Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1987, Page 44

Læknablaðið - 15.05.1987, Page 44
178 LÆKNABLAÐIÐ Gefum Stefáni Þorleifssyni lokaorð þessa spjalls. Stefán Þorleifsson: Mönnum sýnist sitt hvað um staðsetningu sjúkrahússins hér í Neskaupstað, eins og fram hefur komið. Ég hef oft rætt það og ætla ekki að fara náið út í þau mál. Hér eru tvö þúsund manns. Ekkert sjúkrahús var starfrækt á Austurlandi þegar við reistum þetta sjúkrahús. Ekki var hægt að gera minnstu skurðaðgerð á allri strandlengjunni frá Vestmannaeyjum til Akureyrar. Sjúkrahúsið á Seyðisfirði var þá hætt slikri starfsemi. Og þess vegna var ráðist i þetta. Spurningin stendur fyrst og fremst um bættar samgöngur. Það er ekki erfiðara að halda opnum Oddskarðsvegi en Fagradal, það veit ég. í lokin vil ég aðeins lýsa ánægju minni yfir því að þessi fundur skuli hafa verið haldinn hér. Ég held að það hljóti að vera gagnlegt fyrir ykkur og okkur öll að læknar á Austurlandi komi saman og beri saman bækur sínar og ræði vandamálin. Læknablaðið tekur undir þau orð og þakkar fyrir móttökur. Svipmyndir frá formannaráðstefnu 4. apríl 1987.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.