Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 367 Rannsókn COx COx/CP CP Struvit þS Annaö Prien 1974 USA 33 34 6 15 8 4 Herbstein 1974 Israel 14 64 0 12 9 1 Takasaki 1971 Japan 17 51 3 17 5 7 Westburg 1974 Bretland 40 20 13 15 8 4 Otnes 1983 Noregur 28 56 6 7 2 1 Landakot 1987 32 49 9 5 5 0 Mynd 6. Rannsóknir á samsetningu nýrnasteina. kemur það heim og saman við hærri tíðni þvagfærasýkinga hjá konum. Meðalaldur okkar sjúklinga er sambærilegur við það, sem aðrir gefa upp. Forvitnilegt er að bera hliðstæðar erlendar rannsóknir saman við okkar niðurstöður. I mynd 6 eru sýndar nokkrar slíkar rannsóknir. Steingerðin er gefin upp í prósentum. Þar sést, að tíðni kalsíumsteina er mjög lík í öllum þessum rannsóknum. Tíðni þvagsýrusteina er minnst í rannsóknunum frá Japan, Noregi og Landakoti (8). Það er ekki hlaupið að því að útskýra þennan mun. Sennilegt er þó, að mismunandi mataræði ráði einhverju hér um. í rannsóknunum frá Noregi og Landakoti er tíðni strúvítsteina langlægst. Þetta er sú tegund steina, sem fylgir þvagfærasýkingum. Sé eðli og tíðni þvagfærasýkinga hérlendis sambærileg við það sem annars staðar gerist, þá bendir þessi lága tíðni strúvítsteina til þess, að meðferð þvagfærasýkinga hérlendis sé markviss og komi þannig í veg fyrir myndun nýrnasteina. Systínsteinar fundust ekki í þessari rannsókn okkar. Þeir hafa þó greinst hérlendis. Gunnar J. Cortes skrifaði grein í Læknablaðið árið 1957, þar sem hann greinir frá sjúklingi með systínsteina. Hann rannsakaði einnig fjölskyldu sjúklingsins og fann þar marga einstaklinga með systínuriu (9). 2,8-Díhýdroxýadenínsteinar eru sjaldgæfir. Þeir hafa þó greinst hjá börnum á Landakotsspítala og nokkrir sjúklingar með dihydroxyadeninkrystalla hafa komið til meðferðar á sama spítala. Niðurstöður okkar eru því þær, að tíðni kalsíumsteina hérlendis sé mjög lík því, sem annars staðar gerist. Þvagsýrusteinar og sérstaklega strúvítsteinsr eru hins vegar sjaldgæfari. SUMMARY This paper reports on the crystalline composition of 152 upper urinary tract calculi obtained at St. Josephs Hospital in Reykjavík. The number of calcium stones was found to be comparable to studies done elsewhere. Uric acid stones and particularily infectious stones were found in lower numbers, than in most comparable materials. The male to female ratio was found to be only 1: 1.8. HEIMILDIR 1. Otnes B. Urinary stone analysis methods, materials and value. Scand J Urol Nephropl, Supplementum 71, 1983. 2. Prien EL, sr. Symposium on renal lithiasis. The analysis of urinary calculi. Urol Clin N Am 1974; 1: 229. 3. Ljunghall S, Backman U, Danielson BG, Fellstrom B, Johansson G, Wikström B. Epidemiological aspects of renal stone disease in Scandinavia. Scand J Urol Nephrol, Supplementum 53, 1980. 4. Laerum E. Studies on urolithiasis in general practice. Scand J Urol Nephrol, Supplementum 80, 1984. 5. Scott R. Epidemiology of stone disease. Brit J Urol 1985; 57: 491-7. 6. Otnes B. Crystalline composition of urinary stones in recurrent stone formers. Scand J Urol Nephrol 1983; 17: 179-84. 7. Otnes B. Sex differences in the crystalline composition of stones from the upper urinary tract. Scand J Urol Nephrol 1980; 14: 51-6. 8. Otnes B. Crystalline composition of urinary stones in Norwegian patients. Scand J Urol Nephrol 1983; 17: 85-95. 9. Cortes GJ. Cystinuria-Systinsteinar. Læknablaðið 1957; 41: 155-62. 10. Campell’s Urology. N.Y.: The W.B. Saunders Company 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.