Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Síða 8

Læknablaðið - 15.09.1987, Síða 8
254 LÆKNABLAÐIÐ 6. grein Ef sjúklingur, læknir hans, eða þeir sem að sjúklingi standa, óska að annar læknir sé sóttur til samráða með þeim lækni, sem hefir sjúkling undir hendi, þá skulu læknarnir, að lokinni rannsókn, bera ráð sín saman í einrúmi. Sá læknir, sem hefir haft sjúkling undir hendi, fyrirskipar síðan það, sem læknunum hefir komið saman um. Geti þeir ekki orðið á eitt sáttir, skulu þeir, hvor um sig, i viðurvist hins, setja skoðanir sínar fram fyrir sjúklinginn, eða þá sem að honum standa, og kjósa þeir þá um, hvor læknirinn skuli halda lækningunni áfram. Ef sá læknir, sem hefir stundað sjúklinginn, kemur ekki til viðtals við hinn aðfengna, skal hann ráðleggja það, eða breyta svo til um meðferð sjúklingsins, sem honum virðist bera brýna nauðsyn til, en vitja sjúklings ekki oftar, nema eftir samkomulagi við hinn, sem fyrst stundaði hann. Lækni þeim, er sóttur er, ber borgun fyrir starf sitt. 7. grein Ef læknir getur ekki gegnt störfum sínum vegna ferðalags, sem hann fær ekki sérstaka borgun fyrir, eða sjúkleika, skulu nágrannalæknarnir, ef kringumstæður leyfa, gegna störfum hans, honum að kostnaðarlausu í einn mánuð, eða, ef um sjúkleik er að ræða í tvo mánuði, nema læknir auglýsi sjálfur, að hann hafi fengið ákveðinn lækni til þess. Fyrir þessi störf sín mega læknar ekki krefja þá sjúklinga um borgun, sem hafa samið við lækni um læknishjálp, eða hann er húslæknir fyrir, nema þeir eigi heima lengra frá heimili læknisins en eina mílu, eða ef um meiri háttar operation er að ræða, en þiggja mega þeir endurgjald ef þeim er boðið. Sé læknir sóttur til sjúklings, vegna þess að hinn fasti læknir sjúklingsins sé ekki viðlátinn í svip, þá ber honum borgun fyrir þá læknishjálp. 8. grein Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ófullveðja börn skulu hafa rétt til þess, að njóta ókeypis læknishjálpar hjá hverjum þeim lækni sem þeir óska. Þó skal ekki krefjast ókeypis læknisþjónustu, ef læknir er sóttur um langan veg, og heimilt er lækni að þiggja eitthvert endurgjald, ef sá sem hjálpar nýtur, krefst þess, einkum ef fátækur læknir á í hlut gagnvart efnuðum. 9. grein Heimilt er embættislausum læknum að setjast að hvar sem vera skal. Hafi læknir gegnt aðstoðarlæknisstörfum fyrir annan, verið staðgöngumaður hans (amanuensis) eða settur í héraðið áður en það var veitt, þá skal hann ekki setjast þar að sem læknir, fyr en að minnsta kosti eitt ár er liðið frá því hann dvaldi þar. Forðast skal hann og að rýra á nokkurn hátt álit læknis þess, er hann starfaði fyrir. Skylt er lækni, sem ætlar að setjast að í héraði annars læknis eða lækna, að skýra þeim frá fyrirætlunum sínum, og tala við þá svo fljótt sem því verður við komið. Heimilt er læknum þeim, sem fyrir eru, að skjóta málinu til gerðardóms, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sem orka tvímælis um það, að búseta nýja læknisins sé í samræmi við drengilega framkomu milli lækna. 10. grein Ágreiningi um læknamál milli lækna, sem eigi verður jafnaður á annan hátt, skal skjóta til gerðardóms. í gerðardómi sitja 5 menn. Einn kýs læknadeild Háskólans, annan Læknafélag Reykjavíkur. Þessir menn eru kosnir til tveggja ára. Landlæknir er hinn þriðji. Hann er formaður dómsins. Þá kýs hver málspartur einn lækni úr flokki þeirra, er hafa undirskrifað reglur þessar. Læknafélag Reykjavikur og læknadeild Háskólans kjósa tvo varamenn í gerðadóm til tveggja ára. Þeir taka sæti í dómnum, ef dómara er rutt eða hann er forfallaður. Allar kærur og erindi gerðardóms sendist formanni. Fari annarhvor málspartur fram á það, hefir hann rétt til að ryðja einum hinna föstu dómenda úr dómnum. Tekur þá varamaður sæti í hans stað, er dómurinn kveður til þess. Gerðardómur hefir rétt til þess að stefna báðum málspörtum fyrir sig. Þeir geta krafist þess að það sé gert. Ferðir sinar kosta þeir sjálfir, svo og þeirra dómenda, sem þeir hafa kosið, ef þeir búa utan Reykjavíkur. Gerðardómur hefir rétt til að vísa þeim málum frá sér, sem hann telur að leggja skuli fyrir dómstóla. Hann skal hafa lagt dóm á hvert mál, er hann tekur til meðferðar, innan misseris frá því málspartar höfðu kosið dómendur. Nú kýs annar málspartur engan í dóm, og skulu þá hinir dómendur tilnefna dómara fyrir hans hönd. Allir, sem ritað hafa undir reglur þessar skulu skyldir að hlíta úrskurði gerðardóms.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.