurðlækningar og geislameðferð verður sjaldan beitt til lækninga í þeim skilningi. Magnús Stefánsson gat þess í sambandi við barnageðlækningar, að gott samstarf hefur verið við barnageðdeildina í Reykjavík. En hún er bæði of lítil til að þjóna öllu landinu og eins er meðferð barna sem eiga við geðræn vandamál að stríða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.