Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.05.1987, Blaðsíða 48
180 LÆKNABLAÐIÐ Læknar sjúkrahússins, frá vinstri: Eggert Brekkan, Kristin Guttormsson og Magnús Ásmundsson. Á Fjórðungssjúkrahúsinu eru 60 stöðugildi. Þrir læknar starfa við sjúkrahúsið, þau Eggert Brekkan sérfræðingur í skurðlækningum, Kristín Guttormsson starfandi svæfingalæknir og Magnús Ásmundsson sérfræðingur í lyflækningum. Allvel hefur gengið af fá fólk til starfa við sjúkrahúsið en samt vantar hæft hjúkrunarfólk til að sinna sjúklingum áfram eftir aðgerðir og tilfinnanlega vantar heilsugæsluhjúkrunarfræðing. Ekki hefur komið til þess að loka hafi þurft deildum vegna mannfæðar. SUNDLAUG ENDURHÆFINGARDEILDAR ER STOLT SJÚKRAHÚSSINS Snyrtimennska og nostursemi eru einkennandi fyrir húsakynni Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og tók Guðrún fram að það væri ekki síst að þakka ræstingastjóra, enda væru ræstingar eitthvert mikilvægasta starfið á sjúkrahúsum þótt það vildi oft gleymast. Guðrún taldi að vel hefði tekist til með nýju bygginguna ekki síst fyrir þá sem vinna á sjúkrahúsinu, fólki vinnst hér vel og starfsaðstaða öll er með ágætum. Á fyrstu hæð nýja hússins er búningsaðstaða starfsfólks, þvottahús sjúkrahússins, krufningsaðstaða og kapella. Nú er farið að tíðkast að skíra nýbura á sjúkrahúsinu áður en þeir fara heim og nýtist kapellan til þess. Endurhæfingardeildin er einnig á fyrstu hæð, þar starfa tveir sjúkraþjálfarar. Helsta stolt endurhæfingardeildarinnar er sundlaugin góða. Hún er mikið notuð og ekki einungis af sjúklingum. Starfsfólk sjúkrahússins getur notað hana fyrir klukkan 7.30 á morgnana. Félagasamtök í bænum, svo sem Sjálfsbjörg og samtök eldra fólks, leigja einnig afnot af sundlauginni á ákveðnum tímum og kemur það sér vel fyrir fjárhag endurhæfingardeildarinnar. í Neskaupstað er einungis útisundlaug sem er lokað 1. nóvember, þannig að ásókn er meiri en ella í sundlaug endurhæfingardeildarinnar. AÐSTAÐAN Á SJÚKRAHÚSINU ER EKKI FULLNÝTT Á annarri hæð eru tvær skurðstofur, önnur dauðhreinsuð en hin fyrir smáaðgerðir og annað tilfallandi. Auðveldlega væri hægt að framkvæma fleiri aðgerðir á skurðstofum en nú er gert. Ekki er mikið um að sérfræðingar komi annars staðar frá utan árlegra ferða augnlækna og sérfræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar sem koma annað hvert ár. Guðrún sagði ágætis aðstöðu til að taka á móti læknum í ríkara mæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.