Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Síða 42

Læknablaðið - 15.09.1987, Síða 42
282 LÆKNABLAÐIÐ THE DECLARATION OF HELSINKI CODE OF ETHICS ON HUMAN EXPERIMENTATION HELSINKIYFIRLÝSINGIN: RÁÐLEGGINGAR OG LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA VARÐANDI LÆKNISFRÆÐIRANNSÓKNIR, SEM GERÐAR ERU Á MÖNNUM Samþykkt á átjánda þingi Alþjóðafélags lækna í Helsinki 1964. Endurskoðuð á tuttugusta og níunda þinginu í Tokíó 1975 og breytt á þrítugusta og fimmta þinginu í Feneyjum 1983. INNGANGUR Það er hlutverk læknisins að vernda heilbrigði manna. Þekking hans og samvizka eru helguð þvi að rækja þetta hlutverk. Genfarheit Alþjóðafélags lækna bindur lækninn með orðunum: »Ég mun hafa heilbrigði sjúklinga minna í huga framar öllu öðru« og í Alþjóðasiðareglum lækna er því lýst yfir, að »Lækni ber, þegar hann veitir læknisþjónustu, sem gæti haft þau áhrif að veikja líkamlegt og andlegt ástand sjúklings, að taka einungis mið af hagsmunum sjúklings«. Markmið læknisfræðirannsókna á mönnum á að vera, að bæta greiningar-, lækninga- og forvarna-aðferðir og auka skilning á orsökum sjúkdóma, uppruna þeirra og þróunarferli. Flestar greiningar-, lækninga- og forvarna-aðferðir, sem eru í notkun nú á dögum, fela i sér hættur. Þetta á sér í lagi við læknisfræðirannsóknir. Framfarir í læknisfræði hvíla á rannsóknum, sem endanlega hljóta að einhverju leyti að fela í sér tilraunir á mönnum. í læknisfræðirannsóknum verður að gera glöggan greinarmun á þeim læknisfræðirannsóknum, sem í eðli sínu miða að greiningu á kvilla hins sjúka og lækningu hans og á læknisfræðirannsóknum, sem gerðar eru í vísindaskyni eingöngu og hafa ekki beint gildi fyrir sjúkdómsgreiningu eða meðferð þess, sem undir rannsóknina gengst. INTRODUCTION It is the mission of the physician to safeguard the health of the people. His or her knowledge and conscience are dedicated to the fulfillment of this mission. The Declaration of Geneva of the World Medical Association binds the physician with the words »The health of my patient will be my first consideration«, and the International Code of Medical Ethics declares that »A physician shall act only in the patient’s interest when providing medical care which might have the effect of weakening the physical and mental condition of the patient«. The purpose of biomedical research involving human subjects must be to improve diagnostic, therapeutic and prophylactic procedures and the understanding of the aetiology and pathogenesis of disease. In current medical practice most diagnostic, therapeutic or prophylactic procedures involve hazards. This applies especially to biomedical research. Medical progress is based on research which ultimately must rest in part on experimentation involving human subjects. In the field of biomedical research a fundamental distinction must be recognised between medical research in which the aim is essentially diagnostic or therapeutic for a patient, and medical research, the essential object of which is purely scientific and without implying direct diagnostic or therapeutic value to the person subjected to the research.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.