Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1987, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.05.1987, Qupperneq 48
180 LÆKNABLAÐIÐ Læknar sjúkrahússins, frá vinstri: Eggert Brekkan, Kristin Guttormsson og Magnús Ásmundsson. Á Fjórðungssjúkrahúsinu eru 60 stöðugildi. Þrir læknar starfa við sjúkrahúsið, þau Eggert Brekkan sérfræðingur í skurðlækningum, Kristín Guttormsson starfandi svæfingalæknir og Magnús Ásmundsson sérfræðingur í lyflækningum. Allvel hefur gengið af fá fólk til starfa við sjúkrahúsið en samt vantar hæft hjúkrunarfólk til að sinna sjúklingum áfram eftir aðgerðir og tilfinnanlega vantar heilsugæsluhjúkrunarfræðing. Ekki hefur komið til þess að loka hafi þurft deildum vegna mannfæðar. SUNDLAUG ENDURHÆFINGARDEILDAR ER STOLT SJÚKRAHÚSSINS Snyrtimennska og nostursemi eru einkennandi fyrir húsakynni Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og tók Guðrún fram að það væri ekki síst að þakka ræstingastjóra, enda væru ræstingar eitthvert mikilvægasta starfið á sjúkrahúsum þótt það vildi oft gleymast. Guðrún taldi að vel hefði tekist til með nýju bygginguna ekki síst fyrir þá sem vinna á sjúkrahúsinu, fólki vinnst hér vel og starfsaðstaða öll er með ágætum. Á fyrstu hæð nýja hússins er búningsaðstaða starfsfólks, þvottahús sjúkrahússins, krufningsaðstaða og kapella. Nú er farið að tíðkast að skíra nýbura á sjúkrahúsinu áður en þeir fara heim og nýtist kapellan til þess. Endurhæfingardeildin er einnig á fyrstu hæð, þar starfa tveir sjúkraþjálfarar. Helsta stolt endurhæfingardeildarinnar er sundlaugin góða. Hún er mikið notuð og ekki einungis af sjúklingum. Starfsfólk sjúkrahússins getur notað hana fyrir klukkan 7.30 á morgnana. Félagasamtök í bænum, svo sem Sjálfsbjörg og samtök eldra fólks, leigja einnig afnot af sundlauginni á ákveðnum tímum og kemur það sér vel fyrir fjárhag endurhæfingardeildarinnar. í Neskaupstað er einungis útisundlaug sem er lokað 1. nóvember, þannig að ásókn er meiri en ella í sundlaug endurhæfingardeildarinnar. AÐSTAÐAN Á SJÚKRAHÚSINU ER EKKI FULLNÝTT Á annarri hæð eru tvær skurðstofur, önnur dauðhreinsuð en hin fyrir smáaðgerðir og annað tilfallandi. Auðveldlega væri hægt að framkvæma fleiri aðgerðir á skurðstofum en nú er gert. Ekki er mikið um að sérfræðingar komi annars staðar frá utan árlegra ferða augnlækna og sérfræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar sem koma annað hvert ár. Guðrún sagði ágætis aðstöðu til að taka á móti læknum í ríkara mæli

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.