Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 173 sem eru bæði dýrari og óöruggari. Þessu verður að kippa í lag. Stefán Þórarinsson: Rétt er að hafa í huga að á Austurlandi erum við með mörg stór einmenningshéruð sem eru undirmönnuð. Nefna má Vopnafjörð, þar sem búa 1100 manns á stóru svæði. Þurfi að komast á sjúkrahús yfir veturinn er landleiðin oftar en ekki ófær og þá þarf að reiða sig á flug. Á Vopnafirði er einn læknir og hann þarf iðulega að hjálpa til á Þórshöfn sem er annað einmenningshérað en í öðrum landshluta. Nýlega fengum við annan lækni í Eskifjarðarhérað, sem er nærri 2000 manna hérað. Áður var það talið eins manns starf að sinna því nótt sem dag, allan ársins hring. Fáskrúðsfjörður er sömuleiðis allt of stórt hérað til þess að hægt sé fyrir einn mann að halda þar uppi stöðugri þjónustu. Djúpavogsumdæmi er að vísu ekki mjög fjölmennt hérað en þar er mikið land undir og tekur iðulega um einn og hálfan klukkutíma að keyra á milli staða innan sveitar, að minnsta kosti ef eitthvað er að veðri. Og á Höfn eru tveir læknar með um 2000 manns og gríðarlegar sveiflur vegna vertíðarfólks. Allir þessir staðir eru landfræðilega einangraðir, og læknarnir verða að kljást við miklu fleira heldur en þeir þyrftu í þéttbýli. Þeir fá ekki heldur neina aðstoð frá öðrum í sambandi við vaktir og þeir komast ekki í nám nema með meiriháttar fyrirhöfn. Allir sem hafa unnið svona vita, að afleysari og afleysari eru tvennt ólíkt. Stundum er ekki nema hálft gagn af því að fá afleysara, helmingurinn af vandamálinu og vel það bíður við heimkomu. Það verður einfaldlega að gera mun betur við þessi héruð en fólksfjöldi segir til um. Við verðum að horfast i augu við það, að venjuleg Reykjavíkurviðmið gilda ekki hér. Og þetta starf stendur og fellur með læknunum. Ef þeir sitja lengi þá verða framfarir og uppbygging í heilbrigðisþjónustunni. En sé stöðugt flökt á læknum, þá leiðir það til stöðnunar og jafnvel afturfarar og það bitnar líka á öðru starfsfólki. HVAÐA ÞJÓNUSTUSKYLDA ER FRÁ HEILSUGÆSLUSTÖÐVUNUM Á AUSTURLANDI? Stefán Þórarínsson: Læknir á Vopnafirði sinnir Bakkfirðingum, og þar með öllu Bakkaflóasvæðinu. Þar er að komast í gagnið lítil móttaka í skólahúsi. Egilsstaðalæknar sinna Borgarfirði. Þeir fara þangað einu sinni í viku og hafa þar jafn mikið stofuframboð og uppi á Egilsstöðum, miðað við höfðatölu. Á Eskifirði sinna læknar Reyðarfirði, en eftir að tveir læknar komu þangað og eftir að húsakostur rís þá verður þjónustan væntanlega sambærileg á báðum stöðum. Fáskrúðsfjarðarlæknir fer á Stöðvarfjörð tvisvar i viku og Djúpavogslæknir fer til Breiðdalsvíkur tvisvar í viku. Læknar á Höfn fara í Öræfi aðra hvora viku, þannig að það er mikið um ferðalög innan fjórðungsins. HVERNIG GENGUR AÐ FÁ SÉRÞJÁLFAÐ STARFSFÓLK? Guðrún Sigurðardóttir: Það vantar meira af menntuðu starfsfólki, sérstaklega sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Úti á landsbyggðinni er slegist um hvern einasta starfsmann og má segja að uppboðsmarkaður sé í gangi, sá sem býður best fær starfsmanninn. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað hefur ekki boðið gull og græna skóga og getur það ekki. En við höfum reynt að útvega starfsmönnum húsnæði og gera eins vel við þá og hægt er. Þótt sjúkrahúsið vanti hjúkrunarfræðinga, þá hefur það samt aldrei verið eins vel mannað og nú. Að undanförnu hefur einnig gengið betur en áður að ráða sjúkraliða til starfa, þótt Iangt sé í land með að ástandið geti talist gott. Það er ekki heldur við góðu að búast, þegar svo er komið að enginn fer lengur í þetta nám, það er ekki lengur eftirsóknarvert. Sjúkraliðastarfið er erfitt, því fylgir mikil vinna og það er illa launað, þannig að það er ekkert bjart framundan í þeim efnum. Það bjartasta sem við sjáum framundan hér í Neskaupstað er að hér er risinn verkmenntaskóli og samkvæmt áætlun á að verða þar sjúkraliðabraut. Það verða engin vandkvæði á því að mennta þá sem vilja fara í þennan skóla, en launakjörin verða að breytast til þess að fólk hafi áhuga fyrir því. Óskar Reykdalsson: Á Fáskrúðsfirði er bæði ritari og hjúkrunarfræðingur og starfsstúlka í apóteki á heilsugæslustöðinni. Þessar konur hafa starfað lengi. Hjúkrunarfræðingurinn í þrjú ár og hinar í 10-15 ár. Við höfum haft sjúkraþjálfara sem nú er hættur og er það bagalegt. Einnig er full ástæða til að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.