Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Síða 13

Læknablaðið - 15.09.1987, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 259 sem sendi sjúklinginn, í té skýrslu um rannsóknir sinar og/eða meðferð. Nú álítur hann, að sjúklingurinn þarfnist athugunar eða meðferðar annars sérmenntaðs læknis, og skal hann þá skýra lækni sjúklingsins frá því. Sérmenntuðum lækni, sem stundar aðsendan sjúkling á sjúkrahúsi, ber að sjá svo um, að heimilislækni séu sendar skýrslur um rannsókn sjúklingsins, sjúkdómsgreiningu og meðferð; einnig leiðbeiningar um framhaldsmeðferð, ef hennar er þörf. Læknir, sem sinnt hefur sjúklingum annars læknis vegna forfalla eða fjarvista, skal vísa þeim aftur til síns læknis að staðgöngutíma liðnum. 10. grein Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga. Honum er óheimilt að ljóstra upp einkamálum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði eða samkvæmt lagaboði. Lækni ber að skylda starfslið sitt til að gæta fyllstu þagmælsku um allt, er varðar sjúklinga hans. 11. grein Rétt er, að læknar haldi til haga skýrslum og minnisblöðum (spjaldskrá) varðandi mikilvægar rannsóknir, aðgerðir og slys, eða annað, sem skipt getur máli í samskiptum við sjúklinga eða aðra aðilja síðar. Um afhendingu slíkra plagga fer eftir reglum 10. og 12. greinar. 12. grein Lækni ber að vanda til vottorða og skýrslugerðar. Honum hlýðir að votta óvilhallt það eitt, sem máli skiptir og hann hefur sannfærzt um af eigin raun eða getur fært sönnur á. Læknir, sem vísvitandi semur eða undirritar rangt eða villandi vottorð eða greinargerð, er sekur um misferli. Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslu um sjúkling án samþykkis hans eða nánustu vandamanna, sé hann sjálfur ekki fær, nema lög eða úrskurður bjóði svo. Á vottorð, sem ekki eiga að fara til lækna, heilbrigðisstofnana eða tryggingastofnana, skal ekki skrá sjúkdómsgreiningu. Fyrir dómi hlýðir lækni ekki, án úrskurðar dómara, að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar. Hins vegar getur sjúklingur krafizt þess, að skýrsla um hann sé lögð fram. 13. grein Lækni er skylt að auðsýna stéttarbróður drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum. Öll gagnrýni á þekkingu eða læknisstörfum stéttarbróður er ósæmileg nema við lækni einn. Lækni er ósæmandi að vera í vitorði um ráðstafanir, sem fyrirsjáanlega leiða til skerðingar á atvinnuöryggi annars læknis, nema slíkar ráðstafanir verði að teljast nauðsynlegar. Lækni er ósæmandi að synja starfsbróður um nauðsynlega aðstoð við aðkallandi læknisverk. 14. grein Ef læknir telur ástæðu til íhlutunar vegna misferlis í starfi stéttarbróður, skal hann snúa sér til landlæknis og stjórnar L.í. 15. grein Læknis má ekki lokka til sín sjúklinga frá stéttarbræðrum sínum. Enginn læknir má taka að sér læknisstörf fyrir minna endurgjald en aðrir læknar, sem gegna sams konar störfum í því byggðarlagi. Heimilt er þó að veita efnalitlum sjúklingum læknishjálp án endurgjalds, ef það er gert með vitund og samþykki hlutaðeigandi heimilislækna. Nú er læknir, annar en heimilislæknir, sóttur í viðlögum til sjúklings, og skal hann þá einungis gera það, sem brýn nauðsyn krefur, enda skýri hann heimilislækni frá því. 16. grein Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ófullveðja börn eiga rétt á ókeypis læknishjálp af hendi þess læknis, sem hinn sjúki kýs sér. Þurfi læknir þess vegna að takast ferð á hendur, skal honum séð fyrir ókeypis flutningi, en útlagður ferðakostnaður skal endurgreiddur. Heimilt er lækni að þiggja eitthvert endurgjald, ef sá, sem hjálpar nýtur, krefst þess. 17. grein Ef sérmenntaður læknir vinnur læknisverk utan sérgreinar sinnar, vinnur hann það sem almennur læknir og ber honum að taka gjald samkvæmt því. Sérmenntuðum lækni hlýðir að fara sem minnst út fyrir það verksvið, sem sérfræðiviðurkenning hans tekur til.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.