Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 263 aðhefst eitthvað það, er stjórn L. í. eða siðanefnd þykir stéttinni ósamboðið, eða hegðar sér ósæmilega, hvort heldur er í læknisstarfi eða í sambandi við umsókn, þótt ekki sé um skýlaust brot á lögum félagsins eða Codex Ethicus að ræða. Siðanefnd kveður upp slíka úrskurði um áminningar og sektir og framfylgir þeim. Úrskurði siðanefndar má skjóta til gerðardóms skv. Codex Ethicus, enda sé það gert innan fjögurra vikna frá því, að úrskurður er kveðinn upp. Sektir mega nema allt að tvöföldum mánaðarlaunum viðkomandi læknis, og skulu greiðast innan þriggja mánaða frá því að þær hafa verið úrskurðaðar af siðanefnd eða gerðardómi, hafi úrskurði verið skotið til hans. Stjórn L. í. getur vísað félagsmanni úr félaginu fyrir alvarlega vanrækslu skyldustarfa eða velsæmisbrot, eða fyrir margítrekuð brot, þótt hvert þeirra um sig varði aðeins sektum. Ennfremur ef hann neitar að greiða sektir. Það varðar brottrekstri, ef félagsmaður sækir um embætti eða stöðu þrátt fyrir bann stjórnarinnar. Úrskurð stjórnarinnar um brottvísun skal taka fyrir á næsta aðalfundi L. í. eða fulltrúafundi (kynna á formannafundi) til staðfestingar eða synjunar. Staðfesti fundurinn ekki úrskurð stjórnarinnar, getur hún skotið málinu til gerðardóms. Rísi ágreiningur milli lækna innbyrðis, eða milli læknis og svæðafélags hans, eða L. í. getur hvor aðilinn sem er, gert siðanefnd grein fyrir þeim ágreiningi. Siðanefndin skal kynna sér málið, og leita sátta, en takist sættir ekki, kveður hún upp úrskurð í málinu. Skal úrskurðum hagað eins og segir framar í þessari grein. Slíkum úrskurðum má skjóta til gerðardóms skv. Codex Ethicus, enda sé það gert innan þeirra tímamarka, sem nefnd eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.